Fjórir leikmenn Jacksonville Jaguars voru handteknir í London í aðdraganda leiks liðsins gegn Philadelphia. Þeir ætluðu sér að stinga af frá háum barreikningi.
Öryggisverðir stöðvuðu tröllin er þeir reyndu að lauma sér út án þess að borga en reikningurinn er sagður hafa verið nálægt 10 milljónum króna. Menn að leyfa sér hraustlega er tæpur sólarhringur var í leik.
Þarf líklega ekki að koma á óvart að Jacksonville tapaði svo leiknum. Þrír af fjórum spiluðu leikinn en þetta voru þeir Barry Church, Ronnie Harrison, Jarrod Wilson og DJ Hayden. Hayden var sá eini sem spilaði ekki enda meiddur.
Leikmennirnir voru teknir til yfirheyrslu og síðan sleppt. Forráðamenn Jacksonville segja að félagið muni taka á þessu máli.
Reyndu að yfirgefa barinn án þess að borga

Tengdar fréttir

Hrútasýningin í Hollywood heldur áfram að slá í gegn
Það er ekkert lát á góðu gengi LA Rams í NFL-deildinni en það er enn eina ósigraða liðið í deildinni. Lukkan var þó með þeim í liði í gær.