Taka þátt eða spila til að vinna? Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar 23. maí 2018 14:35 Það er gömul saga og ný að þegar kemur að árangri í viðskiptum, skiptir samband við viðskiptavini bæði innri og ytri, mestu máli. Það breytist ekki en það sem tekur sífelldum breytingum eru möguleikarnir til þess að eiga samskipti við viðskiptavini. Samruni tækni og verslunar, er það eitthvað? Já, án nokkurs vafa, alveg eins og það er nokkuð ljóst að internetið er ekki bóla. Flestir stjórnendur gera sér grein fyrir þeim miklu möguleikum og tækifærum sem felast í betra sambandi við sína viðskiptavini og því að byggja upp traust samband við þá. Samþætting tækni og verslunar felur í sér fjölmörg tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki og einnig að vera tilbúin til þess að nýta til fulls tækifærin sem felast í því að auðvelda viðskiptavininum að eiga við þig samskipti og viðskipti, hvar sem hann kýs að gera það.Ertu að spila á gömlu leikkerfi?Með því að kynnast viðskiptavinum, kauphegðun þeirra, hvernig þeir vilja eiga við þig samskipti og nýta upplýsingar og gögn sem til eru, stendur þú strax framar en samkeppnisaðilinn sem gerir það ekki. Samkeppnisumhverfið breytist hratt með nýjum kynslóðum og tækninýjungum, þú ert ekki einungis að keppa á heimavelli við kaupmanninn á horninu, þú ert að spila á risastórum útivelli þar sem heimsmeistarar í smásölu spila fram sínu besta liði. Þrátt fyrir hugsanlegan mun á stærð og heimavelli þá hefur þú allt sem þarf til þess að stinga samkeppnina af, en þú þarft að innleiða þá hugsun að nýta öll tækifæri til þess að hafa áhrif og einbeittan vilja til þess að aðgreina þig frá samkeppninni. Kenningar onmi-channel ganga t.d. út á það að fyrirtæki setji viðskiptavininn alltaf í fyrsta sætið og tryggi það, að sama hvar hann kýs að eiga samskipti og viðskipti þá séu allir mögulegir snertifletir samþættir til að tryggja sem bestu þjónustu upplifun. Upplifunin er hnökralaus. Hvort sem viðskiptavinurinn kýs að eiga við þig samskipti gegnum twitter eða tala við starfsmenn í verslun þá verða skilaboðin að vera samhæfð. Leikurinn breytist sífellt en það er það sem gerir þetta spennandi.Eru allir leikmenn í formi? Það eru miklir möguleikar í samruna tækni og verslunar sem hefur átt sér stað í viðskiptum og ekki seinna vænna en að taka þátt í þeim leik, sértu ekki nú þegar að spila með. Með öllum þeim stafrænu möguleikum sem til staðar eru og auðvelt er að nýta sér, er engin ástæða til annars en að þú getir spilað til sigurs og hrifið með þér markaðinn. Það og metnaður, ástríða, raunverulegur áhugi á viðskiptavinum og góður skammtur af keppnisskapi. Þetta er engin framtíðartónlist, stundum er sagt að framtíðin sé núna og það er alveg rétt rétt. Markaðir breytast hratt og væntingar viðskiptavina líka. Íslensk fyrirtæki hafa allt til brunns að bera og er nóg af viðskiptatækifærum. Það er bara spurning um þor, kænsku, metnað til að sækjast eftir þeim eða hugmyndaflug til að búa þau til. Þetta kallar á að taka gömlum lögmálum ekki sem gefnum og vilja til að skora á núverandi samkeppnislandslag, nýta öll tækifæri til þess að byggja upp samband við viðskiptavini og snúa vörn í sókn.Höfundur er alþjóðaviðskipta- og markaðsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ósk Heiða Sveinsdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er gömul saga og ný að þegar kemur að árangri í viðskiptum, skiptir samband við viðskiptavini bæði innri og ytri, mestu máli. Það breytist ekki en það sem tekur sífelldum breytingum eru möguleikarnir til þess að eiga samskipti við viðskiptavini. Samruni tækni og verslunar, er það eitthvað? Já, án nokkurs vafa, alveg eins og það er nokkuð ljóst að internetið er ekki bóla. Flestir stjórnendur gera sér grein fyrir þeim miklu möguleikum og tækifærum sem felast í betra sambandi við sína viðskiptavini og því að byggja upp traust samband við þá. Samþætting tækni og verslunar felur í sér fjölmörg tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki og einnig að vera tilbúin til þess að nýta til fulls tækifærin sem felast í því að auðvelda viðskiptavininum að eiga við þig samskipti og viðskipti, hvar sem hann kýs að gera það.Ertu að spila á gömlu leikkerfi?Með því að kynnast viðskiptavinum, kauphegðun þeirra, hvernig þeir vilja eiga við þig samskipti og nýta upplýsingar og gögn sem til eru, stendur þú strax framar en samkeppnisaðilinn sem gerir það ekki. Samkeppnisumhverfið breytist hratt með nýjum kynslóðum og tækninýjungum, þú ert ekki einungis að keppa á heimavelli við kaupmanninn á horninu, þú ert að spila á risastórum útivelli þar sem heimsmeistarar í smásölu spila fram sínu besta liði. Þrátt fyrir hugsanlegan mun á stærð og heimavelli þá hefur þú allt sem þarf til þess að stinga samkeppnina af, en þú þarft að innleiða þá hugsun að nýta öll tækifæri til þess að hafa áhrif og einbeittan vilja til þess að aðgreina þig frá samkeppninni. Kenningar onmi-channel ganga t.d. út á það að fyrirtæki setji viðskiptavininn alltaf í fyrsta sætið og tryggi það, að sama hvar hann kýs að eiga samskipti og viðskipti þá séu allir mögulegir snertifletir samþættir til að tryggja sem bestu þjónustu upplifun. Upplifunin er hnökralaus. Hvort sem viðskiptavinurinn kýs að eiga við þig samskipti gegnum twitter eða tala við starfsmenn í verslun þá verða skilaboðin að vera samhæfð. Leikurinn breytist sífellt en það er það sem gerir þetta spennandi.Eru allir leikmenn í formi? Það eru miklir möguleikar í samruna tækni og verslunar sem hefur átt sér stað í viðskiptum og ekki seinna vænna en að taka þátt í þeim leik, sértu ekki nú þegar að spila með. Með öllum þeim stafrænu möguleikum sem til staðar eru og auðvelt er að nýta sér, er engin ástæða til annars en að þú getir spilað til sigurs og hrifið með þér markaðinn. Það og metnaður, ástríða, raunverulegur áhugi á viðskiptavinum og góður skammtur af keppnisskapi. Þetta er engin framtíðartónlist, stundum er sagt að framtíðin sé núna og það er alveg rétt rétt. Markaðir breytast hratt og væntingar viðskiptavina líka. Íslensk fyrirtæki hafa allt til brunns að bera og er nóg af viðskiptatækifærum. Það er bara spurning um þor, kænsku, metnað til að sækjast eftir þeim eða hugmyndaflug til að búa þau til. Þetta kallar á að taka gömlum lögmálum ekki sem gefnum og vilja til að skora á núverandi samkeppnislandslag, nýta öll tækifæri til þess að byggja upp samband við viðskiptavini og snúa vörn í sókn.Höfundur er alþjóðaviðskipta- og markaðsfræðingur.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun