Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, leiddi sitt lið til sigurs í nótt gegn San Francisco 49ers. Endurkomusigur Packers var heldur betur glæsilegur.
Gestirnir frá San Francisco voru sprækir í leiknum og virtust vera að landa sigrinum er þeir leiddu, 30-23, og lítið eftir. Rodgers var þó ekki búinn að gefast upp.
Hann kastaði snertimarkssendingu á Davante Adams er tæpar tvær mínútur voru eftir. 49ers fór í sókn en leikstjórnandi þeirra, CJ Beathard, kastaði boltanum frá sér er 68 sekúndur voru eftir.
Sá tími dugði Rodgers til þess að koma sínu liði í vallarmarksstöðu og klára leikinn. Mögnuð endurkoma.
Rodgers kastaði boltanum 425 jarda í leiknum og tvisvar fyrir snertimarki. Þrír útherjar Packers gripu boltann fyrir meira en 100 jördum. Davante Adams, Jimmy Graham og Marquez Valdes-Scantling sem enginn vissi hver var fyrir leikinn.
Hér má sjá öll helstu tilþrif leiksins.
