Svekktastur að hafa misst af þyrluferðinni á spítalann Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. desember 2018 23:45 Sigurður Sólmundarson, af mörgum þekktur sem Costco-gaurinn, lætur fara vel um sig á sjúkrahúsinu á Selfossi um jólin en hann er brotinn á báðum fótum, auk þess að vera olbogabrotinn, úlnliðsbrotinn og með skaddaða lifur. Ástæða þessa er að Sigurður lenti nýlega í alvarlegu umferðarslysi. Sigurður sem er húmoristi segist sakna mest þyrluflugsins á Borgarspítalann en þá var hann meðvitundarlaus. Áreksturinn sem var mjög harður varð síðdegis miðvikudaginn 12. desember á Stokkseyrarafleggjaranum en Sigurður sem er iðnaðarmaður var að skutla vinnufélaga sínum heim og á leið aftur á Selfoss þar sem hann býr. Sigurður fékk aðsvif og lenti á bíl sem var að koma úr gagnstæðri átt. Ökumaður þess bíls sem var einn í bílnum slasaðist lítið en Sigurður slasaðist mikið enda var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til að flytja hann á Borgarspítalann. Sigurður var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi rétt fyrir jól þar sem hann lætur fara vel um sig. „Ég hélt meðvitund alveg þangað til þeir voru farnir að klippa í kringum lappirnar á mér, þá man ég ekki meira, sem er mjög mikill skellur því ég missti alveg af þyrluferðinni. Mér finnst það mjög, mjög leiðinlegt. Ég hef lent í svona slysi áður og fékk ekki að fara í þyrlu þá en nú fékk ég að fara í þyrlu en man ekkert eftir því,“ segir Sigurður sposkur á svip.Sigurður missti af þyrlufluginu til Reykjavíkur enda meðvitundarlaus á meðan flugið fór fram.Brunavarnir Árnessýslu.Sigurður slasaðist mikið „Lærleggurinn á vinstri fæti kurlast að hluta og svo er ökklinn á hægri fæti mölbrotinn og er allur skrúfaður saman. Olboginn brotnaði og úlnliðurinn á sömu hendi og svo fékk ég einhverja kúlu á lifrina.“ Sigurður segist vera heppinn að vera á lífi og skilur í rauninni ekkert í því miðað við hvað slysið var alvarlegt. Hann getur notað hjólastól en fær ekki að fara heim strax af sjúkrahúsinu. Hann er mjög jákvæður þrátt fyrir alvarleika slyssins. „Það er náttúrulega ekkert annað í boði en að taka þessu með bros á vör, sérstaklega þegar maður skynjar viðbrögð fólksins manns. Þessi stuðningur sem maður fær frá vinum og samfélaginu er svo svakalega sterkur að manni finnst maður ekki geta annað en sýnt þessu fólki virðingu og berjast, það er bara þannig,“ segir Sigurður.Sigurður lætur fara vel um sig á sjúkrahúsinu á Selfossi yfir jólahátíðina enda ekki annað að gera í stöðunni.Magnús Hlynur Árborg Jól Samgönguslys Tengdar fréttir Costco-gaurinn brotinn á báðum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður Jólaundirbúningurinn í klessu hjá Sigurði Sólmundarsyni eftir árekstur. 13. desember 2018 16:53 Costco-gaurnum þykir jólagjöf Costco heldur nánasarleg Er að spá í að breyta og kalla sig Bláa lóns-gaurinn. 20. desember 2018 13:43 Hjúkrunarfræðingahnappur vekur athygli Costco-gaursins Mynd við hnappinn svipar til umdeildrar myndar í barnabók Birgittu. 