Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2025 12:11 Anna Bryndís Einarsdóttir, sem er taugalæknir og yfirlæknir Taugalækningadeildar Landspítalans. Aðsend Að jafnaði fá tveir einstaklingar heilablóðfall hér á landi á hverjum degi en slag eins og það er kallað er skerðing á heilastarfsemi, sem verður vegna truflunar á blóðflæði til heila. Eftir hádegi í dag verður gestum í Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri boðið að mæta í ókeypis blóðþrýstingsmælingu vegna alþjóðlega Slagdagsins. Alþjóði Slagdagurinn eins og hann kallast var 29. október en haldið verður upp á daginn á Íslandi í dag, 1. nóvember með því að Heilaheill býður gestum og gangandi í Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri á milli 13:00 og 15:00 á fá ókeypis blóðþrýstingsmælingu en hár blóðþrýstingur er mesti áhættuþátturinn við því að fá slag. Anna Bryndís Einarsdóttir er taugalæknir og yfirlæknir Taugalækningadeildar Landspítalans. „Slag er í rauninni önnur algengasta dánarorsök í heiminum og helsta ástæða fötlunar og það er talið að einn af hverjum fjórum einstaklingum 25 ára og eldri fái slag á lífsleiðinni,” segir Anna og bætir við. „Þannig að þetta er heilbrigðisvá, sem þarf að huga að og á Íslandi eru þetta um tveir einstaklingar á dag. Þess vegna er svo mikilvægt að fólk þekki einkenni strax til þess að vita hvernig eigi að bregðast við ef vaknar grunur um slag”. Hér sést myndrænt hvað gerist þegar heilablóðfall verður en myndin er af Vísindavefnum.Vísindavefurinn Anna Bryndís segir nauðsynlegt fyrir alla að þekkja áhættuþætti vegna slags. „Helsti og sterkasti áhættuþátturinn er hár blóðþrýstingur en það eru margir aðrir og það er meðal annars offita, hár blóðsykur, reykingar, háar blóðfitur og lélegt mataræði hefur líka þarna sterk áhrif”. Og þetta að lokum frá Önnu Bryndísi. „Ég hvet alla til þess að mæta í dag, huga að þessum áhættuþáttum, þekkja einkennin strax og endilega að hlaða niður þessu forriti, sem Heilaheill hefur boðið upp á og fræðið aðstandendur ykkur um þessi einkenni þannig að allir vita hvernig eigi að bregðast við ef vaknar grunur”, segir Anna Bryndís. Allir eru velkomnir í ókeypis blóðþrýstingsmælingu frá klukkan 13:00 til 15:00 í dag í Kringlunni í Reykjavík og í verslunarmiðstöðinni við Glerártorg á Akureyri á sama tíma.Aðsend Reykjavík Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Sjá meira
Alþjóði Slagdagurinn eins og hann kallast var 29. október en haldið verður upp á daginn á Íslandi í dag, 1. nóvember með því að Heilaheill býður gestum og gangandi í Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri á milli 13:00 og 15:00 á fá ókeypis blóðþrýstingsmælingu en hár blóðþrýstingur er mesti áhættuþátturinn við því að fá slag. Anna Bryndís Einarsdóttir er taugalæknir og yfirlæknir Taugalækningadeildar Landspítalans. „Slag er í rauninni önnur algengasta dánarorsök í heiminum og helsta ástæða fötlunar og það er talið að einn af hverjum fjórum einstaklingum 25 ára og eldri fái slag á lífsleiðinni,” segir Anna og bætir við. „Þannig að þetta er heilbrigðisvá, sem þarf að huga að og á Íslandi eru þetta um tveir einstaklingar á dag. Þess vegna er svo mikilvægt að fólk þekki einkenni strax til þess að vita hvernig eigi að bregðast við ef vaknar grunur um slag”. Hér sést myndrænt hvað gerist þegar heilablóðfall verður en myndin er af Vísindavefnum.Vísindavefurinn Anna Bryndís segir nauðsynlegt fyrir alla að þekkja áhættuþætti vegna slags. „Helsti og sterkasti áhættuþátturinn er hár blóðþrýstingur en það eru margir aðrir og það er meðal annars offita, hár blóðsykur, reykingar, háar blóðfitur og lélegt mataræði hefur líka þarna sterk áhrif”. Og þetta að lokum frá Önnu Bryndísi. „Ég hvet alla til þess að mæta í dag, huga að þessum áhættuþáttum, þekkja einkennin strax og endilega að hlaða niður þessu forriti, sem Heilaheill hefur boðið upp á og fræðið aðstandendur ykkur um þessi einkenni þannig að allir vita hvernig eigi að bregðast við ef vaknar grunur”, segir Anna Bryndís. Allir eru velkomnir í ókeypis blóðþrýstingsmælingu frá klukkan 13:00 til 15:00 í dag í Kringlunni í Reykjavík og í verslunarmiðstöðinni við Glerártorg á Akureyri á sama tíma.Aðsend
Reykjavík Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Sjá meira