Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. janúar 2026 06:00 Ammar Jabbar er sautján ára nemandi í FS. Aðsend Sautján ára drengur meiddist á fótum eftir að hafa reynt að koma nágranna sínum til aðstoðar í eldsvoða í Reykjanesbæ. Hann reyndi að brjóta niður hurð nágrannans sem var föst inni í íbúðinni sinni. Ammar Jabbar, sautján ára nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, var að reyna sofna á sunnudagskvöld þegar hann fann sterka lykt af reyk. Í samtali við fréttastofu lýsir Ammar því hvernig hann og fjölskylda hans hafi leitað að upptökum reyksins. Að lokum fór hann út í garð fjölbýlishússins og sá að eldur hafði kviknað í íbúð nágranna hans. „Ég hljóp aftur inn og náði í slökkvitæki. Ég hljóp síðan aftur út að íbúðinni hennar og reyndi að slökkva eldinn. Svo heyrði ég að hún var enn þá inni og öskraði á hjálp,“ segir Ammar en hann var hvorki í bol né skóm. Efnið í slökkvitækinu hafi hins vegar klárast fljótt og enn logaði mikill eldur. Fjölbýlishúsið stendur við Vatnsholt í Reykjanesbæ. Á annan tug íbúa eru í húsinu, þar á meðal konan. Allir komust út úr húsinu, nema hún sem var föst inni. Talið er að eldurinn hafi kviknað í stofu konunnar. „Ég fór inn á gang og reyndi að opna hurðina en hún var læst. Ég og pabbi minn reyndum að brjóta niður hurðina. Það var mikill reykur.“ Ammari og föður hans tókst að brjóta niður hurðina en mikill eldur var inni í íbúðinni. Faðir Ammars bannaði honum að fara inn svo hann myndi ekki meiða sig meira. Að endingu kom lögreglan á vettvang og skipaði þeim að yfirgefa húsið. Mikið tjón varð á íbúðinni.Vísir/Bjarni Einarsson „Ég var einn eftir inni, það voru allir farnir út en lögreglan sagði mér að fara líka út.“ Iljarnar brenndar en hugsar bara um nágrannann Ammar segir að hann hafi brennt sig og meitt sig á iljunum og fótunum þegar hann var að brjóta niður hurðina. Hann fór á sjúkrahús á sunnudagskvöld en vegna meiðslanna getur hann enn ekki gengið langar vegalengdir. „Þegar ég var að slökkva eldinn brunnu fæturnir mínir því það var mjög heitt þarna. Ég sparkaði í hurðina en var ekki í bol eða í skóm svo ég meiddi mig á fæti,“ segir Ammar. Þrátt fyrir að lögreglan hafi skipað honum að fara út vildi Ammar bara tryggja öryggi nágranna síns. Í samtalinu talaði Ammar mikið um konuna og hefur hann enn áhyggjur af líðan hennar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er konan enn þungt haldin og er henni haldið sofandi. „Mér líður svo illa því ég var að reyna að ná henni út. Ef eitthvað slæmt gerist við hana verð ég svo leiður, ég get ekki ímyndað mér þetta, þetta er svo slæmt,“ segir Ammar og bætir við að hann vilji bara vita hver líðan konunnar er. Dvelja á hóteli Ammar og fjölskylda hans dvelja nú á hóteli þar sem enn er mikill reykur á heimili þeirra. Hann segist hafa fengið frí í skólanum og í vinnunni, en hann starfar bæði hjá Bónus og Pizzunni í Reykjanesbæ. Hann dvelur heima þar sem hann getur ekki staðið lengi vegna meiðslanna á fótunum hans. Ekki liggur fyrir hversu lengi fjölskyldan þarf að dvelja á hótelinu, að minnsta kosti eina nótt í viðbót. „Það er svo mikil reyklykt inni. Það er verið að þrífa núna.“ Reykjanesbær Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Ammar Jabbar, sautján ára nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, var að reyna sofna á sunnudagskvöld þegar hann fann sterka lykt af reyk. Í samtali við fréttastofu lýsir Ammar því hvernig hann og fjölskylda hans hafi leitað að upptökum reyksins. Að lokum fór hann út í garð fjölbýlishússins og sá að eldur hafði kviknað í íbúð nágranna hans. „Ég hljóp aftur inn og náði í slökkvitæki. Ég hljóp síðan aftur út að íbúðinni hennar og reyndi að slökkva eldinn. Svo heyrði ég að hún var enn þá inni og öskraði á hjálp,“ segir Ammar en hann var hvorki í bol né skóm. Efnið í slökkvitækinu hafi hins vegar klárast fljótt og enn logaði mikill eldur. Fjölbýlishúsið stendur við Vatnsholt í Reykjanesbæ. Á annan tug íbúa eru í húsinu, þar á meðal konan. Allir komust út úr húsinu, nema hún sem var föst inni. Talið er að eldurinn hafi kviknað í stofu konunnar. „Ég fór inn á gang og reyndi að opna hurðina en hún var læst. Ég og pabbi minn reyndum að brjóta niður hurðina. Það var mikill reykur.“ Ammari og föður hans tókst að brjóta niður hurðina en mikill eldur var inni í íbúðinni. Faðir Ammars bannaði honum að fara inn svo hann myndi ekki meiða sig meira. Að endingu kom lögreglan á vettvang og skipaði þeim að yfirgefa húsið. Mikið tjón varð á íbúðinni.Vísir/Bjarni Einarsson „Ég var einn eftir inni, það voru allir farnir út en lögreglan sagði mér að fara líka út.“ Iljarnar brenndar en hugsar bara um nágrannann Ammar segir að hann hafi brennt sig og meitt sig á iljunum og fótunum þegar hann var að brjóta niður hurðina. Hann fór á sjúkrahús á sunnudagskvöld en vegna meiðslanna getur hann enn ekki gengið langar vegalengdir. „Þegar ég var að slökkva eldinn brunnu fæturnir mínir því það var mjög heitt þarna. Ég sparkaði í hurðina en var ekki í bol eða í skóm svo ég meiddi mig á fæti,“ segir Ammar. Þrátt fyrir að lögreglan hafi skipað honum að fara út vildi Ammar bara tryggja öryggi nágranna síns. Í samtalinu talaði Ammar mikið um konuna og hefur hann enn áhyggjur af líðan hennar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er konan enn þungt haldin og er henni haldið sofandi. „Mér líður svo illa því ég var að reyna að ná henni út. Ef eitthvað slæmt gerist við hana verð ég svo leiður, ég get ekki ímyndað mér þetta, þetta er svo slæmt,“ segir Ammar og bætir við að hann vilji bara vita hver líðan konunnar er. Dvelja á hóteli Ammar og fjölskylda hans dvelja nú á hóteli þar sem enn er mikill reykur á heimili þeirra. Hann segist hafa fengið frí í skólanum og í vinnunni, en hann starfar bæði hjá Bónus og Pizzunni í Reykjanesbæ. Hann dvelur heima þar sem hann getur ekki staðið lengi vegna meiðslanna á fótunum hans. Ekki liggur fyrir hversu lengi fjölskyldan þarf að dvelja á hótelinu, að minnsta kosti eina nótt í viðbót. „Það er svo mikil reyklykt inni. Það er verið að þrífa núna.“
Reykjanesbær Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira