Kannabisræktun á Íslandi „í miklum blóma“ að sögn yfirlögregluþjóns Elín Margrét Böðvarsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 13. apríl 2018 20:30 Líkt og greint hefur verið frá í fréttum var hald lagt á yfir þrjú hundruð kannabisplöntur í einni umfangsmestu kannabisræktun sem hefur komið til kasta lögreglunnar á miðvikudaginn. Fjórir voru handteknir vegna málsins en yfirlögregluþjónn segir kannabisræktun hér á landi vera í miklum blóma en grunur leikur á um að efnin hafi verið ætluð til útflutnings. Alls fundust 322 kannabisplöntur í húsnæði í Smáratúni í Þykkvabæ á Suðurlandi en húsnæðið höfðu pólskir leigjendur til umráða samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá fundust tæpar sjö milljónir króna í reiðufé auk sextán kílóa af kannabislaufum en athygli vakti að hluti þeirra var frosin. „Málið er rannsakað í sjálfu sér sem bæði framleiðsla og hugsanlegur útflutningur á fíkniefnum og síðan peningaþvætti,” segir Karl Steinar.Ræktunin var í iðnaðarhúsnæði í Smáratúni í Þykkvabæ samkvæmt heimildum fréttastofu.VísirHann segir ræktunina vera með þeim umfangsmeiri sem lögregla hefur komist í tæri við í talsvert langan tíma en að aðgerðunum komu lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og embætti ríkislögreglustjóra, en rannsókn málsins er jafnframt unnin í samvinnu við tollyfirvöld, pólsku lögregluna og Europol. „Við höfum stöðvað í aðgerðum síðasta rúma mánuð, þá eru þetta eitthvað um 1200 plöntur sem að hafa reyndar verið á mismunandi stigi ræktunar,” segir Karl Steinar, en plönturnar sem haldlagðar voru á miðvikudaginn voru flestar á lokastigi ræktunar. „Þetta er greinilega í miklum blóma,” segir Karl Steinar og vísar þar til umfangs kannabisræktunar á Íslandi. Mönnunum fjórum sem handteknir voru, einum Íslendingi og þremur Pólverjum, hefur verið sleppt úr haldi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á farbann. Tengdar fréttir Fjórar handtökur í tengslum við umfangsmikla kannabisræktun í Þykkvabæ Frosin kannabislauf fundust á svæðinu sem bendir til þess að hinir grunuðu hafi ætlað sér að flytja efni utan. 13. apríl 2018 13:21 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá í fréttum var hald lagt á yfir þrjú hundruð kannabisplöntur í einni umfangsmestu kannabisræktun sem hefur komið til kasta lögreglunnar á miðvikudaginn. Fjórir voru handteknir vegna málsins en yfirlögregluþjónn segir kannabisræktun hér á landi vera í miklum blóma en grunur leikur á um að efnin hafi verið ætluð til útflutnings. Alls fundust 322 kannabisplöntur í húsnæði í Smáratúni í Þykkvabæ á Suðurlandi en húsnæðið höfðu pólskir leigjendur til umráða samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá fundust tæpar sjö milljónir króna í reiðufé auk sextán kílóa af kannabislaufum en athygli vakti að hluti þeirra var frosin. „Málið er rannsakað í sjálfu sér sem bæði framleiðsla og hugsanlegur útflutningur á fíkniefnum og síðan peningaþvætti,” segir Karl Steinar.Ræktunin var í iðnaðarhúsnæði í Smáratúni í Þykkvabæ samkvæmt heimildum fréttastofu.VísirHann segir ræktunina vera með þeim umfangsmeiri sem lögregla hefur komist í tæri við í talsvert langan tíma en að aðgerðunum komu lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og embætti ríkislögreglustjóra, en rannsókn málsins er jafnframt unnin í samvinnu við tollyfirvöld, pólsku lögregluna og Europol. „Við höfum stöðvað í aðgerðum síðasta rúma mánuð, þá eru þetta eitthvað um 1200 plöntur sem að hafa reyndar verið á mismunandi stigi ræktunar,” segir Karl Steinar, en plönturnar sem haldlagðar voru á miðvikudaginn voru flestar á lokastigi ræktunar. „Þetta er greinilega í miklum blóma,” segir Karl Steinar og vísar þar til umfangs kannabisræktunar á Íslandi. Mönnunum fjórum sem handteknir voru, einum Íslendingi og þremur Pólverjum, hefur verið sleppt úr haldi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á farbann.
Tengdar fréttir Fjórar handtökur í tengslum við umfangsmikla kannabisræktun í Þykkvabæ Frosin kannabislauf fundust á svæðinu sem bendir til þess að hinir grunuðu hafi ætlað sér að flytja efni utan. 13. apríl 2018 13:21 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Fjórar handtökur í tengslum við umfangsmikla kannabisræktun í Þykkvabæ Frosin kannabislauf fundust á svæðinu sem bendir til þess að hinir grunuðu hafi ætlað sér að flytja efni utan. 13. apríl 2018 13:21