Þótti of stór fyrir rugby og snéri sér að NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2018 22:00 Jordan Mailata. Vísir/Getty Jordan Mailata verður með liði NFL-meistara Philadelphia Eagles annað kvöld þegar meistararnir hefja titilvörn sína á móti Atlanta Falcons. Philadelphia Eagles valdi Jordan Mailata með 233. valrétti í NFL nýliðavalinu í apríl síðastliðnum og honum tókst að vinna sér sæti í 53 manna leikmannahópi Arnanna.Too big for rugby, Eagles tackle Mailata is ready for NFL https://t.co/zvJ7VlAJ04pic.twitter.com/IEiXhmYmij — BastilleGlobal (@BastilleGlobal) September 5, 2018Það er aðeins eitt ár síðan að Jordan Mailata setti fyrst hjálm á hausinn og fór að reyna fyrir sér í amerískum fótbolta. Áður hafði hann stundað rugby íþróttina af kappi í Ástralíu. Mailata spilaði ekki amerískan fótbolta í menntaskóla eða í háskóla og var ekkert búinn að setja stefnuna þangað á meðan hann var táningur. Hann þurfti aftur á móti að gangast undir tvær hjartaðgerðir árið 2015 og það truflaði uppgang hans í rugby íþróttinni. „Ég býst við því að það sér draumur allra leikmanna í ameríska fótboltanum að komast í NFL-deildina. Ég er mjög heppinn að fá að upplifa bæði mína drauma og þeirra,“ sagði Jordan Mailata í viðtali við vefsíðu Foxsports. Það var þjálfari South Sydney liðsins, Michael Maguire, sem gerði sér grein fyrir því að Mailata ætti frekar heima í ameríska fótboltanum en í rugby.I don't know if he's going to be the next Jason Peters, as my friend @RossTuckerNFL predicts, but it sure seems that Jordan Mailata is going to make Howie Roseman and Jeff Stoutland look like geniuses. pic.twitter.com/Wswz14evU0 — Glen Macnow (@RealGlenMacnow) August 31, 2018„Hann er auðvitað risastór en um leið með sprengikraft og góðan hreyfanleika fyrir svona stóran mann,“ skrifaði Michael Maguire um Mailata í grein fyrir PlayersVoice. „Stuttir kaflar á fullu passar honum vel,“ bætti Maguire við en á meðan leikkaflarnir eru lengri í rugby þá eru átökin meiri í NFL-deildinni. Á lista Eagles liðsins er Mailata skráður 203 sentímetrar og 157 kíló. Hann er stór en þó ekki stærsti leikmaðurinn í NFL-deildinni. Hann hefði hins vegar verið stærsti leikmaðurinn í NRL rugby deildinni í Ástralíu. „Mér fannst ég ekki vera of stór til að spila rugby. Ég talaði ekki um það sjálfur heldur voru aðrir að benda á það og segja mér það. Ég var samt tilbúinn að taka þetta áhættu og reyna að komast í NFL þegar fólk sagði að ég væri of stór fyrir rugby. Ég hlæ bara af því núna,“ sagði Mailata."Maybe the best story in the entire National Football League is here in Philadelphia and thats left tackle @jordan_mailata" Catch the review of his efforts in @Eagles final pre-season game Exciting times #FlyEaglesFlypic.twitter.com/NZoMr62PZ3 — NFLAustralia (@NFLAustralia) August 31, 2018 NFL Rugby Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Jordan Mailata verður með liði NFL-meistara Philadelphia Eagles annað kvöld þegar meistararnir hefja titilvörn sína á móti Atlanta Falcons. Philadelphia Eagles valdi Jordan Mailata með 233. valrétti í NFL nýliðavalinu í apríl síðastliðnum og honum tókst að vinna sér sæti í 53 manna leikmannahópi Arnanna.Too big for rugby, Eagles tackle Mailata is ready for NFL https://t.co/zvJ7VlAJ04pic.twitter.com/IEiXhmYmij — BastilleGlobal (@BastilleGlobal) September 5, 2018Það er aðeins eitt ár síðan að Jordan Mailata setti fyrst hjálm á hausinn og fór að reyna fyrir sér í amerískum fótbolta. Áður hafði hann stundað rugby íþróttina af kappi í Ástralíu. Mailata spilaði ekki amerískan fótbolta í menntaskóla eða í háskóla og var ekkert búinn að setja stefnuna þangað á meðan hann var táningur. Hann þurfti aftur á móti að gangast undir tvær hjartaðgerðir árið 2015 og það truflaði uppgang hans í rugby íþróttinni. „Ég býst við því að það sér draumur allra leikmanna í ameríska fótboltanum að komast í NFL-deildina. Ég er mjög heppinn að fá að upplifa bæði mína drauma og þeirra,“ sagði Jordan Mailata í viðtali við vefsíðu Foxsports. Það var þjálfari South Sydney liðsins, Michael Maguire, sem gerði sér grein fyrir því að Mailata ætti frekar heima í ameríska fótboltanum en í rugby.I don't know if he's going to be the next Jason Peters, as my friend @RossTuckerNFL predicts, but it sure seems that Jordan Mailata is going to make Howie Roseman and Jeff Stoutland look like geniuses. pic.twitter.com/Wswz14evU0 — Glen Macnow (@RealGlenMacnow) August 31, 2018„Hann er auðvitað risastór en um leið með sprengikraft og góðan hreyfanleika fyrir svona stóran mann,“ skrifaði Michael Maguire um Mailata í grein fyrir PlayersVoice. „Stuttir kaflar á fullu passar honum vel,“ bætti Maguire við en á meðan leikkaflarnir eru lengri í rugby þá eru átökin meiri í NFL-deildinni. Á lista Eagles liðsins er Mailata skráður 203 sentímetrar og 157 kíló. Hann er stór en þó ekki stærsti leikmaðurinn í NFL-deildinni. Hann hefði hins vegar verið stærsti leikmaðurinn í NRL rugby deildinni í Ástralíu. „Mér fannst ég ekki vera of stór til að spila rugby. Ég talaði ekki um það sjálfur heldur voru aðrir að benda á það og segja mér það. Ég var samt tilbúinn að taka þetta áhættu og reyna að komast í NFL þegar fólk sagði að ég væri of stór fyrir rugby. Ég hlæ bara af því núna,“ sagði Mailata."Maybe the best story in the entire National Football League is here in Philadelphia and thats left tackle @jordan_mailata" Catch the review of his efforts in @Eagles final pre-season game Exciting times #FlyEaglesFlypic.twitter.com/NZoMr62PZ3 — NFLAustralia (@NFLAustralia) August 31, 2018
NFL Rugby Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira