Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2018 10:52 Donald Trump svaraði fjölda spurninga frá blaðamönnum. Skjáskot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Á fundinum sagði Trump að leiðtogarnir hafi samþykkt að auka framlög ríkja sinna til NATO sem Bandaríkjaforseti hefur kallað eftir. Útgjöld þeirra til varnarmála muni nú nema um 2 prósentum af landsframleiðslu. Hann hefur lengi lýst óánægju sinni með að Bandaríkin greiði stærstan hluta rekstrarkostnaðar sambandsins. Aukin framlög hinna ríkja muni nema um 33 milljörðum dala, um 3400 milljörðum íslenskra króna. Hvort um sé að ræða einskiptisgreiðslu eða árlega útgjaldaaukningu fylgdi ekki sögunni. Rétt er að taka fram að aðrir leiðtogar NATO-ríkja eiga eftir að staðfesta að það sem fram kom í máli Trump sé rétt. Aðspurður um hvort að hann hafi hótað að draga Bandaríkin úr NATO, yrðu hin ríkin ekki við kröfum hans, talaði Trump undir rós. „Ég lýsti því yfir að ég yrði mjög óánægður ef þau myndu ekki auka framlög sín umtalsvert,“ sagði Trump. Í ljósi nýjustu vendinga væru Bandaríkin hins vegar áfram sannfærð um ágæti varnarbandalagsins.Sjá einnig: Neistar á milli þjóðarleiðtoga á NATO fundiAð hans mati sé NATO sterkara eftir fundinn og að það sé ekkert til í því að kröfur hans grafi undan bandalaginu. Þvert á móti munu aukin útgjöld til sambandsins gera því betur kleift að standast þrýsting Rússa, sem hafa lengi haft horn í síðu NATO. Trump fundar með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á mánudag. Bandaríkjaforseti var spurður á fundinum hvort hann myndi ræða málefni Krímskagans á fundinum, en Rússar innlimuðu skagann árið 2014. Trump svaraði á þá leið að hann væri ósáttur með innlimunina og að hefði hann verið forseti á þeim tíma þá hefði hann aldrei leyft henni að eiga sér stað. Að öðru leyti sagði hann að fundur hans með Pútín væri ekkert sérstaklega merkilegur. Hann yrði líklega stuttur en gæti haft eitthvað í för með sér. „Eða ekki,“ bætti Trump við. Þá sagði Trump að hann hlakkaði til að fara í opinberu heimsóknina til Bretlands, sem hefst síðar í dag. Hann sagðist viss um að breska þjóðin kynni að meta sig, ekki síst vegna skoðana hans í innflytjendamálum. Niðurstöður skoðanakannanna benda þó til annars. Upptöku af fundi Trump má sjá hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump NATO Tengdar fréttir Merkel svarar fyrir sig eftir gagnrýni Trump Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gefur lítið fyrir ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að stjórnvöld í Berlín væru strengjabrúður Rússa 11. júlí 2018 16:30 Neistar á milli þjóðarleiðtoga á NATO fundi Bandaríkjaforseti sakaði Þjóðverja um að vera undir hæl Rússa og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins minnti Bandaríkjamenn á að met bandamenn sína að verðleikum því þeir ættu ekki marga slíka. 11. júlí 2018 18:52 Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Á fundinum sagði Trump að leiðtogarnir hafi samþykkt að auka framlög ríkja sinna til NATO sem Bandaríkjaforseti hefur kallað eftir. Útgjöld þeirra til varnarmála muni nú nema um 2 prósentum af landsframleiðslu. Hann hefur lengi lýst óánægju sinni með að Bandaríkin greiði stærstan hluta rekstrarkostnaðar sambandsins. Aukin framlög hinna ríkja muni nema um 33 milljörðum dala, um 3400 milljörðum íslenskra króna. Hvort um sé að ræða einskiptisgreiðslu eða árlega útgjaldaaukningu fylgdi ekki sögunni. Rétt er að taka fram að aðrir leiðtogar NATO-ríkja eiga eftir að staðfesta að það sem fram kom í máli Trump sé rétt. Aðspurður um hvort að hann hafi hótað að draga Bandaríkin úr NATO, yrðu hin ríkin ekki við kröfum hans, talaði Trump undir rós. „Ég lýsti því yfir að ég yrði mjög óánægður ef þau myndu ekki auka framlög sín umtalsvert,“ sagði Trump. Í ljósi nýjustu vendinga væru Bandaríkin hins vegar áfram sannfærð um ágæti varnarbandalagsins.Sjá einnig: Neistar á milli þjóðarleiðtoga á NATO fundiAð hans mati sé NATO sterkara eftir fundinn og að það sé ekkert til í því að kröfur hans grafi undan bandalaginu. Þvert á móti munu aukin útgjöld til sambandsins gera því betur kleift að standast þrýsting Rússa, sem hafa lengi haft horn í síðu NATO. Trump fundar með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á mánudag. Bandaríkjaforseti var spurður á fundinum hvort hann myndi ræða málefni Krímskagans á fundinum, en Rússar innlimuðu skagann árið 2014. Trump svaraði á þá leið að hann væri ósáttur með innlimunina og að hefði hann verið forseti á þeim tíma þá hefði hann aldrei leyft henni að eiga sér stað. Að öðru leyti sagði hann að fundur hans með Pútín væri ekkert sérstaklega merkilegur. Hann yrði líklega stuttur en gæti haft eitthvað í för með sér. „Eða ekki,“ bætti Trump við. Þá sagði Trump að hann hlakkaði til að fara í opinberu heimsóknina til Bretlands, sem hefst síðar í dag. Hann sagðist viss um að breska þjóðin kynni að meta sig, ekki síst vegna skoðana hans í innflytjendamálum. Niðurstöður skoðanakannanna benda þó til annars. Upptöku af fundi Trump má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump NATO Tengdar fréttir Merkel svarar fyrir sig eftir gagnrýni Trump Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gefur lítið fyrir ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að stjórnvöld í Berlín væru strengjabrúður Rússa 11. júlí 2018 16:30 Neistar á milli þjóðarleiðtoga á NATO fundi Bandaríkjaforseti sakaði Þjóðverja um að vera undir hæl Rússa og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins minnti Bandaríkjamenn á að met bandamenn sína að verðleikum því þeir ættu ekki marga slíka. 11. júlí 2018 18:52 Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Sjá meira
Merkel svarar fyrir sig eftir gagnrýni Trump Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gefur lítið fyrir ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að stjórnvöld í Berlín væru strengjabrúður Rússa 11. júlí 2018 16:30
Neistar á milli þjóðarleiðtoga á NATO fundi Bandaríkjaforseti sakaði Þjóðverja um að vera undir hæl Rússa og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins minnti Bandaríkjamenn á að met bandamenn sína að verðleikum því þeir ættu ekki marga slíka. 11. júlí 2018 18:52
Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03