Fá boðuð mál ráðherra komin fyrir þingheim Sveinn Arnarsson skrifar 12. apríl 2018 06:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ræðustóli á Alþingi. Vísir/ERNIR Af þeim 110 lagafrumvörpum, sem ráðherrar ætla sér að koma með til þings á yfirstandandi þingi, hafa aðeins 65 komið til þings. Einnig vantar 20 boðaðar þingsályktunartillögur ráðherra. Fyrsti þingfundardagur að afloknu löngu jólafríi var þann 22. janúar. Ný þingmál, sem eiga að koma á dagskrá fyrir sumarhlé, þurfa að berast skrifstofu Alþingis fyrir lok mars 2018 samkvæmt reglum þingsins. Því er tíminn liðinn sem þingmenn og ráðherrar hafa til að leggja fram ný þingmál. Hins vegar hefur það gerst á hverju ári að ný þingmál komi seint inn í þingið frá ráðherrum en þá þarf að leita heimildar hjá þingmönnum sjálfum. Þórunn Egilsdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir vandamálið hafa verið við lýði lengi. „Ríkisstjórnin hefur ekki setið lengi og því er þetta að einhverju leyti eðlilegt. Við vinnum í þeim málum sem munu koma til þings. Auðvitað eru fáir þingfundardagar eftir og ljóst að ekki koma öll málin til þingsins í vor,“ segir Þórunn. „Ég á ekki von á að fleiri þingsályktanir ráðherra komi til kasta þingsins á þessu þingi og því þurfa þær að bíða til haustsins.“ Katrín Jakobsdóttir, núverandi forsætisráðherra, hefur oft á tíðum gagnrýnt þá stöðu sem kemur upp í þingstörfunum. Til að mynda gagnrýndi hún ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fyrir þetta vinnulag við þinglok árið 2015.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir ofbeldi að demba málum of seint fram á Alþingi.Vísir/ERNIR„Ég vil skora á hæstvirtan forseta að stilla formönnum stjórnarflokkanna upp við vegg. Það gengur ekki að koma hér með mál seint inn og efna svo í fullkomið kaos hér undir lok þingsins,“ sagði Katrín. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir þetta vera til marks um að vinnubrögð hafi lítið batnað. „Það eru ekki margir þingfundardagar eftir ef við skoðum starfsáætlun þingsins og það er í sjálfu sér fullkomið ofbeldi að demba yfir okkur málum seint,“ segir Björn Leví. „En vitaskuld verður eitthvað af þessum málum notað í lokin til samninga um starfslok eins og verið hefur. En þetta er ekki til marks um vönduð vinnubrögð, síður en svo,“ Af þeim fjölda mála sem þingið bíður enn eftir eru sum hver sem munu taka langan tíma í meðförum þingsins. Til að mynda vantar bæði samgönguáætlun næstu þriggja ára og næstu tíu ára. Samkvæmt þingmálaskrá áttu þær áætlanir að koma til kasta þingsins í febrúar. Nú hefur verið ákveðið að fresta þeim til haustsins. Þá bólar ekki á frumvarpi umhverfisráðherra um þjóðgarðastofnun og frumvarp fjármálaráðherra um græna skatta og ívilnanir í takt við stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum er ekki komið fram. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ríkisstjórnin dælir málum inn á Alþingi Þingflokksformaður Miðflokksins segir ólíkegt að ríkisstjórnin nái öllum sínum málum fram fyrir þinghlé vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. 10. apríl 2018 13:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Af þeim 110 lagafrumvörpum, sem ráðherrar ætla sér að koma með til þings á yfirstandandi þingi, hafa aðeins 65 komið til þings. Einnig vantar 20 boðaðar þingsályktunartillögur ráðherra. Fyrsti þingfundardagur að afloknu löngu jólafríi var þann 22. janúar. Ný þingmál, sem eiga að koma á dagskrá fyrir sumarhlé, þurfa að berast skrifstofu Alþingis fyrir lok mars 2018 samkvæmt reglum þingsins. Því er tíminn liðinn sem þingmenn og ráðherrar hafa til að leggja fram ný þingmál. Hins vegar hefur það gerst á hverju ári að ný þingmál komi seint inn í þingið frá ráðherrum en þá þarf að leita heimildar hjá þingmönnum sjálfum. Þórunn Egilsdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir vandamálið hafa verið við lýði lengi. „Ríkisstjórnin hefur ekki setið lengi og því er þetta að einhverju leyti eðlilegt. Við vinnum í þeim málum sem munu koma til þings. Auðvitað eru fáir þingfundardagar eftir og ljóst að ekki koma öll málin til þingsins í vor,“ segir Þórunn. „Ég á ekki von á að fleiri þingsályktanir ráðherra komi til kasta þingsins á þessu þingi og því þurfa þær að bíða til haustsins.“ Katrín Jakobsdóttir, núverandi forsætisráðherra, hefur oft á tíðum gagnrýnt þá stöðu sem kemur upp í þingstörfunum. Til að mynda gagnrýndi hún ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fyrir þetta vinnulag við þinglok árið 2015.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir ofbeldi að demba málum of seint fram á Alþingi.Vísir/ERNIR„Ég vil skora á hæstvirtan forseta að stilla formönnum stjórnarflokkanna upp við vegg. Það gengur ekki að koma hér með mál seint inn og efna svo í fullkomið kaos hér undir lok þingsins,“ sagði Katrín. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir þetta vera til marks um að vinnubrögð hafi lítið batnað. „Það eru ekki margir þingfundardagar eftir ef við skoðum starfsáætlun þingsins og það er í sjálfu sér fullkomið ofbeldi að demba yfir okkur málum seint,“ segir Björn Leví. „En vitaskuld verður eitthvað af þessum málum notað í lokin til samninga um starfslok eins og verið hefur. En þetta er ekki til marks um vönduð vinnubrögð, síður en svo,“ Af þeim fjölda mála sem þingið bíður enn eftir eru sum hver sem munu taka langan tíma í meðförum þingsins. Til að mynda vantar bæði samgönguáætlun næstu þriggja ára og næstu tíu ára. Samkvæmt þingmálaskrá áttu þær áætlanir að koma til kasta þingsins í febrúar. Nú hefur verið ákveðið að fresta þeim til haustsins. Þá bólar ekki á frumvarpi umhverfisráðherra um þjóðgarðastofnun og frumvarp fjármálaráðherra um græna skatta og ívilnanir í takt við stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum er ekki komið fram.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ríkisstjórnin dælir málum inn á Alþingi Þingflokksformaður Miðflokksins segir ólíkegt að ríkisstjórnin nái öllum sínum málum fram fyrir þinghlé vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. 10. apríl 2018 13:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Ríkisstjórnin dælir málum inn á Alþingi Þingflokksformaður Miðflokksins segir ólíkegt að ríkisstjórnin nái öllum sínum málum fram fyrir þinghlé vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. 10. apríl 2018 13:00