Óvænt kveðja Jón Steinar Gunnlaugsson. skrifar 22. júlí 2018 21:37 Ég fékk skrítna og frekar óvænta kveðju á Vísi í síðustu viku. Þar veitist Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, að mér persónulega og kallar mig meðal annars hirðfífl. Felst erindi hans í því að telja mig vanbúinn til að annast varnir sem skipaður verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar í endurupptökumálinu sem nú er rekið fyrir Hæstarétti og verður flutt þar í september. Virðist þetta eiga að vera vegna afstöðu minnar fyrr á árum til málefna sem tengjast dómsmeðferð á Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Grein piltsins er frekar ruglingsleg og á ég erfitt með að skilja efni hennar gjörla. Verður ekki betur séð en höfundur telji mig hafa tekið þátt í aðför að sakborningunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á sínum tíma, sem síðan hafi orðið til þess að þeir voru sakfelldir fyrir tvö manndráp. Þetta er furðuleg samsuða. Í tilefni hennar vil ég fara nokkrum orðum um afstöðu mína til þessa máls gegnum árin og óska eftir að Vísir birti þau.Sjá einnig: Innmúrað hirðfífl – því miðurÉg hef alla tíð talið að ekki hafi verið neinar forsendur til að sakfella ákærðu í þessum málum. Þessa afstöðu tjáði ég hverjum sem heyra vildi eftir að Hæstiréttur hafði kveðið upp áfellisdóm sinn í febrúar 1980. Sævar Ciesielski, faðir greinarhöfundar, krafðist endurupptöku málsins á árinu 1997. Hæstiréttur synjaði erindinu með ákvörðun 15. júlí 1997. Byggðist synjun réttarins á því að ekki hefðu verið lögð fram ný gögn í málinu til þess að leyfa mætti endurupptöku þess. Samkvæmt lögum væri tilkoma nýrra gagna skilyrði fyrir endurupptöku. Bæði fyrir og eftir synjun Hæstaréttar lét ég opinberlega í ljósi þá skoðun að verða ætti við erindi Sævars. Kom þetta meðal annars fram í viðtali við mig sem birtist í „Vikublaðinu“ 2. júní 1997. Eftir að úrskurður Hæstaréttar lá fyrir skrifaði ég grein í Morgunblaðið 8. ágúst 1997, þar sem ég taldi að breyta yrði lögum til að unnt yrði að verða við þessari kröfu um endurupptöku þessa máls. Rakti ég þar mörg atriði sem bentu til þess að dómurinn stæðist ekki. Víkka yrði út heimildir þannig að unnt yrði að leyfa endurupptöku þó að engin ný gögn kæmu fram ef ætla mætti að sakborningar hefðu ranglega verið sakfelldir. Sú væri raunin í þessu máli. Með lagabreytingu á árinu 1999 var bætt við lögin um meðferð sakamála heimild til að endurupptaka mál, þó að ekki hefðu komið fram ný gögn „ef verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess.“ Ekki get ég fullyrt að þessi lagabreyting hafi eingöngu átt rót að rekja til umfjöllunar minnar um þetta efni, en svo mikið er víst að hún fól í sér hvatningu til hennar. Þetta lagaákvæði varð svo til þess að síðar var fallist á endurupptöku málsins og mun málflutningur fara fram í september n.k. Ekki er nokkur vafi á að þetta svonefnda Guðmundar- og Geirfinnsmál og óforsvaranlegir dómar í þeim olli sakfelldu og ástvinum þeirra miklum hörmun. Það er sorglegt að Sævari Marinó Ciesielski skuli ekki hafa enst aldur til að verða vitni að endurupptöku málsins. Á sama hátt er skiljanlegt að ástvinir hans hafi sterkar tilfinningar til málsins, svo sem ljóst er af sérkennilegum skrifum sonar hans, þegar hann veitist að mér með persónulegum ásökunum og uppnefnum. Málstaður hans er hins vegar með öllu óskiljanlegur þar sem ég hef alltaf haldið því fram að dóminn ætti að endurupptaka og leiðrétta þau hörmulegu rangindi sem í honum fólust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundar- og