Lagabreytingatillögum frestað til næsta ársþings Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. febrúar 2018 09:00 Guðni Bergsson er formaður KSÍ. Vísir Sjötugasta og annað ársþing KSÍ var haldið á Hilton Reykjavík Nordica á laugardaginn. Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum) og Valgeir Sigurðsson (Garðabæ) koma nýir inn í aðalstjórn KSÍ. Gísli Gíslason (Akranesi) og Ragnhildur Skúladóttir (Reykjavík) voru endurkjörin í aðalstjórnina. Alls buðu 10 einstaklingar sig fram. Rúnar Vífill Arnarson (Keflavík), sem hefur setið í aðalstjórn KSÍ í 10 ár, var ekki endurkjörinn. Auk Inga, Valgeirs, Gísla og Ragnhildar sitja Guðrún Inga Sívertsen (Reykjavík), Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi), Magnús Gylfason (Hafnarfirði) og Vignir Már Þormóðsson (Akureyri) í aðalstjórn KSÍ. Kjörtímabili þeirra lýkur á næsta ári. Stjórn KSÍ lagði til lagabreytingu um að kosið yrði um formann knattspyrnusambandsins á þriggja en ekki tveggja ára fresti. Það var einnig lagt til að formaður KSÍ mætti ekki sitja lengur en fjögur kjörtímabil samfleytt. Nítján af þeim 24 félögum sem eru hluti af Íslenskum toppfótbolta, hagsmunasamtökum félaga í tveimur efstu deildum karla, lögðu til breytingar á vægi þingfulltrúa, þ.e. að stærri félög fengju fleiri fulltrúa á ársþingi KSÍ. Þau lögðu einnig til að Íslenskur toppfótbolti fengi tvo áheyrnarfulltrúa á stjórnarfundum KSÍ. Þá var einnig lagt til að kjör formanns og stjórnar yrði óbreytt. Svo fór að lagabreytingartillögunum var frestað fram til næsta ársþings KSÍ og þeim vísað til laganefndar sambandsins. Staðan er því í raun óbreytt. Tillaga Reynis Sandgerðis um að fjölga liðum í 3. deild karla úr 10 í 12 var samþykkt. Næsta sumar komast því þrjú lið upp úr 4. deildinni en aðeins eitt fellur úr þeirri þriðju. Efstu fjórar deildir karla verða því allar skipaðar 12 liðum árið 2019. Þá var tillaga stjórnar KSÍ um að skorað yrði á íslensk stjórnvöld að fara hina svokölluðu „skosku leið“ samþykkt. KSÍ óskar þar með eftir stuðningi íslenska ríkisins við að lækka ferðakostnað liða á landsbyggðinni. Þessi háttur hefur verið hafður á í Skotlandi síðan 2005 og gefist vel. „Markmiðið með ADS er að auka aðgengi að flugþjónustu á viðráðanlegu verði frá jaðarbyggðum. Að íbúar með heimilisfesti á skilgreindum jaðarsvæðum hafi betra aðgengi að stjórnsýslu, þjónustu og afþreyingu og stuðli að meiri félagslegri þátttöku í borgarsamfélaginu. Íbúar með lögheimili á skilgreindum landssvæðum fá aðgang að ADS og greiða 50% af flugfari sem í okkar tilfelli væri til Reykjavíkur. Í Skotlandi fá einnig ýmis félagasamtök s.s. góðgerðarfélög, íþróttafélög, björgunarsveitir o.fl. aðgang að ADS,“ segir í tillögu stjórnar KSÍ. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Sjötugasta og annað ársþing KSÍ var haldið á Hilton Reykjavík Nordica á laugardaginn. Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum) og Valgeir Sigurðsson (Garðabæ) koma nýir inn í aðalstjórn KSÍ. Gísli Gíslason (Akranesi) og Ragnhildur Skúladóttir (Reykjavík) voru endurkjörin í aðalstjórnina. Alls buðu 10 einstaklingar sig fram. Rúnar Vífill Arnarson (Keflavík), sem hefur setið í aðalstjórn KSÍ í 10 ár, var ekki endurkjörinn. Auk Inga, Valgeirs, Gísla og Ragnhildar sitja Guðrún Inga Sívertsen (Reykjavík), Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi), Magnús Gylfason (Hafnarfirði) og Vignir Már Þormóðsson (Akureyri) í aðalstjórn KSÍ. Kjörtímabili þeirra lýkur á næsta ári. Stjórn KSÍ lagði til lagabreytingu um að kosið yrði um formann knattspyrnusambandsins á þriggja en ekki tveggja ára fresti. Það var einnig lagt til að formaður KSÍ mætti ekki sitja lengur en fjögur kjörtímabil samfleytt. Nítján af þeim 24 félögum sem eru hluti af Íslenskum toppfótbolta, hagsmunasamtökum félaga í tveimur efstu deildum karla, lögðu til breytingar á vægi þingfulltrúa, þ.e. að stærri félög fengju fleiri fulltrúa á ársþingi KSÍ. Þau lögðu einnig til að Íslenskur toppfótbolti fengi tvo áheyrnarfulltrúa á stjórnarfundum KSÍ. Þá var einnig lagt til að kjör formanns og stjórnar yrði óbreytt. Svo fór að lagabreytingartillögunum var frestað fram til næsta ársþings KSÍ og þeim vísað til laganefndar sambandsins. Staðan er því í raun óbreytt. Tillaga Reynis Sandgerðis um að fjölga liðum í 3. deild karla úr 10 í 12 var samþykkt. Næsta sumar komast því þrjú lið upp úr 4. deildinni en aðeins eitt fellur úr þeirri þriðju. Efstu fjórar deildir karla verða því allar skipaðar 12 liðum árið 2019. Þá var tillaga stjórnar KSÍ um að skorað yrði á íslensk stjórnvöld að fara hina svokölluðu „skosku leið“ samþykkt. KSÍ óskar þar með eftir stuðningi íslenska ríkisins við að lækka ferðakostnað liða á landsbyggðinni. Þessi háttur hefur verið hafður á í Skotlandi síðan 2005 og gefist vel. „Markmiðið með ADS er að auka aðgengi að flugþjónustu á viðráðanlegu verði frá jaðarbyggðum. Að íbúar með heimilisfesti á skilgreindum jaðarsvæðum hafi betra aðgengi að stjórnsýslu, þjónustu og afþreyingu og stuðli að meiri félagslegri þátttöku í borgarsamfélaginu. Íbúar með lögheimili á skilgreindum landssvæðum fá aðgang að ADS og greiða 50% af flugfari sem í okkar tilfelli væri til Reykjavíkur. Í Skotlandi fá einnig ýmis félagasamtök s.s. góðgerðarfélög, íþróttafélög, björgunarsveitir o.fl. aðgang að ADS,“ segir í tillögu stjórnar KSÍ.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira