Framlag úr vísindaheiminum Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 20. desember 2018 09:59 Það er stundum kostulegt að fylgjast með umræðum á Íslandi um málefni sem spretta fram í dagsljósið. Núna fengum við fréttir af því að kona nokkur, sem starfaði við rannsóknir á vegum Háskóla Íslands, hefði sakað fyrrverandi samverkamann sinn um áreitni af kynferðislegum toga. Þetta mun eiga að hafa átt sér stað fyrir nokkrum misserum. Atvik munu hafa verið athuguð af einhverri siðanefndinni sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri fótur fyrir ásökunum konunnar, m.a. eftir að hafa kannað vitnisburði samstarfsmanna. Nú er eins og konan hafi talið sig fá tilefni til að taka málið upp á ný. Birtist hún þá opinberlega með ásakanir sínar. Hafa orðið sviptingar í kringum málið og mun konan hafa látið af þeim störfum sem hún gegndi, þegar á ósköpunum á að hafa staðið. Þá birtist Kári Stefánsson á sviðinu. Hann kveðst þekkja til konunnar og segir að hver sá maður sem abbist upp á hana sé bjáni. Konan sé margverðlaunaður glímukappi og beri mönnum því ekki að abbast upp á hana. Hrópað er húrra fyrir Kára og hann er talinn hafa reynst konunni vel!! Líklega reyndist hann sakaða manninum verr en henni. Fyrir liggur að Kári Stefánsson veit ekkert um sannleiksgildi ásakana konunnar. Maðurinn, sem fyrir ásökunum varð, hefur sent frá sér hófstillt og málefnalegt svar. Niðurstaðan er sú að hvorki Kári Stefánsson né nokkur annar utanaðkomandi maður veit neitt um þetta. Afskipti hans og staðhæfingar um málið eru fyrir neðan allt velsæmi. Svo mikið er víst að Kári eykur ekki hróður sinn sem vísindamaður með framgöngu sinni. Hann hefur að vísu fengið nokkur húrrahróp frá klappliði sem skeytir hvorki um skömm né heiður. Kannski hann sé að sækjast eftir því? Þetta mál er einfalt í meðförum. Meðan ekki sannast sannleiksgildi svona ásakana verðum við að leggja til grundvallar hinn sakaði maður sé saklaus. Jafnvel þó að vísindamaðurinn Kári Stefánsson lýsi opinberlega yfir því að konan sé glímukappi og þess vegna beri að trúa henni!!Jón Steinar Gunnlaugsson er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er stundum kostulegt að fylgjast með umræðum á Íslandi um málefni sem spretta fram í dagsljósið. Núna fengum við fréttir af því að kona nokkur, sem starfaði við rannsóknir á vegum Háskóla Íslands, hefði sakað fyrrverandi samverkamann sinn um áreitni af kynferðislegum toga. Þetta mun eiga að hafa átt sér stað fyrir nokkrum misserum. Atvik munu hafa verið athuguð af einhverri siðanefndinni sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri fótur fyrir ásökunum konunnar, m.a. eftir að hafa kannað vitnisburði samstarfsmanna. Nú er eins og konan hafi talið sig fá tilefni til að taka málið upp á ný. Birtist hún þá opinberlega með ásakanir sínar. Hafa orðið sviptingar í kringum málið og mun konan hafa látið af þeim störfum sem hún gegndi, þegar á ósköpunum á að hafa staðið. Þá birtist Kári Stefánsson á sviðinu. Hann kveðst þekkja til konunnar og segir að hver sá maður sem abbist upp á hana sé bjáni. Konan sé margverðlaunaður glímukappi og beri mönnum því ekki að abbast upp á hana. Hrópað er húrra fyrir Kára og hann er talinn hafa reynst konunni vel!! Líklega reyndist hann sakaða manninum verr en henni. Fyrir liggur að Kári Stefánsson veit ekkert um sannleiksgildi ásakana konunnar. Maðurinn, sem fyrir ásökunum varð, hefur sent frá sér hófstillt og málefnalegt svar. Niðurstaðan er sú að hvorki Kári Stefánsson né nokkur annar utanaðkomandi maður veit neitt um þetta. Afskipti hans og staðhæfingar um málið eru fyrir neðan allt velsæmi. Svo mikið er víst að Kári eykur ekki hróður sinn sem vísindamaður með framgöngu sinni. Hann hefur að vísu fengið nokkur húrrahróp frá klappliði sem skeytir hvorki um skömm né heiður. Kannski hann sé að sækjast eftir því? Þetta mál er einfalt í meðförum. Meðan ekki sannast sannleiksgildi svona ásakana verðum við að leggja til grundvallar hinn sakaði maður sé saklaus. Jafnvel þó að vísindamaðurinn Kári Stefánsson lýsi opinberlega yfir því að konan sé glímukappi og þess vegna beri að trúa henni!!Jón Steinar Gunnlaugsson er lögmaður
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar