Upp úr skotgröfunum Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 3. október 2018 07:00 Umræður um laxeldi á Íslandi hafa náð hápunkti sínum síðustu vikur. Það er eins og maður hafi verið að fylgjast með dramatískum framhaldsþætti frá unglingaskóla í Bandaríkjunum. Hver þáttur hefur einkennst af upphrópunum, og atburðarásin snýst alltaf um það sama, en maður horfir samt. Laxeldi er atvinnugrein sem hefur verið stunduð víða um heim í mörg ár. Í nágrannalöndum okkar Noregi og Færeyjum hefur hún náð að þróast í að vera umhverfisvæn matvælaframleiðsla þar sem miklar kröfur eru gerðar.Ný atvinnugrein Árið 2004 var merk ákvörðun tekin af stjórnvöldum þar sem ákveðið var hvar óhætt væri fyrir umhverfið að stunda fiskeldi. Byrjað var á að loka stærstum hluta strandlengjunnar þannig að eldi var aðeins leyft á hluta Austfjarða, Vestfjörðum og í Eyjafirði. Það var gert til að vernda þær ár þar sem stundaðar eru veiðar á villtum laxastofni landsins. Einnig til að passa upp á hagsmuni veiðiréttarhafa en fyrst og fremst til þess að vernda viðkvæman laxastofn sem hér lifir. Síðan þá hafa stjórnvöld innleitt strangari reglur í takt við það sem tíðkast erlendis. Enn má gera betur og herða umhverfiskröfur og efla eftirlit, eitthvað sem sum fiskeldisfyrirtæki hafa kallað eftir sjálf. Það er því grátlegt að þegar vilji bæði stjórnvalda og fyrirtækjanna sem stunda þessa framleiðslu er að halda allar ströngustu reglur, skuli uppbyggingin ganga svo brösuglega. Efnahagslegur ábati fyrir þjóðina er svo gríðarlegur, talinn í tugum milljarða þegar þessi framleiðsla verður komin á fullan skrið. Vestfirðingar hafa löngum verið duglegir við að bjarga sér. Sem betur fer var kerfið ekki komið til sögunnar þegar þeir ýttu úr vör og sóttu björg í bú. Nú ætlar kerfið og hin óskiljanlega umræða að setja strik í reikninginn.Raunveruleikaþáttur Það er okkur nauðsynlegt að skipta um í gír í umræðunni úr dramatíkinni í raunveruleikaþátt. Þegar um jafnstóra atvinnugrein er að ræða verðum við að leyfa henni að njóta sannmælis. Umræðan þarf að komast upp úr skotgröfunum og í eðlilegan farveg. Stjórnvöld eiga að tryggja umgjörð sem byggir á ströngum umhverfisreglum og heilbrigðisstuðlum og tryggja að þegar fyrirtæki hafa uppfyllt allar kröfur stjórnvalda, haldi þau leyfi sem gefin eru út. Með ströngu en skilvirku lagaumhverfi getum við skapað framtíðaratvinnugrein grundvöll öllum til ábata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halla Signý Kristjánsdóttir Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Umræður um laxeldi á Íslandi hafa náð hápunkti sínum síðustu vikur. Það er eins og maður hafi verið að fylgjast með dramatískum framhaldsþætti frá unglingaskóla í Bandaríkjunum. Hver þáttur hefur einkennst af upphrópunum, og atburðarásin snýst alltaf um það sama, en maður horfir samt. Laxeldi er atvinnugrein sem hefur verið stunduð víða um heim í mörg ár. Í nágrannalöndum okkar Noregi og Færeyjum hefur hún náð að þróast í að vera umhverfisvæn matvælaframleiðsla þar sem miklar kröfur eru gerðar.Ný atvinnugrein Árið 2004 var merk ákvörðun tekin af stjórnvöldum þar sem ákveðið var hvar óhætt væri fyrir umhverfið að stunda fiskeldi. Byrjað var á að loka stærstum hluta strandlengjunnar þannig að eldi var aðeins leyft á hluta Austfjarða, Vestfjörðum og í Eyjafirði. Það var gert til að vernda þær ár þar sem stundaðar eru veiðar á villtum laxastofni landsins. Einnig til að passa upp á hagsmuni veiðiréttarhafa en fyrst og fremst til þess að vernda viðkvæman laxastofn sem hér lifir. Síðan þá hafa stjórnvöld innleitt strangari reglur í takt við það sem tíðkast erlendis. Enn má gera betur og herða umhverfiskröfur og efla eftirlit, eitthvað sem sum fiskeldisfyrirtæki hafa kallað eftir sjálf. Það er því grátlegt að þegar vilji bæði stjórnvalda og fyrirtækjanna sem stunda þessa framleiðslu er að halda allar ströngustu reglur, skuli uppbyggingin ganga svo brösuglega. Efnahagslegur ábati fyrir þjóðina er svo gríðarlegur, talinn í tugum milljarða þegar þessi framleiðsla verður komin á fullan skrið. Vestfirðingar hafa löngum verið duglegir við að bjarga sér. Sem betur fer var kerfið ekki komið til sögunnar þegar þeir ýttu úr vör og sóttu björg í bú. Nú ætlar kerfið og hin óskiljanlega umræða að setja strik í reikninginn.Raunveruleikaþáttur Það er okkur nauðsynlegt að skipta um í gír í umræðunni úr dramatíkinni í raunveruleikaþátt. Þegar um jafnstóra atvinnugrein er að ræða verðum við að leyfa henni að njóta sannmælis. Umræðan þarf að komast upp úr skotgröfunum og í eðlilegan farveg. Stjórnvöld eiga að tryggja umgjörð sem byggir á ströngum umhverfisreglum og heilbrigðisstuðlum og tryggja að þegar fyrirtæki hafa uppfyllt allar kröfur stjórnvalda, haldi þau leyfi sem gefin eru út. Með ströngu en skilvirku lagaumhverfi getum við skapað framtíðaratvinnugrein grundvöll öllum til ábata.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar