Nú styttist í næsta tímabil og Cleveland Browns hefur verið að reyna að styrkja sig með nýjum leikmönnum fyrir komandi átök.
Það er samt óhætt að segja að stuðningsmenn Cleveland Browns séu ekki alltof bjartsýnir eftir þetta 0-16 tímabil í fyrra.
8-foot "Victory" fridges filled with beer will be placed into 10 Cleveland-area bars and will open when the clock strikes zero on the Browns' first win. https://t.co/eyb6t9OKR1https://t.co/4ReTyO4UwB
— ESPN (@espn) August 14, 2018
Bjórframleiðandinn Bud Light ætlar nefnilega að bjóða í veislu þegar fyrsti sigur liðsins dettur inn.
Í tíu þekktum börum í Cleveland mun vera bjórkælir þar sem bjórinn verður læstur inni þar til að tíminn rennur út í fyrsta sigurleik Cleveland Brown á árinu 2018.
Margir grínuðust með það hvenær þessi bjór myndi renna út en Bud Light hefur fullvissað alla um að þeir muni skipta um bjórinn mánaðarlega fari svo að Cleveland haldi áfram að tapa öllum leikjum.
Bud Light says it will replace beer in Browns Victory Fridges — that open with Browns first regular season win — once a month to keep beer fresh... in case Browns take a while to win first game. pic.twitter.com/edgJRyuF6q
— Darren Rovell (@darrenrovell) August 14, 2018