Víkingur náði að rétta úr kútnum með góðum 3-1 sigri á KR í Bose-mótinu í Egilshöll.
Víkingur tapaði fyrsta leiknum sínum á mótinu fyrir Breiðabliki, 8-1, en var sterkari aðilinn gegn KR-ingum í kvöld.
Nikolaj Hansen, Örvar Eggertsson, Patrik Atlason skoruðu mörk Víkinga en Kennie Chopart fyrir KR.
KR á eftir að mæta Breiðabliki í SoundSport-riðlinum en sá leikur fer fram 4. desember.
