Er þetta þriðja ferð Patriots í Ofurskálina á undanförnum fjórum árum en í fyrsta sinn sem hvolparnir spá fyrir um sigur Patriots og það með töluverðum yfirburðum eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.
Hvolparnir spá fyrir um úrslitin
Þeir spáðu hinsvegar rétt fyrir um að Denver Broncos myndu sigra gegn Carolina Panthers.
Það tíðkast í Bandaríkjunum að láta dýr spá fyrir um úrslit stórleikja en eins og sjá má hér fyrir neðan spá einnig gíraffar og höfrungar Patriots sigri í kvöld.
Flóðhestur, pandabjörn, fílar og örninn Ahren virðast þó öll hafa meiri trú á Philadelphia Eagles.
xThis morning, Le Le picked the @Eagles to win #SuperBowl on Sunday. Who will you be rooting for? pic.twitter.com/EJVPxXl588
— Memphis Zoo (@MemphisZoo) February 1, 2018