Kannabisræktun á Íslandi „í miklum blóma“ að sögn yfirlögregluþjóns Elín Margrét Böðvarsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 13. apríl 2018 20:30 Líkt og greint hefur verið frá í fréttum var hald lagt á yfir þrjú hundruð kannabisplöntur í einni umfangsmestu kannabisræktun sem hefur komið til kasta lögreglunnar á miðvikudaginn. Fjórir voru handteknir vegna málsins en yfirlögregluþjónn segir kannabisræktun hér á landi vera í miklum blóma en grunur leikur á um að efnin hafi verið ætluð til útflutnings. Alls fundust 322 kannabisplöntur í húsnæði í Smáratúni í Þykkvabæ á Suðurlandi en húsnæðið höfðu pólskir leigjendur til umráða samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá fundust tæpar sjö milljónir króna í reiðufé auk sextán kílóa af kannabislaufum en athygli vakti að hluti þeirra var frosin. „Málið er rannsakað í sjálfu sér sem bæði framleiðsla og hugsanlegur útflutningur á fíkniefnum og síðan peningaþvætti,” segir Karl Steinar.Ræktunin var í iðnaðarhúsnæði í Smáratúni í Þykkvabæ samkvæmt heimildum fréttastofu.VísirHann segir ræktunina vera með þeim umfangsmeiri sem lögregla hefur komist í tæri við í talsvert langan tíma en að aðgerðunum komu lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og embætti ríkislögreglustjóra, en rannsókn málsins er jafnframt unnin í samvinnu við tollyfirvöld, pólsku lögregluna og Europol. „Við höfum stöðvað í aðgerðum síðasta rúma mánuð, þá eru þetta eitthvað um 1200 plöntur sem að hafa reyndar verið á mismunandi stigi ræktunar,” segir Karl Steinar, en plönturnar sem haldlagðar voru á miðvikudaginn voru flestar á lokastigi ræktunar. „Þetta er greinilega í miklum blóma,” segir Karl Steinar og vísar þar til umfangs kannabisræktunar á Íslandi. Mönnunum fjórum sem handteknir voru, einum Íslendingi og þremur Pólverjum, hefur verið sleppt úr haldi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á farbann. Tengdar fréttir Fjórar handtökur í tengslum við umfangsmikla kannabisræktun í Þykkvabæ Frosin kannabislauf fundust á svæðinu sem bendir til þess að hinir grunuðu hafi ætlað sér að flytja efni utan. 13. apríl 2018 13:21 Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá í fréttum var hald lagt á yfir þrjú hundruð kannabisplöntur í einni umfangsmestu kannabisræktun sem hefur komið til kasta lögreglunnar á miðvikudaginn. Fjórir voru handteknir vegna málsins en yfirlögregluþjónn segir kannabisræktun hér á landi vera í miklum blóma en grunur leikur á um að efnin hafi verið ætluð til útflutnings. Alls fundust 322 kannabisplöntur í húsnæði í Smáratúni í Þykkvabæ á Suðurlandi en húsnæðið höfðu pólskir leigjendur til umráða samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá fundust tæpar sjö milljónir króna í reiðufé auk sextán kílóa af kannabislaufum en athygli vakti að hluti þeirra var frosin. „Málið er rannsakað í sjálfu sér sem bæði framleiðsla og hugsanlegur útflutningur á fíkniefnum og síðan peningaþvætti,” segir Karl Steinar.Ræktunin var í iðnaðarhúsnæði í Smáratúni í Þykkvabæ samkvæmt heimildum fréttastofu.VísirHann segir ræktunina vera með þeim umfangsmeiri sem lögregla hefur komist í tæri við í talsvert langan tíma en að aðgerðunum komu lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og embætti ríkislögreglustjóra, en rannsókn málsins er jafnframt unnin í samvinnu við tollyfirvöld, pólsku lögregluna og Europol. „Við höfum stöðvað í aðgerðum síðasta rúma mánuð, þá eru þetta eitthvað um 1200 plöntur sem að hafa reyndar verið á mismunandi stigi ræktunar,” segir Karl Steinar, en plönturnar sem haldlagðar voru á miðvikudaginn voru flestar á lokastigi ræktunar. „Þetta er greinilega í miklum blóma,” segir Karl Steinar og vísar þar til umfangs kannabisræktunar á Íslandi. Mönnunum fjórum sem handteknir voru, einum Íslendingi og þremur Pólverjum, hefur verið sleppt úr haldi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á farbann.
Tengdar fréttir Fjórar handtökur í tengslum við umfangsmikla kannabisræktun í Þykkvabæ Frosin kannabislauf fundust á svæðinu sem bendir til þess að hinir grunuðu hafi ætlað sér að flytja efni utan. 13. apríl 2018 13:21 Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira
Fjórar handtökur í tengslum við umfangsmikla kannabisræktun í Þykkvabæ Frosin kannabislauf fundust á svæðinu sem bendir til þess að hinir grunuðu hafi ætlað sér að flytja efni utan. 13. apríl 2018 13:21