Kominn í vandræði vegna ummæla um búrku: „Algjörlega fáránlegt að fólk kjósi að líta út eins og póstkassar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. ágúst 2018 14:09 Fjölmargir hafa kallað eftir afsökunarbeiðni vegna ummæla Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, um búrkur. Vísir/AFP Skoðunarapistill Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, um búrkubannið í Danmörku sem birtist í The Daily Telegraph á mánudaginn hefur vakið hörð viðbrögð, bæði á meðal almennings en einnig innan breska Íhaldsflokksins. Pistillinn ber heitið „Danir hafa ekki rétt fyrir sér. Jú, búrkan er kúgandi og fáránleg – en það samt engin ástæða til að banna hana“. Í pistlinum fjallar hann um lög í Danmörku, sem tóku gildi fyrir rúmri viku, sem banna fólki að hylja andlit sitt í almannarýminu. Hann mærir dönsku þjóðina fyrir frjálslyndi og afslappað viðhorf til lífsins og segir það því skjóta skökku við að banna fullorðnu fólki að klæðast því sem það vill.Það sé fáránlegt að fólk kjósi að líta út eins og póstkassar Þrátt fyrir að tala gegn banninu var umfjöllun hans um búrku og niqab ansi fjálgleg. „Ég myndi ganga svo langt að segja að það sé algjörlega fáránlegt að fólk kjósi að líta út eins og póstkassar,“ segir Johnson sem bætir við að ef kona myndi mæta í viðtalstíma til hans með andlitið hulið myndi hann ekki veigra sér við að biðja hana um að fjarlægja andlitsblæjuna til að geta „talað almennilega við hana“. Þá segir hann jafnframt: „Ef kvenkyns nemandi myndi mæta í skóla eða á fyrirlestur í háskólanum klædd eins og bankaræningi þá ætti það sama við um hana. Skólayfirvöld ættu að geta talað opinskátt við þá sem þeim er gert að leiðbeina,“ segir Johnson. Þúsundir fylktu liði víðsvegar um landið 1. ágúst til að mótmæla umdeildum lögum.Hann sagðist þá vera hlynntur takmörkunum en ekki banni. Þannig væri í lagi að vinnustaðir setji fram kröfur um tiltekinn klæðnað. Gæti komist í vandræði innan flokksins Eric Pickles, fyrrverandi ráðherra Íhaldsflokksins, segir að það gæti farið svo að Johnson kæmist í vonda stöðu innan flokksins ákveði einhver flokksmannanna að leggja fram formlega kvörtun vegna umfjöllunar Johnson. „Íhaldsflokkurinn hefur margvíslega verkferla og ef einhver leggur fram formlega kvörtun þá fer af stað formlegt ferli.“ Pickles segir þó að það sé frekar ólíklegt að Johnson verði gert að yfirgefa flokkinn en bætir við að það sé aldrei að vita hvernig málin þróist.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að það sé augljóst að með ummælum sínum hafi Boris Johnson sært fólk.Vísir/GettyAugljóst að Johnson hafi sært með ummælum sínum Theresa May, forsætisráðherra landsins, hefur hvatt Johnson til að biðjast afsökunar vegna þess að ummælin hafi augljóslega sært og móðgað fólk. „Það sem er mikilvægt í þessu er að við trúum á rétt fólks til að iðka trú sína, og þegar kemur að konum og búrkum og niqab, að þær hafi rétt til þess að velja sjálfar hvernig þær vilja klæða sig,“ segir May.Nigel Farage segir að eftirmálar skoðanapistils Johnsons séu umhugsunarverðir. Hann spyr hvort opinberar persónur megi yfir höfuð segja skoðanir sínar.Vísir/EPAVill að opinberar manneskjur geti sagt skoðanir sínar Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins UKIP, er ósammála forsætisráðherranum og biðlar til Johnson að standa fastur á sínu. Honum beri ekki skylda til að biðjast afsökunar á því að segja sína raunverulegu skoðun. „Vaknar þá stór spurning: Mega opinberar persónur fá að segja sína raunverulegu skoðun án þess að vera úthrópaðar og þess krafist af þeim að þær biðjist afsökunar? Ég veit ekki hvað Boris ætlar að gera því hann hefur áður beðist afsökunar á ummælum sínum,“ segir Farage. Það sé hans skoðun að Johnson ætti að standa fastur á því það sé stór hópur venjulegs fólks sem sé sama sinnis. Norðurlönd Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fleiri fréttir Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Sjá meira