19. desember 2018 10:18 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Sigurður Sólmundarson, af mörgum þekktur sem Costco-gaurinn, lætur fara vel um sig á sjúkrahúsinu á Selfossi um jólin en hann er brotinn á báðum fótum, auk þess að vera olbogabrotinn, úlnliðsbrotinn og með skaddaða lifur. Ástæða þessa er að Sigurður lenti nýlega í alvarlegu umferðarslysi. Sigurður sem er húmoristi segist sakna mest þyrluflugsins á Borgarspítalann en þá var hann meðvitundarlaus. Áreksturinn sem var mjög harður varð síðdegis miðvikudaginn 12. desember á Stokkseyrarafleggjaranum en Sigurður sem er iðnaðarmaður var að skutla vinnufélaga sínum heim og á leið aftur á Selfoss þar sem hann býr. Sigurður fékk aðsvif og lenti á bíl sem var að koma úr gagnstæðri átt. Ökumaður þess bíls sem var einn í bílnum slasaðist lítið en Sigurður slasaðist mikið enda var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til að flytja hann á Borgarspítalann. Sigurður var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi rétt fyrir jól þar sem hann lætur fara vel um sig. „Ég hélt meðvitund alveg þangað til þeir voru farnir að klippa í kringum lappirnar á mér, þá man ég ekki meira, sem er mjög mikill skellur því ég missti alveg af þyrluferðinni. Mér finnst það mjög, mjög leiðinlegt. Ég hef lent í svona slysi áður og fékk ekki að fara í þyrlu þá en nú fékk ég að fara í þyrlu en man ekkert eftir því,“ segir Sigurður sposkur á svip.Sigurður missti af þyrlufluginu til Reykjavíkur enda meðvitundarlaus á meðan flugið fór fram.Brunavarnir Árnessýslu.Sigurður slasaðist mikið „Lærleggurinn á vinstri fæti kurlast að hluta og svo er ökklinn á hægri fæti mölbrotinn og er allur skrúfaður saman. Olboginn brotnaði og úlnliðurinn á sömu hendi og svo fékk ég einhverja kúlu á lifrina.“ Sigurður segist vera heppinn að vera á lífi og skilur í rauninni ekkert í því miðað við hvað slysið var alvarlegt. Hann getur notað hjólastól en fær ekki að fara heim strax af sjúkrahúsinu. Hann er mjög jákvæður þrátt fyrir alvarleika slyssins. „Það er náttúrulega ekkert annað í boði en að taka þessu með bros á vör, sérstaklega þegar maður skynjar viðbrögð fólksins manns. Þessi stuðningur sem maður fær frá vinum og samfélaginu er svo svakalega sterkur að manni finnst maður ekki geta annað en sýnt þessu fólki virðingu og berjast, það er bara þannig,“ segir Sigurður.Sigurður lætur fara vel um sig á sjúkrahúsinu á Selfossi yfir jólahátíðina enda ekki annað að gera í stöðunni.Magnús Hlynur
Árborg Jól Samgönguslys Tengdar fréttir Costco-gaurinn brotinn á báðum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður Jólaundirbúningurinn í klessu hjá Sigurði Sólmundarsyni eftir árekstur. 13. desember 2018 16:53 Costco-gaurnum þykir jólagjöf Costco heldur nánasarleg Er að spá í að breyta og kalla sig Bláa lóns-gaurinn. 20. desember 2018 13:43 Hjúkrunarfræðingahnappur vekur athygli Costco-gaursins Mynd við hnappinn svipar til umdeildrar myndar í barnabók Birgittu. 19. desember 2018 10:18 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Costco-gaurinn brotinn á báðum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður Jólaundirbúningurinn í klessu hjá Sigurði Sólmundarsyni eftir árekstur. 13. desember 2018 16:53
Costco-gaurnum þykir jólagjöf Costco heldur nánasarleg Er að spá í að breyta og kalla sig Bláa lóns-gaurinn. 20. desember 2018 13:43
Hjúkrunarfræðingahnappur vekur athygli Costco-gaursins Mynd við hnappinn svipar til umdeildrar myndar í barnabók Birgittu. 19. desember 2018 10:18