Innlent

Met­að­sókn í starfsendurhæfingu

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Vigdís Jónsdóttir er framkvæmdastjóri VIRK.
Vigdís Jónsdóttir er framkvæmdastjóri VIRK. Vísir/Arnar Halldórsson

Aldrei hafa jafn margir nýtt sér þjónustu VIRK líkt og á liðnu ári. Um áramótin voru tæplega þrjú þúsund einstaklingar í starfsendurhæfingu.

Alls voru 2.576 einstaklingar sem hófu starfsendurhæfingu hjá VIRK á árinu 2025, sem eru rétt rúmlega tvö hundruð fleiri heldur en árið áður. Fjölgunin nemur 8,6 prósentum.

Síðustu þrjá mánuðina bárust 27 prósent fleiri beiðnir um starfsendurhæfingu en síðustu þrjá mánuði árið 2024. Um áramótin voru 2.984 í þjónustu hjá VIRK sem eru 7,1 prósent fleiri en áramótin 2024-25. 

Þetta kemur fram á heimasíðu VIRK. Þar segir að um 27 þúsund einstaklingar hafi nýtt sér þjónustu VIRK frá árinu 2008, sumir oftar en einu sinni. Áttatíu prósent þeirra sem hafa útskrifast frá upphafi starfseminnar eru virkir á vinnumarkaði við útskriftina og eru til að mynda í vinnu eða námi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×