Ný menntastefna í Reykjavík Skúli Helgason skrifar 6. desember 2018 07:00 Borgarstjórn hefur samþykkt nýja menntastefnu Reykjavíkur til 2030. Hún varð til í samstarfi þúsunda einstaklinga meðal annars barna, foreldra, kennara, skólastjórnenda, fulltrúa fagfélaga og háskólasamfélagsins. Menntastefnan snýst um valdeflingu barna og ungmenna í skóla- og frístundastarfinu og aukna fagmennsku og samstarf starfsfólks. Yfirskrift stefnunnar: Látum draumana rætast er háfleyg og kannski dálítið væmin fyrir miðaldra karla eins og mig en hún setur markið hátt: að ýta undir frumkvæði, frumleika og skapandi hugsun barna, jafna aðgengi barna að fjölbreyttu námsframboði og skapa kennurum og starfsfólki aukið svigrúm til að gera þær breytingar á starfseminni sem nýta enn betur styrkleika barna, hæfni þeirra og áhuga. Það var sameiginleg niðurstaða að efla einkum fimm hæfniþætti meðal barna og ungmenna. Þeir eru: félagsfærni með sterka vísan til lýðræðis, mannréttinda og virðingar; sjálfsefling með áherslu á sterka sjálfsmynd, sjálfsaga og sjálfstæða hugsun; læsi sem grundvallast á þekkingu og skilningi; sköpun þar sem frumleiki, frumkvæði og gagnrýnin hugsun er í forgrunni og loks heilbrigði þar sem markmið er að börn tileinki sér heilbrigðan lífsstíl. Of oft hefur skort úthald til að fylgja eftir samþykktri stefnu og innleiðingin hefur orðið í skötulíki. Því leggjum við mikla áherslu á að stefnunni fylgir fjármagn til að hefja kröftuga innleiðingu strax og tíu almennar aðgerðir sem treysta grundvöll stefnunnar. Þær felast meðal annars í auknu vægi list- og verknáms, náttúruvísinda, útináms og sköpunar; einföldun stoðkerfis fyrir börn með fjölþættan vanda; fjölgun fagfólks með ríkum tækifærum til starfsþróunar og frekari umbótum á aðstöðu til skóla- og frístundastarfs. 200 milljónum verður árlega varið í þróunarstarf í fyrsta áfanga innleiðingar með áherslu á skólaþróun og Nýsköpunarmiðja menntamála mun aðstoða skóla við innleiðinguna í samræmi við áherslur þeirra, mannauð og forgangsröðun. Ný menntastefna Reykjavíkur er stefna beint úr grasrótinni sem lýsir miklum metnaði skólasamfélagsins í borginni fyrir hönd kynslóðanna sem eru að vaxa úr grasi.Höfundur er formaður skóla- og frístundaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skóla - og menntamál Skúli Helgason Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Borgarstjórn hefur samþykkt nýja menntastefnu Reykjavíkur til 2030. Hún varð til í samstarfi þúsunda einstaklinga meðal annars barna, foreldra, kennara, skólastjórnenda, fulltrúa fagfélaga og háskólasamfélagsins. Menntastefnan snýst um valdeflingu barna og ungmenna í skóla- og frístundastarfinu og aukna fagmennsku og samstarf starfsfólks. Yfirskrift stefnunnar: Látum draumana rætast er háfleyg og kannski dálítið væmin fyrir miðaldra karla eins og mig en hún setur markið hátt: að ýta undir frumkvæði, frumleika og skapandi hugsun barna, jafna aðgengi barna að fjölbreyttu námsframboði og skapa kennurum og starfsfólki aukið svigrúm til að gera þær breytingar á starfseminni sem nýta enn betur styrkleika barna, hæfni þeirra og áhuga. Það var sameiginleg niðurstaða að efla einkum fimm hæfniþætti meðal barna og ungmenna. Þeir eru: félagsfærni með sterka vísan til lýðræðis, mannréttinda og virðingar; sjálfsefling með áherslu á sterka sjálfsmynd, sjálfsaga og sjálfstæða hugsun; læsi sem grundvallast á þekkingu og skilningi; sköpun þar sem frumleiki, frumkvæði og gagnrýnin hugsun er í forgrunni og loks heilbrigði þar sem markmið er að börn tileinki sér heilbrigðan lífsstíl. Of oft hefur skort úthald til að fylgja eftir samþykktri stefnu og innleiðingin hefur orðið í skötulíki. Því leggjum við mikla áherslu á að stefnunni fylgir fjármagn til að hefja kröftuga innleiðingu strax og tíu almennar aðgerðir sem treysta grundvöll stefnunnar. Þær felast meðal annars í auknu vægi list- og verknáms, náttúruvísinda, útináms og sköpunar; einföldun stoðkerfis fyrir börn með fjölþættan vanda; fjölgun fagfólks með ríkum tækifærum til starfsþróunar og frekari umbótum á aðstöðu til skóla- og frístundastarfs. 200 milljónum verður árlega varið í þróunarstarf í fyrsta áfanga innleiðingar með áherslu á skólaþróun og Nýsköpunarmiðja menntamála mun aðstoða skóla við innleiðinguna í samræmi við áherslur þeirra, mannauð og forgangsröðun. Ný menntastefna Reykjavíkur er stefna beint úr grasrótinni sem lýsir miklum metnaði skólasamfélagsins í borginni fyrir hönd kynslóðanna sem eru að vaxa úr grasi.Höfundur er formaður skóla- og frístundaráðs
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar