Allt í plasti Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 2. nóvember 2018 07:00 Plastumbúðirnar utan af Ömmupitsunni sem ég borðaði í sveitinni einn laugardag í bernsku minni gætu á þessari stundu verið syndandi um heimsins höf sem plastþræðir í sjávarlífverum. Þær gætu líka hreinlega legið í einhverri fjörunni eða verið búnar að leysast upp í litlar plastagnir, svokallað örplast, og flotið í sjónum sem slíkar. Plast getur haft ótvíræða kosti en of mikil notkun þess snýst upp í andhverfu sína. Plast er í ofanálag í stórum stíl einnota – hent eftir eina notkun. Þetta eru plastbollar sem drukkið var úr í fimm mínútur, matarumbúðir sem enduðu beint í ruslinu, plastpokar sem fóru í eina búðarferð. Nokkurra mínútna neysla þýðir plastúrgang sem gæti enn verið til eftir 100 ár og raunar miklu lengur. Til að framleiða allt þetta plast þarf olíu og plastið sjálft getur síðan verið skaðlegt fyrir lífríki Jarðar. Plastmálin eru eitt af forgangsmálum mínum sem umhverfis- og auðlindaráðherra. Í sumar skipaði ég starfshóp sem falið var að vinna tillögu að plastaðgerðaáætlun og í honum voru fulltrúar atvinnulífs, sveitarfélaga, félagasamtaka, opinberra stofnana, Alþingis, ráðuneyta og fleiri. Hópurinn skilaði tillögum sínum í gær, alls 18 talsins. Um er að ræða blöndu af hagrænum hvötum, banni, fræðslu og nýsköpun. Tillögurnar eru fjölbreyttar og fagna ég þeim. Meðal þess sem lagt er til er bann bæði við burðarplastpokum í verslunum og ákveðnum tegundum af einnota plasti, s.s. plastdiskum og plasthnífapörum, þar sem til eru aðrar vistvænni lausnir. Einnig sem dæmi að ráðist verði í markvissa vitundarvakningu um ofnotkun á plasti, leidd verði í lög skylda rekstraraðila og sveitarfélaga til að flokka úrgang og stutt verði við nýjar lausnir sem komið geti í stað plasts. Tillögurnar fara nú í opið samráð og geta öll þau sem vilja gert athugasemdir við þær í Samráðsgátt stjórnvalda á netinu. Ef fram heldur sem horfir verður árið 2050 meira plast í hafinu en fiskar. Þessu verðum við að breyta og þora að taka stór skref. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Plastumbúðirnar utan af Ömmupitsunni sem ég borðaði í sveitinni einn laugardag í bernsku minni gætu á þessari stundu verið syndandi um heimsins höf sem plastþræðir í sjávarlífverum. Þær gætu líka hreinlega legið í einhverri fjörunni eða verið búnar að leysast upp í litlar plastagnir, svokallað örplast, og flotið í sjónum sem slíkar. Plast getur haft ótvíræða kosti en of mikil notkun þess snýst upp í andhverfu sína. Plast er í ofanálag í stórum stíl einnota – hent eftir eina notkun. Þetta eru plastbollar sem drukkið var úr í fimm mínútur, matarumbúðir sem enduðu beint í ruslinu, plastpokar sem fóru í eina búðarferð. Nokkurra mínútna neysla þýðir plastúrgang sem gæti enn verið til eftir 100 ár og raunar miklu lengur. Til að framleiða allt þetta plast þarf olíu og plastið sjálft getur síðan verið skaðlegt fyrir lífríki Jarðar. Plastmálin eru eitt af forgangsmálum mínum sem umhverfis- og auðlindaráðherra. Í sumar skipaði ég starfshóp sem falið var að vinna tillögu að plastaðgerðaáætlun og í honum voru fulltrúar atvinnulífs, sveitarfélaga, félagasamtaka, opinberra stofnana, Alþingis, ráðuneyta og fleiri. Hópurinn skilaði tillögum sínum í gær, alls 18 talsins. Um er að ræða blöndu af hagrænum hvötum, banni, fræðslu og nýsköpun. Tillögurnar eru fjölbreyttar og fagna ég þeim. Meðal þess sem lagt er til er bann bæði við burðarplastpokum í verslunum og ákveðnum tegundum af einnota plasti, s.s. plastdiskum og plasthnífapörum, þar sem til eru aðrar vistvænni lausnir. Einnig sem dæmi að ráðist verði í markvissa vitundarvakningu um ofnotkun á plasti, leidd verði í lög skylda rekstraraðila og sveitarfélaga til að flokka úrgang og stutt verði við nýjar lausnir sem komið geti í stað plasts. Tillögurnar fara nú í opið samráð og geta öll þau sem vilja gert athugasemdir við þær í Samráðsgátt stjórnvalda á netinu. Ef fram heldur sem horfir verður árið 2050 meira plast í hafinu en fiskar. Þessu verðum við að breyta og þora að taka stór skref.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun