Um hvað snúast kjarasamningar á komandi vetri? Guðríður Arnardóttir skrifar 28. ágúst 2018 09:45 Gylfi Zoega vann skýrslu fyrir forsætisráðherra um þjóðhagslegt umhverfi kjarasamninga á komandi vetri. Gylfi bendir á að launakjör almennings í landinu hafi batnað á undanförnum árum. Hagvísar sýna að ráðstöfunartekjur þjóðarinnar hafa hækkað og kaupmáttur aukist síðustu ár. Nú er kaupmáttur reyndar nálægt því sem hann var á hápunkti uppsveiflunnar fyrir hrun. Launahækkanir almennings árið 2015 voru allnokkrar enda óumdeilt að hækkun var löngu tímabærar í kjölfar þeirra þrenginga sem almenningur mátti þola á árunum eftir hrun. Hækkanir urðu ekki til að auka verðbólgu þar sem útflutningsgreinarnar báru þungann með sterku gengi krónunnar, auk fjölgunar erlendra ferðamanna og fleiri jákvæðra hagrænna þátta. Gylfi bendir á að í aðdraganda kjarasamninga komandi vetrar séu aðstæður aðrar. Samkeppnisstaða útflutningsgreina hefur veikst m.a. vegna innlendra launahækkana. Styrking krónunnar hefur skilað sér í hærra verðlagi sem hefur svo aftur neikvæð áhrif á ferðaþjónustu í landinu og þar með gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Hver þáttur hefur áhrif á annan og lítið getur þurft til að raska því jafnvægi sem ríkir á meðal hinna ýmsu hagstærða. En það verður ekki fram hjá því litið að launahækkanir æðstu stjórnenda á almennum markaði og ekki síður innan opinbera geirans hafa verið langt umfram það sem almenningi í landinu hefur boðist. Við í verkalýðshreyfingunni höfum haldið kröfum okkar innan skynsamlegs ramma í þeirri von að ávinningur af launahækkunum fuðri ekki upp í logum verðbólgunnar. Stundum örlar þó á óbragði í munni. Kjarasamningar komandi vetrar verða glórulausir ef stjórnvöld leggja verkalýðshreyfingunni ekki lið með afgerandi hætti. Stjórnvöld þurfa að koma til móts við lægst launuðu hópana í landinu með breytingum á skattkerfinu. Þar vegur hækkun persónuafsláttar þyngst og mun nýtast þeim mest sem lægst hafa launin. Stjórnvöld verða að grípa til aðgerða á húsnæðismarkaði með það markmið að lækka húsnæðisverð og/eða byggja upp traustan langtíma leigumarkað. En það er fleira sem skiptir máli. Í komandi kjarasamningum þurfum við að takast á við álag, streitu og kulnun í starfi með því að semja um sveigjanlegri vinnutíma og styttri vinnuviku. Og við eigum að halda áfram að jafna laun á milli almenna og opinbera markaðarins og finna sátt um hvernig við metum menntun og ábyrgð til launa. Stjórnvöld og verkalýðsforystan verða að taka höndum saman og leysa þetta verkefni í sameiningu, af skynsemi, yfirvegun og með jöfnuð í samfélaginu að leiðarljósi. Það er hætt við því, ef áfram er gengið í átt til vaxandi misskiptingar þar sem mulið er undir forréttindastétt í þessu landi, að við launþegar missum kúlið og þá tapa allir.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Gylfi Zoega vann skýrslu fyrir forsætisráðherra um þjóðhagslegt umhverfi kjarasamninga á komandi vetri. Gylfi bendir á að launakjör almennings í landinu hafi batnað á undanförnum árum. Hagvísar sýna að ráðstöfunartekjur þjóðarinnar hafa hækkað og kaupmáttur aukist síðustu ár. Nú er kaupmáttur reyndar nálægt því sem hann var á hápunkti uppsveiflunnar fyrir hrun. Launahækkanir almennings árið 2015 voru allnokkrar enda óumdeilt að hækkun var löngu tímabærar í kjölfar þeirra þrenginga sem almenningur mátti þola á árunum eftir hrun. Hækkanir urðu ekki til að auka verðbólgu þar sem útflutningsgreinarnar báru þungann með sterku gengi krónunnar, auk fjölgunar erlendra ferðamanna og fleiri jákvæðra hagrænna þátta. Gylfi bendir á að í aðdraganda kjarasamninga komandi vetrar séu aðstæður aðrar. Samkeppnisstaða útflutningsgreina hefur veikst m.a. vegna innlendra launahækkana. Styrking krónunnar hefur skilað sér í hærra verðlagi sem hefur svo aftur neikvæð áhrif á ferðaþjónustu í landinu og þar með gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Hver þáttur hefur áhrif á annan og lítið getur þurft til að raska því jafnvægi sem ríkir á meðal hinna ýmsu hagstærða. En það verður ekki fram hjá því litið að launahækkanir æðstu stjórnenda á almennum markaði og ekki síður innan opinbera geirans hafa verið langt umfram það sem almenningi í landinu hefur boðist. Við í verkalýðshreyfingunni höfum haldið kröfum okkar innan skynsamlegs ramma í þeirri von að ávinningur af launahækkunum fuðri ekki upp í logum verðbólgunnar. Stundum örlar þó á óbragði í munni. Kjarasamningar komandi vetrar verða glórulausir ef stjórnvöld leggja verkalýðshreyfingunni ekki lið með afgerandi hætti. Stjórnvöld þurfa að koma til móts við lægst launuðu hópana í landinu með breytingum á skattkerfinu. Þar vegur hækkun persónuafsláttar þyngst og mun nýtast þeim mest sem lægst hafa launin. Stjórnvöld verða að grípa til aðgerða á húsnæðismarkaði með það markmið að lækka húsnæðisverð og/eða byggja upp traustan langtíma leigumarkað. En það er fleira sem skiptir máli. Í komandi kjarasamningum þurfum við að takast á við álag, streitu og kulnun í starfi með því að semja um sveigjanlegri vinnutíma og styttri vinnuviku. Og við eigum að halda áfram að jafna laun á milli almenna og opinbera markaðarins og finna sátt um hvernig við metum menntun og ábyrgð til launa. Stjórnvöld og verkalýðsforystan verða að taka höndum saman og leysa þetta verkefni í sameiningu, af skynsemi, yfirvegun og með jöfnuð í samfélaginu að leiðarljósi. Það er hætt við því, ef áfram er gengið í átt til vaxandi misskiptingar þar sem mulið er undir forréttindastétt í þessu landi, að við launþegar missum kúlið og þá tapa allir.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun