Ísöldur sjást á yfirborði Plútós Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2018 23:45 Ísöldurnar má sjá á neðri helmingi myndarinnar. NASA/JHUAPL/SwRI Athuganir bandaríska geimfarsins New Horizons benda til þess að öldur úr frosnu metani, ekki ólíkar sandöldum á jörðinni, sé að finna á dvergreikistjörnunni Plútó. Uppgötvunin kemur vísindamönnum nokkuð á óvart og bendir til þess að yfirborð Plútós veðrist meira en talið var mögulegt. Stjörnufræðingar lögðust yfir myndir sem New Horizons sendi til jarðar eftir að geimfarið þeyttist fram hjá Plútó í júlí árið 2015. Á þeim komu þeir auga á fyrirbæri sem líktust sandöldum nærri fimm kílómetra háum fjallgarði úr vatnsís. Efnagreining bendir til þess að öldurnar séu úr metanís. Ískornin sem mynda öldurnar eru um það bil á stærð við sandkorn, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Lofthjúpur Plútós er næfurþunnur og er aðallega úr köfnunarefni en einnig metani og kolmónoxíði í snefilmagni. Jafnvel er talið að gasið frjósi fast við yfirborðið þegar Plútó er fjærst sólu. Vísindamenn töldu að lofthjúpurinn væri of þunnur til þess að geta sorfið öldur í frosið yfirborðið.Fjölbreyttari heimur en talið var Matt Telfer, landfræðingur við Plymouth-háskóla á Englandi, segir að ísöldurnar séu líklega á einu vindasamasta svæði Plútós. Vindurinn þar gæti náð allt að tíu metrum á sekúndu. Það gæti værið nóg til að halda ískornum á hreyfingu. Ólíkt jörðinni þar sem sólin knýr vindana telja vísindamennirnir að vindarnir sem mynda ísöldurnar á Plútó verði til þegar loft flæðir niður fjallgarðinn í grenndinni og við þurrgufun yfirborðsins. Þurrgufun er þegar fast efni fer beint yfir í gasform. Örlítill hiti frá fjarlægri sólinni gæti svo hjálpað til við að lyfta ískornunum upp af yfirborðinu þar sem vindurinn getur borið þau með sér. Áður en New Horizons bar að garði höfðu menn aldrei séð yfirborð Plútós. Fyrirfram töldu stjörnufræðingar að þar væri ekki að finna mikla virkni enda er Plútó á ysta hjara sólkerfisins, allt frá 4,4 til 7,3 milljörðum kílómetra frá sólinni eftir því hvar hann er á braut sinni. Myndir geimfarins leiddu hins vegar í ljós mun fjölbreyttari heim en vísindamenn höfðu ímyndað sér. Þannig eru vísbendingar um einhvers konar jarðvirkni og möguleg íseldfjöll á yfirborðinu. Vísindi Tengdar fréttir New Horizons-leiðangurinn fær óvæntan bónus Eftir vel heppnaða heimsókn til Plútós virðist næsta takmark New Horizons-geimfarsins margslungnara en í fyrstu var talið. 13. desember 2017 16:25 Ísblöðin á Plútó talin vera sorfinn metanís Þurrgufun metaníss myndar ísblöð á stærð við skýjakljúfa á hálendissvæðum dvergreikistjörnunnar Plútós. 2. október 2017 23:50 New Horizons í dvala fyrir stefnumót við íshnullung Slökkt verður á mælitækjum Plútókönnuðarins þangað til í júní, hálfu ári áður en hann nær til næsta takmarks síns í Kuipersbeltinu. 25. desember 2017 12:21 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Athuganir bandaríska geimfarsins New Horizons benda til þess að öldur úr frosnu metani, ekki ólíkar sandöldum á jörðinni, sé að finna á dvergreikistjörnunni Plútó. Uppgötvunin kemur vísindamönnum nokkuð á óvart og bendir til þess að yfirborð Plútós veðrist meira en talið var mögulegt. Stjörnufræðingar lögðust yfir myndir sem New Horizons sendi til jarðar eftir að geimfarið þeyttist fram hjá Plútó í júlí árið 2015. Á þeim komu þeir auga á fyrirbæri sem líktust sandöldum nærri fimm kílómetra háum fjallgarði úr vatnsís. Efnagreining bendir til þess að öldurnar séu úr metanís. Ískornin sem mynda öldurnar eru um það bil á stærð við sandkorn, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Lofthjúpur Plútós er næfurþunnur og er aðallega úr köfnunarefni en einnig metani og kolmónoxíði í snefilmagni. Jafnvel er talið að gasið frjósi fast við yfirborðið þegar Plútó er fjærst sólu. Vísindamenn töldu að lofthjúpurinn væri of þunnur til þess að geta sorfið öldur í frosið yfirborðið.Fjölbreyttari heimur en talið var Matt Telfer, landfræðingur við Plymouth-háskóla á Englandi, segir að ísöldurnar séu líklega á einu vindasamasta svæði Plútós. Vindurinn þar gæti náð allt að tíu metrum á sekúndu. Það gæti værið nóg til að halda ískornum á hreyfingu. Ólíkt jörðinni þar sem sólin knýr vindana telja vísindamennirnir að vindarnir sem mynda ísöldurnar á Plútó verði til þegar loft flæðir niður fjallgarðinn í grenndinni og við þurrgufun yfirborðsins. Þurrgufun er þegar fast efni fer beint yfir í gasform. Örlítill hiti frá fjarlægri sólinni gæti svo hjálpað til við að lyfta ískornunum upp af yfirborðinu þar sem vindurinn getur borið þau með sér. Áður en New Horizons bar að garði höfðu menn aldrei séð yfirborð Plútós. Fyrirfram töldu stjörnufræðingar að þar væri ekki að finna mikla virkni enda er Plútó á ysta hjara sólkerfisins, allt frá 4,4 til 7,3 milljörðum kílómetra frá sólinni eftir því hvar hann er á braut sinni. Myndir geimfarins leiddu hins vegar í ljós mun fjölbreyttari heim en vísindamenn höfðu ímyndað sér. Þannig eru vísbendingar um einhvers konar jarðvirkni og möguleg íseldfjöll á yfirborðinu.
Vísindi Tengdar fréttir New Horizons-leiðangurinn fær óvæntan bónus Eftir vel heppnaða heimsókn til Plútós virðist næsta takmark New Horizons-geimfarsins margslungnara en í fyrstu var talið. 13. desember 2017 16:25 Ísblöðin á Plútó talin vera sorfinn metanís Þurrgufun metaníss myndar ísblöð á stærð við skýjakljúfa á hálendissvæðum dvergreikistjörnunnar Plútós. 2. október 2017 23:50 New Horizons í dvala fyrir stefnumót við íshnullung Slökkt verður á mælitækjum Plútókönnuðarins þangað til í júní, hálfu ári áður en hann nær til næsta takmarks síns í Kuipersbeltinu. 25. desember 2017 12:21 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
New Horizons-leiðangurinn fær óvæntan bónus Eftir vel heppnaða heimsókn til Plútós virðist næsta takmark New Horizons-geimfarsins margslungnara en í fyrstu var talið. 13. desember 2017 16:25
Ísblöðin á Plútó talin vera sorfinn metanís Þurrgufun metaníss myndar ísblöð á stærð við skýjakljúfa á hálendissvæðum dvergreikistjörnunnar Plútós. 2. október 2017 23:50
New Horizons í dvala fyrir stefnumót við íshnullung Slökkt verður á mælitækjum Plútókönnuðarins þangað til í júní, hálfu ári áður en hann nær til næsta takmarks síns í Kuipersbeltinu. 25. desember 2017 12:21