Hægri, vinstri, snú Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 24. nóvember 2018 07:30 Athyglisvert samtal fór fram í breskum spjallþætti á dögunum. Þáttastjórnandinn, Jeremy Vine – þekktur fyrir að fara allra sinna ferða á reiðhjóli – ræddi hjólreiðar við vel valda gesti. Ein þeirra fullyrti að hjólreiðamenn væru plássfrekir á götunum, og þyrftu að taka tillit til þeirra sem nota aðra fararskjóta. Einkum bílstjóra. Annar sagði ótrúlegt að ökumenn kvörtuðu yfir hjólreiðafólki. Staðreyndin væri sú að í Bretlandi létust þúsundir árlega í umferðarslysum, þar ríkti offitufaraldur og sannað væri að þeir sem færu allra sinna ferða í bílum glímdu frekar við þunglyndi en þeir sem nota aðra fararskjóta. Nær væri að verðlauna hjólreiðamenn en úthrópa þá. Þetta er laukrétt. Fyrir liggur að einkabíllinn er sennilega stærsta vandamálið í borgarskipulagi nútímans. Staðreynd er að einkabíllinn mengar ekki bara, heldur ýtir undir lífsstíl sem einkennist af hreyfingarleysi, ofáti og inniveru. Bíllinn er auðvitað góður og þægilegur fararskjóti svo langt sem það nær, en sem grunnstoð samgöngukerfis í nútímaborg er hann beinlínis skaðlegur. Þetta ætti að blasa við öllum sem kynna sér málið. Það vill gleymast í umræðu um uppbyggingu svokallaðrar borgarlínu hvað það kostar að halda áfram að byggja upp samgöngukerfi, sem einblínir á einkabílinn. Hversu mikið af verðmætu landi fer undir bílastæði til að mæta fólksfjölgun? Hvaða nauðsynlegu vegaframkvæmdir og úrbætur þarf að ráðast í til að mæta stórauknum bílafjölda? Í Reykjavík virðast sumir hægri sinnaðir pólitíkusar líta á það sem sérstakt hlutverk sitt að standa vörð um einkabílinn og raunar flugvöll í miðju borgarlandinu líka. Ekki er gott að sjá hvernig þetta fólk hefur fundið það út að þetta sé sérstök hægri- eða frjálslyndisstefna. Í erlendum stórborgum hafa tveir af hægrisinnuðustu meginstraumsstjórnmálamönnum samtímans átt þátt í að byggja upp nýtt samgöngukerfi. Michael Bloomberg í New York hefur leitt stóraukna áherslu á hjólreiðar. Og Boris Johnson í London lagði „hraðbrautir“ fyrir hjólreiðafólk. Hann gekk skrefinu lengra með því að hækka verulega vegatolla á ökumenn sem villast inn í miðborgina á einkabílnum. Sumir hérlendir hægrimenn virðast hafa gleymt því að kjarni hægristefnunnar er að fólk á að hafa frelsi til athafna svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Einkabíllinn er þeirrar gerðar að hann skemmir út frá sér og hefur ýmis óæskileg áhrif. Því er óskiljanlegt að sumir stjórnmálamenn telji það sérstaka köllun sína að hygla einkabílnum umfram aðra samgöngumáta sem ekki eru jafn skaðlegir. Stjórnmálamenn þurfa að hafa hugrekki til að leggja fram hugmyndir og fylgja þeim eftir, en stökkva ekki endalaust eftir kreddum í baklandinu. Einkabíllinn er ekki framtíðarferðamáti í nútímaborg. Alveg sama hversu oft frekir kallar af báðum kynjum tönnlast á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Athyglisvert samtal fór fram í breskum spjallþætti á dögunum. Þáttastjórnandinn, Jeremy Vine – þekktur fyrir að fara allra sinna ferða á reiðhjóli – ræddi hjólreiðar við vel valda gesti. Ein þeirra fullyrti að hjólreiðamenn væru plássfrekir á götunum, og þyrftu að taka tillit til þeirra sem nota aðra fararskjóta. Einkum bílstjóra. Annar sagði ótrúlegt að ökumenn kvörtuðu yfir hjólreiðafólki. Staðreyndin væri sú að í Bretlandi létust þúsundir árlega í umferðarslysum, þar ríkti offitufaraldur og sannað væri að þeir sem færu allra sinna ferða í bílum glímdu frekar við þunglyndi en þeir sem nota aðra fararskjóta. Nær væri að verðlauna hjólreiðamenn en úthrópa þá. Þetta er laukrétt. Fyrir liggur að einkabíllinn er sennilega stærsta vandamálið í borgarskipulagi nútímans. Staðreynd er að einkabíllinn mengar ekki bara, heldur ýtir undir lífsstíl sem einkennist af hreyfingarleysi, ofáti og inniveru. Bíllinn er auðvitað góður og þægilegur fararskjóti svo langt sem það nær, en sem grunnstoð samgöngukerfis í nútímaborg er hann beinlínis skaðlegur. Þetta ætti að blasa við öllum sem kynna sér málið. Það vill gleymast í umræðu um uppbyggingu svokallaðrar borgarlínu hvað það kostar að halda áfram að byggja upp samgöngukerfi, sem einblínir á einkabílinn. Hversu mikið af verðmætu landi fer undir bílastæði til að mæta fólksfjölgun? Hvaða nauðsynlegu vegaframkvæmdir og úrbætur þarf að ráðast í til að mæta stórauknum bílafjölda? Í Reykjavík virðast sumir hægri sinnaðir pólitíkusar líta á það sem sérstakt hlutverk sitt að standa vörð um einkabílinn og raunar flugvöll í miðju borgarlandinu líka. Ekki er gott að sjá hvernig þetta fólk hefur fundið það út að þetta sé sérstök hægri- eða frjálslyndisstefna. Í erlendum stórborgum hafa tveir af hægrisinnuðustu meginstraumsstjórnmálamönnum samtímans átt þátt í að byggja upp nýtt samgöngukerfi. Michael Bloomberg í New York hefur leitt stóraukna áherslu á hjólreiðar. Og Boris Johnson í London lagði „hraðbrautir“ fyrir hjólreiðafólk. Hann gekk skrefinu lengra með því að hækka verulega vegatolla á ökumenn sem villast inn í miðborgina á einkabílnum. Sumir hérlendir hægrimenn virðast hafa gleymt því að kjarni hægristefnunnar er að fólk á að hafa frelsi til athafna svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Einkabíllinn er þeirrar gerðar að hann skemmir út frá sér og hefur ýmis óæskileg áhrif. Því er óskiljanlegt að sumir stjórnmálamenn telji það sérstaka köllun sína að hygla einkabílnum umfram aðra samgöngumáta sem ekki eru jafn skaðlegir. Stjórnmálamenn þurfa að hafa hugrekki til að leggja fram hugmyndir og fylgja þeim eftir, en stökkva ekki endalaust eftir kreddum í baklandinu. Einkabíllinn er ekki framtíðarferðamáti í nútímaborg. Alveg sama hversu oft frekir kallar af báðum kynjum tönnlast á því.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar