Skagamenn unnu auðveldan sigur á ÍBV í Lengjubikarnum í kvöld.
Þeir réðu lögum og lofum á vellinum í fyrri hálfleik og voru 3-0 yfir í hálfleik. Stefán Teitur Þórðarson kom ÍA yfir strax á 9. mínútu, Ólafur Valur Valdimarsson bætti öðru markinu við á 38. mínútu og Hilmar Halldórsson skoraði undir lok hálfleiksins.
Alexander Már Þorláksson tryggði svo sigurinn fyrir ÍA á 83. mínútu.
Þetta var annar 4-0 sigur ÍA í keppninni, en þeir sigruðu Fram með sömu markatölu í fyrstu umferðinni. ÍBV hefur aðeins leikið einn leik í keppninni til þessa og það var sigur gegn Fram.
