Spurður hvort hann væri hommi eða hvort mamma hans væri vændiskona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2018 12:30 Hlaupararnir Saquon Barkley (til vinstri) og Derrius Guice verða líklega valdir snemma. Vísir/Getty Derrius Guice er verðandi framtíðarstjarna í NFL-deildinni en áður en kemur að nýliðavalinu þá þurfa ungir leikmenn að fara í gegnum nýliðabúðir með flestum þeim sem eru að reyna að komast inn í deildina. Í þessum búðum eru leikmennirnir mældir og prófaðir á allan mögulegan hátt eins og hversu fljótir þeir eru eða hvað þeir stökkva hátt eða langt úr kyrrstöðu. Það eru þó fréttir af viðtölum liðanna við strákana sem fá helst á sig gagnrýni því þar ganga menn langt í að kynnast karakter og persónu leikmannanna. Derrius Guice sagði frá nokkrum spurningunum sem hann fékk í þessum viðtölum við fulltrúa fá liðunum sem eru að íhuga að velja hann í nýliðavalinu. „Þetta var frekar ruglað,“ sagði Derrius Guice í þættinum Late Hits á SiriusXM NFL stöðinni. „Sumir eru að reyna að komast inn í hausinn á þér og þeir eru að reyna að lesa þig út frá viðbrögðunum,“ sagði Guice. USA Today sagði frá.Derrius Guice (@DhaSickest) runs a 4.49u 40-yard dash! @LSUfootball#NFLCombine : @nflnetworkpic.twitter.com/uLkLAAZvDy — NFL (@NFL) March 2, 2018 Derrius Guice er fæddur árið 1997 en hann er hlaupari. Guice er fæddur í Baton Rouge í Louisiana fylki og hann lék með Louisiana State University skólanum frá 2015 til 2017. Enginn annar í sögu SEC deildarinnar hefur náð þremur leikjum með 250 jarda eða fleiri. Guice gat verið eitt ár í viðbót í skólanum en ákvað frekar að reyna við NFL-deildina. Til þess að komast þangað þá þurfti hann að fara í þessar nýliðarbúðir NFL-deildarinnar og í þessi skrautlegu viðtöl. „Ég fór inn í eitt herbergi og þar er ég spurður hvort ég sé hrifinn af karlmönnum bara til að sjá viðbrögðin hjá mér. Svo fer ég inn í annað herbergi og þá fara menn að tala um fólk í fjölskyldunni minni. Einhver sagði þá: Ég heyrði að mamma þín selji sig. Hvað finnst þér um það?,“ sagði Guice."I'd go in one room and a team would ask me, ‘Do I like men?'" Derrius Guice is the latest NFL Draft prospect to be asked about sexual orientation: https://t.co/3Jl6jI6tDupic.twitter.com/XJVJN3POwZ — Sporting News (@sportingnews) March 8, 2018 Guice lét þetta ekki hafa áhrif á sig því hann sagðist hafa mætt í búðirnar tilbúinn í hvað sem er. „Ég fór bara eftir þeim ráðum sem ég hafði fengið. Ég var alveg örmagna eftir þetta allt saman en þetta var samt frábær reynsla. Það er verið að fylgjast með þér og prófa þig allan tímann,“ sagði Derrius Guice. Það er almennt búist við því að Derrius Guice verði valinn snemma í nýliðavalinu en það fer fram í lok apríl. NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
Derrius Guice er verðandi framtíðarstjarna í NFL-deildinni en áður en kemur að nýliðavalinu þá þurfa ungir leikmenn að fara í gegnum nýliðabúðir með flestum þeim sem eru að reyna að komast inn í deildina. Í þessum búðum eru leikmennirnir mældir og prófaðir á allan mögulegan hátt eins og hversu fljótir þeir eru eða hvað þeir stökkva hátt eða langt úr kyrrstöðu. Það eru þó fréttir af viðtölum liðanna við strákana sem fá helst á sig gagnrýni því þar ganga menn langt í að kynnast karakter og persónu leikmannanna. Derrius Guice sagði frá nokkrum spurningunum sem hann fékk í þessum viðtölum við fulltrúa fá liðunum sem eru að íhuga að velja hann í nýliðavalinu. „Þetta var frekar ruglað,“ sagði Derrius Guice í þættinum Late Hits á SiriusXM NFL stöðinni. „Sumir eru að reyna að komast inn í hausinn á þér og þeir eru að reyna að lesa þig út frá viðbrögðunum,“ sagði Guice. USA Today sagði frá.Derrius Guice (@DhaSickest) runs a 4.49u 40-yard dash! @LSUfootball#NFLCombine : @nflnetworkpic.twitter.com/uLkLAAZvDy — NFL (@NFL) March 2, 2018 Derrius Guice er fæddur árið 1997 en hann er hlaupari. Guice er fæddur í Baton Rouge í Louisiana fylki og hann lék með Louisiana State University skólanum frá 2015 til 2017. Enginn annar í sögu SEC deildarinnar hefur náð þremur leikjum með 250 jarda eða fleiri. Guice gat verið eitt ár í viðbót í skólanum en ákvað frekar að reyna við NFL-deildina. Til þess að komast þangað þá þurfti hann að fara í þessar nýliðarbúðir NFL-deildarinnar og í þessi skrautlegu viðtöl. „Ég fór inn í eitt herbergi og þar er ég spurður hvort ég sé hrifinn af karlmönnum bara til að sjá viðbrögðin hjá mér. Svo fer ég inn í annað herbergi og þá fara menn að tala um fólk í fjölskyldunni minni. Einhver sagði þá: Ég heyrði að mamma þín selji sig. Hvað finnst þér um það?,“ sagði Guice."I'd go in one room and a team would ask me, ‘Do I like men?'" Derrius Guice is the latest NFL Draft prospect to be asked about sexual orientation: https://t.co/3Jl6jI6tDupic.twitter.com/XJVJN3POwZ — Sporting News (@sportingnews) March 8, 2018 Guice lét þetta ekki hafa áhrif á sig því hann sagðist hafa mætt í búðirnar tilbúinn í hvað sem er. „Ég fór bara eftir þeim ráðum sem ég hafði fengið. Ég var alveg örmagna eftir þetta allt saman en þetta var samt frábær reynsla. Það er verið að fylgjast með þér og prófa þig allan tímann,“ sagði Derrius Guice. Það er almennt búist við því að Derrius Guice verði valinn snemma í nýliðavalinu en það fer fram í lok apríl.
NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira