Þótti of stór fyrir rugby og snéri sér að NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2018 22:00 Jordan Mailata. Vísir/Getty Jordan Mailata verður með liði NFL-meistara Philadelphia Eagles annað kvöld þegar meistararnir hefja titilvörn sína á móti Atlanta Falcons. Philadelphia Eagles valdi Jordan Mailata með 233. valrétti í NFL nýliðavalinu í apríl síðastliðnum og honum tókst að vinna sér sæti í 53 manna leikmannahópi Arnanna.Too big for rugby, Eagles tackle Mailata is ready for NFL https://t.co/zvJ7VlAJ04pic.twitter.com/IEiXhmYmij — BastilleGlobal (@BastilleGlobal) September 5, 2018Það er aðeins eitt ár síðan að Jordan Mailata setti fyrst hjálm á hausinn og fór að reyna fyrir sér í amerískum fótbolta. Áður hafði hann stundað rugby íþróttina af kappi í Ástralíu. Mailata spilaði ekki amerískan fótbolta í menntaskóla eða í háskóla og var ekkert búinn að setja stefnuna þangað á meðan hann var táningur. Hann þurfti aftur á móti að gangast undir tvær hjartaðgerðir árið 2015 og það truflaði uppgang hans í rugby íþróttinni. „Ég býst við því að það sér draumur allra leikmanna í ameríska fótboltanum að komast í NFL-deildina. Ég er mjög heppinn að fá að upplifa bæði mína drauma og þeirra,“ sagði Jordan Mailata í viðtali við vefsíðu Foxsports. Það var þjálfari South Sydney liðsins, Michael Maguire, sem gerði sér grein fyrir því að Mailata ætti frekar heima í ameríska fótboltanum en í rugby.I don't know if he's going to be the next Jason Peters, as my friend @RossTuckerNFL predicts, but it sure seems that Jordan Mailata is going to make Howie Roseman and Jeff Stoutland look like geniuses. pic.twitter.com/Wswz14evU0 — Glen Macnow (@RealGlenMacnow) August 31, 2018„Hann er auðvitað risastór en um leið með sprengikraft og góðan hreyfanleika fyrir svona stóran mann,“ skrifaði Michael Maguire um Mailata í grein fyrir PlayersVoice. „Stuttir kaflar á fullu passar honum vel,“ bætti Maguire við en á meðan leikkaflarnir eru lengri í rugby þá eru átökin meiri í NFL-deildinni. Á lista Eagles liðsins er Mailata skráður 203 sentímetrar og 157 kíló. Hann er stór en þó ekki stærsti leikmaðurinn í NFL-deildinni. Hann hefði hins vegar verið stærsti leikmaðurinn í NRL rugby deildinni í Ástralíu. „Mér fannst ég ekki vera of stór til að spila rugby. Ég talaði ekki um það sjálfur heldur voru aðrir að benda á það og segja mér það. Ég var samt tilbúinn að taka þetta áhættu og reyna að komast í NFL þegar fólk sagði að ég væri of stór fyrir rugby. Ég hlæ bara af því núna,“ sagði Mailata."Maybe the best story in the entire National Football League is here in Philadelphia and thats left tackle @jordan_mailata" Catch the review of his efforts in @Eagles final pre-season game Exciting times #FlyEaglesFlypic.twitter.com/NZoMr62PZ3 — NFLAustralia (@NFLAustralia) August 31, 2018 NFL Rugby Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Jordan Mailata verður með liði NFL-meistara Philadelphia Eagles annað kvöld þegar meistararnir hefja titilvörn sína á móti Atlanta Falcons. Philadelphia Eagles valdi Jordan Mailata með 233. valrétti í NFL nýliðavalinu í apríl síðastliðnum og honum tókst að vinna sér sæti í 53 manna leikmannahópi Arnanna.Too big for rugby, Eagles tackle Mailata is ready for NFL https://t.co/zvJ7VlAJ04pic.twitter.com/IEiXhmYmij — BastilleGlobal (@BastilleGlobal) September 5, 2018Það er aðeins eitt ár síðan að Jordan Mailata setti fyrst hjálm á hausinn og fór að reyna fyrir sér í amerískum fótbolta. Áður hafði hann stundað rugby íþróttina af kappi í Ástralíu. Mailata spilaði ekki amerískan fótbolta í menntaskóla eða í háskóla og var ekkert búinn að setja stefnuna þangað á meðan hann var táningur. Hann þurfti aftur á móti að gangast undir tvær hjartaðgerðir árið 2015 og það truflaði uppgang hans í rugby íþróttinni. „Ég býst við því að það sér draumur allra leikmanna í ameríska fótboltanum að komast í NFL-deildina. Ég er mjög heppinn að fá að upplifa bæði mína drauma og þeirra,“ sagði Jordan Mailata í viðtali við vefsíðu Foxsports. Það var þjálfari South Sydney liðsins, Michael Maguire, sem gerði sér grein fyrir því að Mailata ætti frekar heima í ameríska fótboltanum en í rugby.I don't know if he's going to be the next Jason Peters, as my friend @RossTuckerNFL predicts, but it sure seems that Jordan Mailata is going to make Howie Roseman and Jeff Stoutland look like geniuses. pic.twitter.com/Wswz14evU0 — Glen Macnow (@RealGlenMacnow) August 31, 2018„Hann er auðvitað risastór en um leið með sprengikraft og góðan hreyfanleika fyrir svona stóran mann,“ skrifaði Michael Maguire um Mailata í grein fyrir PlayersVoice. „Stuttir kaflar á fullu passar honum vel,“ bætti Maguire við en á meðan leikkaflarnir eru lengri í rugby þá eru átökin meiri í NFL-deildinni. Á lista Eagles liðsins er Mailata skráður 203 sentímetrar og 157 kíló. Hann er stór en þó ekki stærsti leikmaðurinn í NFL-deildinni. Hann hefði hins vegar verið stærsti leikmaðurinn í NRL rugby deildinni í Ástralíu. „Mér fannst ég ekki vera of stór til að spila rugby. Ég talaði ekki um það sjálfur heldur voru aðrir að benda á það og segja mér það. Ég var samt tilbúinn að taka þetta áhættu og reyna að komast í NFL þegar fólk sagði að ég væri of stór fyrir rugby. Ég hlæ bara af því núna,“ sagði Mailata."Maybe the best story in the entire National Football League is here in Philadelphia and thats left tackle @jordan_mailata" Catch the review of his efforts in @Eagles final pre-season game Exciting times #FlyEaglesFlypic.twitter.com/NZoMr62PZ3 — NFLAustralia (@NFLAustralia) August 31, 2018
NFL Rugby Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira