Milljón og einn Guðmundur Steingrímsson skrifar 22. október 2018 09:00 Þegar ég velti fyrir mér eilífðarspurningunni um tilgang lífsins kemur Lína Langsokkur iðulega upp í hugann. Teiknimyndirnar um Línu voru órjúfanlegur hluti af heimilislífinu þegar börnin mín voru yngri. Þá hljómaði á hverjum degi upphafslagið, þar sem Lína syngur þessar hendingar í belg og biðu: Hvað á að gera næst? Hvað geri ég næst? Lína er vægast sagt óþreyjufull og orkumikil stelpa. Spurningaflaumur hennar varðandi næstu verkefni í lífinu urðu mér smám saman undirstaða að svari, sem hefur nægt mér ágætlega, um tilgang lífsins. Tilgangur lífsins er að gera það sem mann langar til að gera næst. Það skiptir engu máli hversu smátt eða lítilfjörlegt það er sem mann langar að gera, maður verður alltaf að lifa til þess að gera það. Ef mann langar að standa upp og fá sér hnetur úr skálinni á borðstofuborðinu, verður maður að vera lifandi. Maður fær sér ekki hnetur dauður. Tilgangur lífsins er þar með, á þeirri stundu, að standa upp og fá sér hnetur.Camus og Lína Svona speki á sér stoð í skrifum franskra tilvistarheimspekinga eins og Albert Camus og Jean Paul Sartre. Lína Langsokkur tilheyrir óhikað þeim skóla. Tilgangur lífsins er ekki eitthvað utanaðkomandi eins og forskrift Guðs eða Múhameðs. Hann er ekki hogginn í stein. Hann er ekki regluverk eða skylduboð. Hann er ekki svar sem geimfarið Voyager 32 mun finna á fjarlægri plánetu árið 2167. Tilgangurinn er þvert á móti manns eigin. Hann vex í brjósti manns. Hann er hugdetta. Tilgangurinn liggur í umhverfinu, í ævintýrunum sem mann langar að upplifa, markmiðum sem maður vill ná eða í hversdagslegri iðju sem gleður. Tilgangurinn er í smáu sem stóru. Ef mig langar að gutla á gítarinn minn verð ég að lifa. Líka til að berjast gegn fátækt. Ef mig langar í sund verð ég að lifa. Ef mig langar í kaffi, ef mig langar að ganga á Keili, ef mig langar að sjá börnin mín vaxa úr grasi, ef mig langar að vera heima þegar konan mín kemur regnvot og veðurbarin heim úr leiðsögumennsku á fjöllum, þá verð ég að vera lifandi. Ég geri ekkert af þessu dauður.Að efla lífsviljann Camus vildi meina að á hverjum morgni ætti fólk að spyrja sjálft sig af hverju það ætti ekki að svipta sig lífi þann daginn. Þetta er þung pæling. Ég upplifi þessa spurningu sem dramatíska útgáfu af Línu Langsokk. Ef mann langar að gera eitthvað næst, þá verður maður að vera á lífi. Ef mann langar í göngutúr meðfram sjónum er ekki hægt að gera það öðruvísi en lifandi. Camus var væntanlega að fiska eftir þessu. Á hverjum morgni býðst manni að fara yfir kringumstæður sínar í huganum og hugsa um það sem mann langar að upplifa, smátt og stórt, og efla með þeirri hugsanaæfingu lífsviljann. Mér finnst þetta kraftmikil speki. Fjölmargt í lífinu virkar á gagnstæðan hátt og er frekar til þess fallið að draga úr manni lífsviljann. Maður fer til dæmis ekki fram úr rúminu út af því að maður er svo spenntur að lesa nýjustu færslur á samfélagsmiðlum í rifrildi kynjanna eða vegna þess að mann langar svo inn á tekjur.is. Smám saman lærir maður að greina kjarnann frá hisminu. Að njóta daganna. Krónan fellur og það er röð haustlægða. Þá er upplagt að fara í leikhús.Allt sem er frábært Sjálfsvíg eru eitthvað það skelfilegasta samfélagsmein sem hægt er að hugsa sér. Umræðan um sjálfsvíg gýs upp öðru hvoru og alltaf virðist manni úrræðaleysið vera svo yfirgripsmikið. Mann langar til að samfélagið komi einhver veginn í veg fyrir sjálfsvíg. Maður óskar þess að fólki í svartasta myrkri sínu sé leitt einhvern veginn fyrir sjónir að lífið er fullt af dásamlegum hlutum — jafnvel lítilfjörlegum, undursamlegum hlutum — þótt þeir séu ekki sýnilegir í svipinn. Líklega er fátt erfiðara. Það verður samt að reyna. Um helgina fór ég á leikrit í Borgarleikhúsinu sem heitir Allt sem er frábært. Leikritið er á meðal þess sem er frábært. Valur Freyr Einarsson er fullkominn í hlutverkinu. Persóna hans gerir lista yfir allt sem er frábært í lífinu, til að reyna að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Mér finnst að skólayfirvöld ættu að bjóða öllum unglingum á þetta leikrit. Alltaf. Eftir leikritið heldur maður ósjálfrátt áfram að bæta á listann. Kraftur hins smáa eflist. Hjá mér er milljón og einn þetta: Að hlæja í huganum að brandaranum sem sonur minn sagði mér upp úr Andrésblaði. Hefurðu heyrt um lesblinda heimspekinginn sem var að velta fyrir sér tilgangi fílsins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég velti fyrir mér eilífðarspurningunni um tilgang lífsins kemur Lína Langsokkur iðulega upp í hugann. Teiknimyndirnar um Línu voru órjúfanlegur hluti af heimilislífinu þegar börnin mín voru yngri. Þá hljómaði á hverjum degi upphafslagið, þar sem Lína syngur þessar hendingar í belg og biðu: Hvað á að gera næst? Hvað geri ég næst? Lína er vægast sagt óþreyjufull og orkumikil stelpa. Spurningaflaumur hennar varðandi næstu verkefni í lífinu urðu mér smám saman undirstaða að svari, sem hefur nægt mér ágætlega, um tilgang lífsins. Tilgangur lífsins er að gera það sem mann langar til að gera næst. Það skiptir engu máli hversu smátt eða lítilfjörlegt það er sem mann langar að gera, maður verður alltaf að lifa til þess að gera það. Ef mann langar að standa upp og fá sér hnetur úr skálinni á borðstofuborðinu, verður maður að vera lifandi. Maður fær sér ekki hnetur dauður. Tilgangur lífsins er þar með, á þeirri stundu, að standa upp og fá sér hnetur.Camus og Lína Svona speki á sér stoð í skrifum franskra tilvistarheimspekinga eins og Albert Camus og Jean Paul Sartre. Lína Langsokkur tilheyrir óhikað þeim skóla. Tilgangur lífsins er ekki eitthvað utanaðkomandi eins og forskrift Guðs eða Múhameðs. Hann er ekki hogginn í stein. Hann er ekki regluverk eða skylduboð. Hann er ekki svar sem geimfarið Voyager 32 mun finna á fjarlægri plánetu árið 2167. Tilgangurinn er þvert á móti manns eigin. Hann vex í brjósti manns. Hann er hugdetta. Tilgangurinn liggur í umhverfinu, í ævintýrunum sem mann langar að upplifa, markmiðum sem maður vill ná eða í hversdagslegri iðju sem gleður. Tilgangurinn er í smáu sem stóru. Ef mig langar að gutla á gítarinn minn verð ég að lifa. Líka til að berjast gegn fátækt. Ef mig langar í sund verð ég að lifa. Ef mig langar í kaffi, ef mig langar að ganga á Keili, ef mig langar að sjá börnin mín vaxa úr grasi, ef mig langar að vera heima þegar konan mín kemur regnvot og veðurbarin heim úr leiðsögumennsku á fjöllum, þá verð ég að vera lifandi. Ég geri ekkert af þessu dauður.Að efla lífsviljann Camus vildi meina að á hverjum morgni ætti fólk að spyrja sjálft sig af hverju það ætti ekki að svipta sig lífi þann daginn. Þetta er þung pæling. Ég upplifi þessa spurningu sem dramatíska útgáfu af Línu Langsokk. Ef mann langar að gera eitthvað næst, þá verður maður að vera á lífi. Ef mann langar í göngutúr meðfram sjónum er ekki hægt að gera það öðruvísi en lifandi. Camus var væntanlega að fiska eftir þessu. Á hverjum morgni býðst manni að fara yfir kringumstæður sínar í huganum og hugsa um það sem mann langar að upplifa, smátt og stórt, og efla með þeirri hugsanaæfingu lífsviljann. Mér finnst þetta kraftmikil speki. Fjölmargt í lífinu virkar á gagnstæðan hátt og er frekar til þess fallið að draga úr manni lífsviljann. Maður fer til dæmis ekki fram úr rúminu út af því að maður er svo spenntur að lesa nýjustu færslur á samfélagsmiðlum í rifrildi kynjanna eða vegna þess að mann langar svo inn á tekjur.is. Smám saman lærir maður að greina kjarnann frá hisminu. Að njóta daganna. Krónan fellur og það er röð haustlægða. Þá er upplagt að fara í leikhús.Allt sem er frábært Sjálfsvíg eru eitthvað það skelfilegasta samfélagsmein sem hægt er að hugsa sér. Umræðan um sjálfsvíg gýs upp öðru hvoru og alltaf virðist manni úrræðaleysið vera svo yfirgripsmikið. Mann langar til að samfélagið komi einhver veginn í veg fyrir sjálfsvíg. Maður óskar þess að fólki í svartasta myrkri sínu sé leitt einhvern veginn fyrir sjónir að lífið er fullt af dásamlegum hlutum — jafnvel lítilfjörlegum, undursamlegum hlutum — þótt þeir séu ekki sýnilegir í svipinn. Líklega er fátt erfiðara. Það verður samt að reyna. Um helgina fór ég á leikrit í Borgarleikhúsinu sem heitir Allt sem er frábært. Leikritið er á meðal þess sem er frábært. Valur Freyr Einarsson er fullkominn í hlutverkinu. Persóna hans gerir lista yfir allt sem er frábært í lífinu, til að reyna að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Mér finnst að skólayfirvöld ættu að bjóða öllum unglingum á þetta leikrit. Alltaf. Eftir leikritið heldur maður ósjálfrátt áfram að bæta á listann. Kraftur hins smáa eflist. Hjá mér er milljón og einn þetta: Að hlæja í huganum að brandaranum sem sonur minn sagði mér upp úr Andrésblaði. Hefurðu heyrt um lesblinda heimspekinginn sem var að velta fyrir sér tilgangi fílsins?
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun