Matteo Renzi segir af sér Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. mars 2018 20:00 Stjórnarkreppa er yfirvofandi á Ítalíu en þingkosningarnar sem fram fóru í landinu í gær skiluðu engum augljósum niðurstöðum. Þá hefur Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra og leiðtogi ítalska demókrataflokksins, sagt af sér formennsku vegna lakrar frammistöðu flokksins í kosningunum. Erfiðar stjórnarmyndunarviðræður eru framundan sem gætu tekið einhverjar vikur. Svo virðast sem hægri- og þjóðernisflokkar hafi notið mestrar hylli í þingkosningunum í gær og hafa leiðtogar róttækra flokka lýst yfir áhuga á að mynda stjórn. Hægriflokkabandalag fyrrverandi forsætisráðherrans Silvio Berlusconi hlýtur flest þingsæti að öllum líkindum en Fimmstjörnuhreyfingin svokallaða, er hins vegar stærsti einstaki flokkurinn að loknum kosningunum með rúmlega 30% atkvæða. „Kosningarnar eru sigur fyrir Fimmstjörnuhreyfinguna. Við erum sigurvegarar kosninganna,“ segir Luigi Di Maio, leiðtogi hreyfingarinnar. Í svipaðan streng tekur leiðtogi hægriflokksins Lega, en báðir hafa flokkarnir lýst yfir nokkurri andstöðu við Evrópusambandið. „Þetta er ótrúlegur sigur sem fyllir okkur stolti, gleði og kallar á ábyrgð því milljónir Ítala hafa beðið okkur að taka völdin á ný í þessu landi,“ segir Matteo Salvini, leiðtogi Lega, sem mátti góðu gengi fagna í kosningunum. Ef illa gengur að mynda stjórn er ekki útilokað að blása þurfi til nýrra kosninga en ekki þykir líklegt að nýjar kosningar skili endilega skýrari niðurstöðum. Tengdar fréttir Berbrjósta mótmælandi truflaði Berlusconi á kjörstað Mótmælandi náði óvænt að smygla sér inn á kjörstað í dag þegar Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu greiddi atkvæði í þingkosningum þar í landi. 4. mars 2018 21:15 Flókinn kapall framundan á Ítalíu Svo virðist sem Ítalir þurfi að klambra saman samsteypustjórn eftir þingkosningar sem fram fóru í landinu í gær. 5. mars 2018 06:35 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira
Stjórnarkreppa er yfirvofandi á Ítalíu en þingkosningarnar sem fram fóru í landinu í gær skiluðu engum augljósum niðurstöðum. Þá hefur Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra og leiðtogi ítalska demókrataflokksins, sagt af sér formennsku vegna lakrar frammistöðu flokksins í kosningunum. Erfiðar stjórnarmyndunarviðræður eru framundan sem gætu tekið einhverjar vikur. Svo virðast sem hægri- og þjóðernisflokkar hafi notið mestrar hylli í þingkosningunum í gær og hafa leiðtogar róttækra flokka lýst yfir áhuga á að mynda stjórn. Hægriflokkabandalag fyrrverandi forsætisráðherrans Silvio Berlusconi hlýtur flest þingsæti að öllum líkindum en Fimmstjörnuhreyfingin svokallaða, er hins vegar stærsti einstaki flokkurinn að loknum kosningunum með rúmlega 30% atkvæða. „Kosningarnar eru sigur fyrir Fimmstjörnuhreyfinguna. Við erum sigurvegarar kosninganna,“ segir Luigi Di Maio, leiðtogi hreyfingarinnar. Í svipaðan streng tekur leiðtogi hægriflokksins Lega, en báðir hafa flokkarnir lýst yfir nokkurri andstöðu við Evrópusambandið. „Þetta er ótrúlegur sigur sem fyllir okkur stolti, gleði og kallar á ábyrgð því milljónir Ítala hafa beðið okkur að taka völdin á ný í þessu landi,“ segir Matteo Salvini, leiðtogi Lega, sem mátti góðu gengi fagna í kosningunum. Ef illa gengur að mynda stjórn er ekki útilokað að blása þurfi til nýrra kosninga en ekki þykir líklegt að nýjar kosningar skili endilega skýrari niðurstöðum.
Tengdar fréttir Berbrjósta mótmælandi truflaði Berlusconi á kjörstað Mótmælandi náði óvænt að smygla sér inn á kjörstað í dag þegar Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu greiddi atkvæði í þingkosningum þar í landi. 4. mars 2018 21:15 Flókinn kapall framundan á Ítalíu Svo virðist sem Ítalir þurfi að klambra saman samsteypustjórn eftir þingkosningar sem fram fóru í landinu í gær. 5. mars 2018 06:35 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira
Berbrjósta mótmælandi truflaði Berlusconi á kjörstað Mótmælandi náði óvænt að smygla sér inn á kjörstað í dag þegar Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu greiddi atkvæði í þingkosningum þar í landi. 4. mars 2018 21:15
Flókinn kapall framundan á Ítalíu Svo virðist sem Ítalir þurfi að klambra saman samsteypustjórn eftir þingkosningar sem fram fóru í landinu í gær. 5. mars 2018 06:35