Charles Leno yngri er 27 ára gamall og hefur spilað alla tíð með Chicago Bears liðinu eða frá því að hann kom inn í deildina 2014. Það hefur gengið upp og ofan hjá liðinu í hans tíð og Chicago Bears hafði aldrei komist í úrslitakeppnina fyrr en í gær.
Charles Leno og félagar í Chicago Bears unnu 24-17 sigur á nágrönnum sínum í Green Bay Packers og tryggðu sér með því sæti í úrslitakeppninni þegar tveir leikir eru eftir.
Strax eftir leikinn náði Charles Leno yngri í trúlofunarhring, kallaði kærustu sína út á völl og bað hennar. Jennifer sagði sjá og gerði frábæran dag enn betri hjá Charles. Það má sjá þessa uppákomu hér fyrir neðan.
SHE SAID YES!
Congrats to @charleslenojr72 & @jennifermroth_! pic.twitter.com/muMxduITIW
— Chicago Bears (@ChicagoBears) December 16, 2018
Bandarískir miðlar voru duglegir að segja frá uppátæki Charles Leno yngri og nú velta fleiri því fyrir sér hvort að hann fái annan hring í febrúar, það er meistarahring eftir sigur í Super Bowl.