Skoðunarapistill Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, um búrkubannið í Danmörku sem birtist í The Daily Telegraph á mánudaginn hefur vakið hörð viðbrögð, bæði á meðal almennings en einnig innan breska Íhaldsflokksins. Pistillinn ber heitið „Danir hafa ekki rétt fyrir sér. Jú, búrkan er kúgandi og fáránleg – en það samt engin ástæða til að banna hana“. Í pistlinum fjallar hann um lög í Danmörku, sem tóku gildi fyrir rúmri viku, sem banna fólki að hylja andlit sitt í almannarýminu. Hann mærir dönsku þjóðina fyrir frjálslyndi og afslappað viðhorf til lífsins og segir það því skjóta skökku við að banna fullorðnu fólki að klæðast því sem það vill.Það sé fáránlegt að fólk kjósi að líta út eins og póstkassar Þrátt fyrir að tala gegn banninu var umfjöllun hans um búrku og niqab ansi fjálgleg. „Ég myndi ganga svo langt að segja að það sé algjörlega fáránlegt að fólk kjósi að líta út eins og póstkassar,“ segir Johnson sem bætir við að ef kona myndi mæta í viðtalstíma til hans með andlitið hulið myndi hann ekki veigra sér við að biðja hana um að fjarlægja andlitsblæjuna til að geta „talað almennilega við hana“. Þá segir hann jafnframt: „Ef kvenkyns nemandi myndi mæta í skóla eða á fyrirlestur í háskólanum klædd eins og bankaræningi þá ætti það sama við um hana. Skólayfirvöld ættu að geta talað opinskátt við þá sem þeim er gert að leiðbeina,“ segir Johnson. Þúsundir fylktu liði víðsvegar um landið 1. ágúst til að mótmæla umdeildum lögum.Hann sagðist þá vera hlynntur takmörkunum en ekki banni. Þannig væri í lagi að vinnustaðir setji fram kröfur um tiltekinn klæðnað. Gæti komist í vandræði innan flokksins Eric Pickles, fyrrverandi ráðherra Íhaldsflokksins, segir að það gæti farið svo að Johnson kæmist í vonda stöðu innan flokksins ákveði einhver flokksmannanna að leggja fram formlega kvörtun vegna umfjöllunar Johnson. „Íhaldsflokkurinn hefur margvíslega verkferla og ef einhver leggur fram formlega kvörtun þá fer af stað formlegt ferli.“ Pickles segir þó að það sé frekar ólíklegt að Johnson verði gert að yfirgefa flokkinn en bætir við að það sé aldrei að vita hvernig málin þróist.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að það sé augljóst að með ummælum sínum hafi Boris Johnson sært fólk.Vísir/GettyAugljóst að Johnson hafi sært með ummælum sínum Theresa May, forsætisráðherra landsins, hefur hvatt Johnson til að biðjast afsökunar vegna þess að ummælin hafi augljóslega sært og móðgað fólk. „Það sem er mikilvægt í þessu er að við trúum á rétt fólks til að iðka trú sína, og þegar kemur að konum og búrkum og niqab, að þær hafi rétt til þess að velja sjálfar hvernig þær vilja klæða sig,“ segir May.Nigel Farage segir að eftirmálar skoðanapistils Johnsons séu umhugsunarverðir. Hann spyr hvort opinberar persónur megi yfir höfuð segja skoðanir sínar.Vísir/EPAVill að opinberar manneskjur geti sagt skoðanir sínar Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins UKIP, er ósammála forsætisráðherranum og biðlar til Johnson að standa fastur á sínu. Honum beri ekki skylda til að biðjast afsökunar á því að segja sína raunverulegu skoðun. „Vaknar þá stór spurning: Mega opinberar persónur fá að segja sína raunverulegu skoðun án þess að vera úthrópaðar og þess krafist af þeim að þær biðjist afsökunar? Ég veit ekki hvað Boris ætlar að gera því hann hefur áður beðist afsökunar á ummælum sínum,“ segir Farage. Það sé hans skoðun að Johnson ætti að standa fastur á því það sé stór hópur venjulegs fólks sem sé sama sinnis.
Norðurlönd Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fleiri fréttir Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Sjá meira