Óður til áhrifavalda Sif Sigmarsdóttir skrifar 13. október 2018 07:30 DVD-spilarinn minn eyðilagðist í síðustu viku. Ég keypti hann fyrir tólf árum í verslun sem nú er farin á hausinn. Tímarnir breytast og mennirnir með. En ekki ég. Það sem gerðist næst hefði átt heima á forsíðu Fréttablaðsins: „Kona fór út í búð og keypti DVD-spilara.“ Hver kaupir nýjan DVD-spilara þegar sá gamli gefur upp öndina árið 2018? Ásetningur minn er ekki að snúa við þróun mannsins: Netflix, Blu-ray, DVD, vídeótækið, ekkert sjónvarp á fimmtudögum, iðnbyltingin, upplýsingin, landbúnaðarbyltingin og BAMM: ég er safnari og veiðimaður sprangandi um á sléttum Afríku á Evuklæðunum. Neyðin kennir hins vegar naktri konu að spinna.Netflix og YouTube Sama dag og DVD-spilarinn minn gaf upp öndina voru kynntar á Skólamálaþingi Kennarasambands Íslands fyrstu niðurstöður viðamikillar rannsóknar fræðimanna við Háskóla Íslands á stöðu og framtíð íslenskunnar á tímum stafrænna samskipta og snjalltækja. Meðal þess sem rannsóknin leiddi í ljós er að enska í málumhverfi íslenskra barna er meiri og á fleiri sviðum en nokkru sinni fyrr og stór hluti 3-5 ára barna horfir á enskt efni á Netflix eða YouTube tvisvar í viku. Endasleppur eltingaleikur Ég bý á Englandi og á tvö börn. Í einfeldni minni hélt ég að það yrði leikur einn að kenna þeim íslensku. Í reglubundinni heimsókn til Íslands nýverið runnu hins vegar á mig tvær grímur. Mig vantaði barnapíu svo ég kveikti á sjónvarpinu. Börnin vildu horfa á teiknimyndaseríuna Gló magnaða sem sýnd er talsett í Sjónvarpinu. Ég fann hana á RÚV-vefnum og hugsaði mér gott til glóðarinnar: Tvær flugur í einu höggi; næði og íslenskukennsla. „Meira, meira,“ var hrópað úr stofunni þegar þættinum lauk í miðjum æsispennandi eltingaleik og á loforðinu: „Framhald í næsta þætti.“ En þegar kveikt var á næsta þætti bólaði ekkert á eltingaleiknum. Í ljós kom að þættirnir höfðu ekki verið sýndir í réttri röð í Sjónvarpinu og ég fann hvergi réttan þátt. Allt ætlaði um koll að keyra. Hvað var til bragðs að taka? Ég teygði mig í spjaldtölvuna, fór á netið og fann þar þáttinn sem börnin horfðu á alsæl – á ensku. Mörgum þykir þetta atvik eflaust lítilvægt. Dæmið fangar hins vegar viðhorfið sem mun ganga af íslenskunni dauðri. Dægurmenning barna Við getum gefið út gulli slegnar heiðursútgáfur af ritverkum Halldórs Laxness. Við getum sett Íslendingasögurnar á internetið og fagnað því með fréttatilkynningu og kampavínsmóttöku. Við getum hengt fálkaorður á rithöfunda. Við getum fellt öll börn landsins á íslenskuprófi fyrir að segja „mér hlakkar til“. En íslenskunni verður ekki bjargað úr fílabeinsturni. „Við þurfum að átta okkur á því hvað það er lítið af íslensku efni á netinu og kannski er það það sem háir okkur líka; okkur vantar bækur og þætti á íslensku,“ sagði Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, í viðtali við Morgunblaðið en hún er ein þeirra sem fara fyrir fyrrnefndri rannsókn. Hve margir barnabókahöfundar fá listamannalaun? Hve stór hluti Kvikmyndasjóðs fer í barnaefni? Hvenær fá JóiPé og Króli Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar? Hvenær fær Binni Glee fálkaorðu? Dægurmenning barna gegnir mikilvægu hlutverki við varðveislu íslenskunnar. En samt gefum við skít í hana. Börn mega horfa á teiknimyndaseríuna sína í belg og biðu. Við hæðumst að áhrifavöldum á samfélagsmiðlum sem þó framleiða eitt af því litla efni á íslensku sem krakkar geta nálgast á YouTube, Instagram og Snapchat. Ég kaupi úr sér gengna DVD-diska á Íslandi og spila þá fyrir börnin mín í London. Slíkt jafnast þó á við að úrskurða hestvagn nógu gott farartæki til að ferðast með frá Breiðholti niður í miðbæ. Við komumst ekki langt inn í framtíðina á fararskjóta fortíðar. Viljum við að íslenskan fylgi okkur um ókomin ár verðum við að bjóða henni far. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
DVD-spilarinn minn eyðilagðist í síðustu viku. Ég keypti hann fyrir tólf árum í verslun sem nú er farin á hausinn. Tímarnir breytast og mennirnir með. En ekki ég. Það sem gerðist næst hefði átt heima á forsíðu Fréttablaðsins: „Kona fór út í búð og keypti DVD-spilara.“ Hver kaupir nýjan DVD-spilara þegar sá gamli gefur upp öndina árið 2018? Ásetningur minn er ekki að snúa við þróun mannsins: Netflix, Blu-ray, DVD, vídeótækið, ekkert sjónvarp á fimmtudögum, iðnbyltingin, upplýsingin, landbúnaðarbyltingin og BAMM: ég er safnari og veiðimaður sprangandi um á sléttum Afríku á Evuklæðunum. Neyðin kennir hins vegar naktri konu að spinna.Netflix og YouTube Sama dag og DVD-spilarinn minn gaf upp öndina voru kynntar á Skólamálaþingi Kennarasambands Íslands fyrstu niðurstöður viðamikillar rannsóknar fræðimanna við Háskóla Íslands á stöðu og framtíð íslenskunnar á tímum stafrænna samskipta og snjalltækja. Meðal þess sem rannsóknin leiddi í ljós er að enska í málumhverfi íslenskra barna er meiri og á fleiri sviðum en nokkru sinni fyrr og stór hluti 3-5 ára barna horfir á enskt efni á Netflix eða YouTube tvisvar í viku. Endasleppur eltingaleikur Ég bý á Englandi og á tvö börn. Í einfeldni minni hélt ég að það yrði leikur einn að kenna þeim íslensku. Í reglubundinni heimsókn til Íslands nýverið runnu hins vegar á mig tvær grímur. Mig vantaði barnapíu svo ég kveikti á sjónvarpinu. Börnin vildu horfa á teiknimyndaseríuna Gló magnaða sem sýnd er talsett í Sjónvarpinu. Ég fann hana á RÚV-vefnum og hugsaði mér gott til glóðarinnar: Tvær flugur í einu höggi; næði og íslenskukennsla. „Meira, meira,“ var hrópað úr stofunni þegar þættinum lauk í miðjum æsispennandi eltingaleik og á loforðinu: „Framhald í næsta þætti.“ En þegar kveikt var á næsta þætti bólaði ekkert á eltingaleiknum. Í ljós kom að þættirnir höfðu ekki verið sýndir í réttri röð í Sjónvarpinu og ég fann hvergi réttan þátt. Allt ætlaði um koll að keyra. Hvað var til bragðs að taka? Ég teygði mig í spjaldtölvuna, fór á netið og fann þar þáttinn sem börnin horfðu á alsæl – á ensku. Mörgum þykir þetta atvik eflaust lítilvægt. Dæmið fangar hins vegar viðhorfið sem mun ganga af íslenskunni dauðri. Dægurmenning barna Við getum gefið út gulli slegnar heiðursútgáfur af ritverkum Halldórs Laxness. Við getum sett Íslendingasögurnar á internetið og fagnað því með fréttatilkynningu og kampavínsmóttöku. Við getum hengt fálkaorður á rithöfunda. Við getum fellt öll börn landsins á íslenskuprófi fyrir að segja „mér hlakkar til“. En íslenskunni verður ekki bjargað úr fílabeinsturni. „Við þurfum að átta okkur á því hvað það er lítið af íslensku efni á netinu og kannski er það það sem háir okkur líka; okkur vantar bækur og þætti á íslensku,“ sagði Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, í viðtali við Morgunblaðið en hún er ein þeirra sem fara fyrir fyrrnefndri rannsókn. Hve margir barnabókahöfundar fá listamannalaun? Hve stór hluti Kvikmyndasjóðs fer í barnaefni? Hvenær fá JóiPé og Króli Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar? Hvenær fær Binni Glee fálkaorðu? Dægurmenning barna gegnir mikilvægu hlutverki við varðveislu íslenskunnar. En samt gefum við skít í hana. Börn mega horfa á teiknimyndaseríuna sína í belg og biðu. Við hæðumst að áhrifavöldum á samfélagsmiðlum sem þó framleiða eitt af því litla efni á íslensku sem krakkar geta nálgast á YouTube, Instagram og Snapchat. Ég kaupi úr sér gengna DVD-diska á Íslandi og spila þá fyrir börnin mín í London. Slíkt jafnast þó á við að úrskurða hestvagn nógu gott farartæki til að ferðast með frá Breiðholti niður í miðbæ. Við komumst ekki langt inn í framtíðina á fararskjóta fortíðar. Viljum við að íslenskan fylgi okkur um ókomin ár verðum við að bjóða henni far.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar