
Taka þátt eða spila til að vinna?
Samruni tækni og verslunar, er það eitthvað? Já, án nokkurs vafa, alveg eins og það er nokkuð ljóst að internetið er ekki bóla. Flestir stjórnendur gera sér grein fyrir þeim miklu möguleikum og tækifærum sem felast í betra sambandi við sína viðskiptavini og því að byggja upp traust samband við þá. Samþætting tækni og verslunar felur í sér fjölmörg tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki og einnig að vera tilbúin til þess að nýta til fulls tækifærin sem felast í því að auðvelda viðskiptavininum að eiga við þig samskipti og viðskipti, hvar sem hann kýs að gera það.
Ertu að spila á gömlu leikkerfi?
Með því að kynnast viðskiptavinum, kauphegðun þeirra, hvernig þeir vilja eiga við þig samskipti og nýta upplýsingar og gögn sem til eru, stendur þú strax framar en samkeppnisaðilinn sem gerir það ekki. Samkeppnisumhverfið breytist hratt með nýjum kynslóðum og tækninýjungum, þú ert ekki einungis að keppa á heimavelli við kaupmanninn á horninu, þú ert að spila á risastórum útivelli þar sem heimsmeistarar í smásölu spila fram sínu besta liði. Þrátt fyrir hugsanlegan mun á stærð og heimavelli þá hefur þú allt sem þarf til þess að stinga samkeppnina af, en þú þarft að innleiða þá hugsun að nýta öll tækifæri til þess að hafa áhrif og einbeittan vilja til þess að aðgreina þig frá samkeppninni.
Kenningar onmi-channel ganga t.d. út á það að fyrirtæki setji viðskiptavininn alltaf í fyrsta sætið og tryggi það, að sama hvar hann kýs að eiga samskipti og viðskipti þá séu allir mögulegir snertifletir samþættir til að tryggja sem bestu þjónustu upplifun. Upplifunin er hnökralaus. Hvort sem viðskiptavinurinn kýs að eiga við þig samskipti gegnum twitter eða tala við starfsmenn í verslun þá verða skilaboðin að vera samhæfð. Leikurinn breytist sífellt en það er það sem gerir þetta spennandi.
Eru allir leikmenn í formi?
Það eru miklir möguleikar í samruna tækni og verslunar sem hefur átt sér stað í viðskiptum og ekki seinna vænna en að taka þátt í þeim leik, sértu ekki nú þegar að spila með. Með öllum þeim stafrænu möguleikum sem til staðar eru og auðvelt er að nýta sér, er engin ástæða til annars en að þú getir spilað til sigurs og hrifið með þér markaðinn. Það og metnaður, ástríða, raunverulegur áhugi á viðskiptavinum og góður skammtur af keppnisskapi. Þetta er engin framtíðartónlist, stundum er sagt að framtíðin sé núna og það er alveg rétt rétt. Markaðir breytast hratt og væntingar viðskiptavina líka.
Íslensk fyrirtæki hafa allt til brunns að bera og er nóg af viðskiptatækifærum. Það er bara spurning um þor, kænsku, metnað til að sækjast eftir þeim eða hugmyndaflug til að búa þau til. Þetta kallar á að taka gömlum lögmálum ekki sem gefnum og vilja til að skora á núverandi samkeppnislandslag, nýta öll tækifæri til þess að byggja upp samband við viðskiptavini og snúa vörn í sókn.
Höfundur er alþjóðaviðskipta- og markaðsfræðingur.
Skoðun

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar