Steven Lennon tryggði FH stig gegn HK þegar liðin mættust í Lengjubikarnum í Kórnum í kvöld.
HK komst yfir um miðbik fyrri hálfleiks og leiddi í leikhléi, 1-0. FH var í erfiðleikum með vörn HK og það var ekki fyrr en á 90. mínútu leiksins sem Skotinn náði að jafna metin, en hann hafði komið inn sem varamaður á 64. mínútu.
Liðin spila í riðli 4 og er FH með fjögur stig eftir þrjá leiki. HK er með tvö.
Fyrr í vetur mættust liðin í Fótbolta.net mótinu þar sem HK fór með sigur, Inkasso deildar liðið virðist vera með ágætt tak á Hafnfirðingum.
Lennon hetja FH
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