Geirfinnsmálin Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég fékk skrítna og frekar óvænta kveðju á Vísi í síðustu viku. Þar veitist Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, að mér persónulega og kallar mig meðal annars hirðfífl. Felst erindi hans í því að telja mig vanbúinn til að annast varnir sem skipaður verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar í endurupptökumálinu sem nú er rekið fyrir Hæstarétti og verður flutt þar í september. Virðist þetta eiga að vera vegna afstöðu minnar fyrr á árum til málefna sem tengjast dómsmeðferð á Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Grein piltsins er frekar ruglingsleg og á ég erfitt með að skilja efni hennar gjörla. Verður ekki betur séð en höfundur telji mig hafa tekið þátt í aðför að sakborningunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á sínum tíma, sem síðan hafi orðið til þess að þeir voru sakfelldir fyrir tvö manndráp. Þetta er furðuleg samsuða. Í tilefni hennar vil ég fara nokkrum orðum um afstöðu mína til þessa máls gegnum árin og óska eftir að Vísir birti þau.Sjá einnig: Innmúrað hirðfífl – því miðurÉg hef alla tíð talið að ekki hafi verið neinar forsendur til að sakfella ákærðu í þessum málum. Þessa afstöðu tjáði ég hverjum sem heyra vildi eftir að Hæstiréttur hafði kveðið upp áfellisdóm sinn í febrúar 1980. Sævar Ciesielski, faðir greinarhöfundar, krafðist endurupptöku málsins á árinu 1997. Hæstiréttur synjaði erindinu með ákvörðun 15. júlí 1997. Byggðist synjun réttarins á því að ekki hefðu verið lögð fram ný gögn í málinu til þess að leyfa mætti endurupptöku þess. Samkvæmt lögum væri tilkoma nýrra gagna skilyrði fyrir endurupptöku. Bæði fyrir og eftir synjun Hæstaréttar lét ég opinberlega í ljósi þá skoðun að verða ætti við erindi Sævars. Kom þetta meðal annars fram í viðtali við mig sem birtist í „Vikublaðinu“ 2. júní 1997. Eftir að úrskurður Hæstaréttar lá fyrir skrifaði ég grein í Morgunblaðið 8. ágúst 1997, þar sem ég taldi að breyta yrði lögum til að unnt yrði að verða við þessari kröfu um endurupptöku þessa máls. Rakti ég þar mörg atriði sem bentu til þess að dómurinn stæðist ekki. Víkka yrði út heimildir þannig að unnt yrði að leyfa endurupptöku þó að engin ný gögn kæmu fram ef ætla mætti að sakborningar hefðu ranglega verið sakfelldir. Sú væri raunin í þessu máli. Með lagabreytingu á árinu 1999 var bætt við lögin um meðferð sakamála heimild til að endurupptaka mál, þó að ekki hefðu komið fram ný gögn „ef verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess.“ Ekki get ég fullyrt að þessi lagabreyting hafi eingöngu átt rót að rekja til umfjöllunar minnar um þetta efni, en svo mikið er víst að hún fól í sér hvatningu til hennar. Þetta lagaákvæði varð svo til þess að síðar var fallist á endurupptöku málsins og mun málflutningur fara fram í september n.k. Ekki er nokkur vafi á að þetta svonefnda Guðmundar- og Geirfinnsmál og óforsvaranlegir dómar í þeim olli sakfelldu og ástvinum þeirra miklum hörmun. Það er sorglegt að Sævari Marinó Ciesielski skuli ekki hafa enst aldur til að verða vitni að endurupptöku málsins. Á sama hátt er skiljanlegt að ástvinir hans hafi sterkar tilfinningar til málsins, svo sem ljóst er af sérkennilegum skrifum sonar hans, þegar hann veitist að mér með persónulegum ásökunum og uppnefnum. Málstaður hans er hins vegar með öllu óskiljanlegur þar sem ég hef alltaf haldið því fram að dóminn ætti að endurupptaka og leiðrétta þau hörmulegu rangindi sem í honum fólust.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun