Spurður hvort hann væri hommi eða hvort mamma hans væri vændiskona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2018 12:30 Hlaupararnir Saquon Barkley (til vinstri) og Derrius Guice verða líklega valdir snemma. Vísir/Getty Derrius Guice er verðandi framtíðarstjarna í NFL-deildinni en áður en kemur að nýliðavalinu þá þurfa ungir leikmenn að fara í gegnum nýliðabúðir með flestum þeim sem eru að reyna að komast inn í deildina. Í þessum búðum eru leikmennirnir mældir og prófaðir á allan mögulegan hátt eins og hversu fljótir þeir eru eða hvað þeir stökkva hátt eða langt úr kyrrstöðu. Það eru þó fréttir af viðtölum liðanna við strákana sem fá helst á sig gagnrýni því þar ganga menn langt í að kynnast karakter og persónu leikmannanna. Derrius Guice sagði frá nokkrum spurningunum sem hann fékk í þessum viðtölum við fulltrúa fá liðunum sem eru að íhuga að velja hann í nýliðavalinu. „Þetta var frekar ruglað,“ sagði Derrius Guice í þættinum Late Hits á SiriusXM NFL stöðinni. „Sumir eru að reyna að komast inn í hausinn á þér og þeir eru að reyna að lesa þig út frá viðbrögðunum,“ sagði Guice. USA Today sagði frá.Derrius Guice (@DhaSickest) runs a 4.49u 40-yard dash! @LSUfootball#NFLCombine : @nflnetworkpic.twitter.com/uLkLAAZvDy — NFL (@NFL) March 2, 2018 Derrius Guice er fæddur árið 1997 en hann er hlaupari. Guice er fæddur í Baton Rouge í Louisiana fylki og hann lék með Louisiana State University skólanum frá 2015 til 2017. Enginn annar í sögu SEC deildarinnar hefur náð þremur leikjum með 250 jarda eða fleiri. Guice gat verið eitt ár í viðbót í skólanum en ákvað frekar að reyna við NFL-deildina. Til þess að komast þangað þá þurfti hann að fara í þessar nýliðarbúðir NFL-deildarinnar og í þessi skrautlegu viðtöl. „Ég fór inn í eitt herbergi og þar er ég spurður hvort ég sé hrifinn af karlmönnum bara til að sjá viðbrögðin hjá mér. Svo fer ég inn í annað herbergi og þá fara menn að tala um fólk í fjölskyldunni minni. Einhver sagði þá: Ég heyrði að mamma þín selji sig. Hvað finnst þér um það?,“ sagði Guice."I'd go in one room and a team would ask me, ‘Do I like men?'" Derrius Guice is the latest NFL Draft prospect to be asked about sexual orientation: https://t.co/3Jl6jI6tDupic.twitter.com/XJVJN3POwZ — Sporting News (@sportingnews) March 8, 2018 Guice lét þetta ekki hafa áhrif á sig því hann sagðist hafa mætt í búðirnar tilbúinn í hvað sem er. „Ég fór bara eftir þeim ráðum sem ég hafði fengið. Ég var alveg örmagna eftir þetta allt saman en þetta var samt frábær reynsla. Það er verið að fylgjast með þér og prófa þig allan tímann,“ sagði Derrius Guice. Það er almennt búist við því að Derrius Guice verði valinn snemma í nýliðavalinu en það fer fram í lok apríl. NFL Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Sjá meira
Derrius Guice er verðandi framtíðarstjarna í NFL-deildinni en áður en kemur að nýliðavalinu þá þurfa ungir leikmenn að fara í gegnum nýliðabúðir með flestum þeim sem eru að reyna að komast inn í deildina. Í þessum búðum eru leikmennirnir mældir og prófaðir á allan mögulegan hátt eins og hversu fljótir þeir eru eða hvað þeir stökkva hátt eða langt úr kyrrstöðu. Það eru þó fréttir af viðtölum liðanna við strákana sem fá helst á sig gagnrýni því þar ganga menn langt í að kynnast karakter og persónu leikmannanna. Derrius Guice sagði frá nokkrum spurningunum sem hann fékk í þessum viðtölum við fulltrúa fá liðunum sem eru að íhuga að velja hann í nýliðavalinu. „Þetta var frekar ruglað,“ sagði Derrius Guice í þættinum Late Hits á SiriusXM NFL stöðinni. „Sumir eru að reyna að komast inn í hausinn á þér og þeir eru að reyna að lesa þig út frá viðbrögðunum,“ sagði Guice. USA Today sagði frá.Derrius Guice (@DhaSickest) runs a 4.49u 40-yard dash! @LSUfootball#NFLCombine : @nflnetworkpic.twitter.com/uLkLAAZvDy — NFL (@NFL) March 2, 2018 Derrius Guice er fæddur árið 1997 en hann er hlaupari. Guice er fæddur í Baton Rouge í Louisiana fylki og hann lék með Louisiana State University skólanum frá 2015 til 2017. Enginn annar í sögu SEC deildarinnar hefur náð þremur leikjum með 250 jarda eða fleiri. Guice gat verið eitt ár í viðbót í skólanum en ákvað frekar að reyna við NFL-deildina. Til þess að komast þangað þá þurfti hann að fara í þessar nýliðarbúðir NFL-deildarinnar og í þessi skrautlegu viðtöl. „Ég fór inn í eitt herbergi og þar er ég spurður hvort ég sé hrifinn af karlmönnum bara til að sjá viðbrögðin hjá mér. Svo fer ég inn í annað herbergi og þá fara menn að tala um fólk í fjölskyldunni minni. Einhver sagði þá: Ég heyrði að mamma þín selji sig. Hvað finnst þér um það?,“ sagði Guice."I'd go in one room and a team would ask me, ‘Do I like men?'" Derrius Guice is the latest NFL Draft prospect to be asked about sexual orientation: https://t.co/3Jl6jI6tDupic.twitter.com/XJVJN3POwZ — Sporting News (@sportingnews) March 8, 2018 Guice lét þetta ekki hafa áhrif á sig því hann sagðist hafa mætt í búðirnar tilbúinn í hvað sem er. „Ég fór bara eftir þeim ráðum sem ég hafði fengið. Ég var alveg örmagna eftir þetta allt saman en þetta var samt frábær reynsla. Það er verið að fylgjast með þér og prófa þig allan tímann,“ sagði Derrius Guice. Það er almennt búist við því að Derrius Guice verði valinn snemma í nýliðavalinu en það fer fram í lok apríl.
NFL Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Sjá meira