Andy Dick rekinn vegna ásakana um kynferðislega áreitni Birgir Olgeirsson skrifar 31. október 2017 19:27 Leikarinn Andy Dick. Leikarinn Andy Dick hefur verið rekinn úr leikaraliði myndarinnar Raising Buchanan vegna ásakana um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun við tökur myndarinnar. Greint er frá þessu á vef Hollywood Reporter en þar hafnar leikarinn ásökunum um að hafa káfað á einhverjum á tökustað en segir þó þetta: „Ég gæti hafa kysst einhverja á kinnina þegar ég var að kveðja þá og síðan sleikt á þeim kinnina. Það er eitt af því sem ég geri.“ Heimildarmenn Hollywood Reporter segja að Dick hafi verið sakaður um að grípa í kynfæri þeirra sem störfuðu á tökustað, kysst einhverja gegn þeirra vilja og óskað eftir að fá að stunda kynlíf með nokkrum þeirra . Hollywood Reporter segir óvitað hvort þetta athæfi leikarans hafi beinst gegn öðrum leikurum myndarinnar eða þeim sem voru hluti af tökuteymi hennar. Dick staðfesti í samtali við Hollywood Reporter að hann hefði verið með lítið hlutverk í myndinni en að ákveðið hefði verið að láta hann fara. Leikarinn hefur áður komist í kast við lögin. Hann er þekktur fyrir sérkennilega kímnigáfu og fyrir að reyna hvað hann getur að ganga fram af fólki. Í samtali við Hollywood Reporter sagðist hann meðvitaður um orðið sem færi af honum og grínaðist með að „ósæmileg hegðun“ væri hans annað nafn. Hann gekkst við því að ástandið í Hollywood væri viðkvæmt vegna Harvey Weinstein-málsins en neitaði því staðfastlega að hafa káfað á einhverjum við tökur myndarinnar eða berað á sér kynfærin. Hann sagði ástandið á tökustað myndarinnar hafa orðið sérlega viðkvæmt, og hann hafi ekki bætt úr skák þegar hann fór að ræða mál Harvey Weinsteins, en hann hefur gert tvær kvikmyndir með honum. Hann sagði að kvikmyndagerðarmennirnir hafi mögulega orðið reiðir þegar þeir túlkuðu orð leikarans um Weinstein sem mögulega vörn. „Fólk er svo viðkvæmt,“ sagði Andy Dick við Hollywood Reporter. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Bruce Dellis. Rene Auberjonios, Amanda Melby, Shannon Whirry og M. Emmet Walsh fara með aðalhlutverk hennar. Myndin segir frá konu sem ákveður að stela líki fyrrum forseta Bandaríkjanna í von um lausnarfé. MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Sjá meira
Leikarinn Andy Dick hefur verið rekinn úr leikaraliði myndarinnar Raising Buchanan vegna ásakana um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun við tökur myndarinnar. Greint er frá þessu á vef Hollywood Reporter en þar hafnar leikarinn ásökunum um að hafa káfað á einhverjum á tökustað en segir þó þetta: „Ég gæti hafa kysst einhverja á kinnina þegar ég var að kveðja þá og síðan sleikt á þeim kinnina. Það er eitt af því sem ég geri.“ Heimildarmenn Hollywood Reporter segja að Dick hafi verið sakaður um að grípa í kynfæri þeirra sem störfuðu á tökustað, kysst einhverja gegn þeirra vilja og óskað eftir að fá að stunda kynlíf með nokkrum þeirra . Hollywood Reporter segir óvitað hvort þetta athæfi leikarans hafi beinst gegn öðrum leikurum myndarinnar eða þeim sem voru hluti af tökuteymi hennar. Dick staðfesti í samtali við Hollywood Reporter að hann hefði verið með lítið hlutverk í myndinni en að ákveðið hefði verið að láta hann fara. Leikarinn hefur áður komist í kast við lögin. Hann er þekktur fyrir sérkennilega kímnigáfu og fyrir að reyna hvað hann getur að ganga fram af fólki. Í samtali við Hollywood Reporter sagðist hann meðvitaður um orðið sem færi af honum og grínaðist með að „ósæmileg hegðun“ væri hans annað nafn. Hann gekkst við því að ástandið í Hollywood væri viðkvæmt vegna Harvey Weinstein-málsins en neitaði því staðfastlega að hafa káfað á einhverjum við tökur myndarinnar eða berað á sér kynfærin. Hann sagði ástandið á tökustað myndarinnar hafa orðið sérlega viðkvæmt, og hann hafi ekki bætt úr skák þegar hann fór að ræða mál Harvey Weinsteins, en hann hefur gert tvær kvikmyndir með honum. Hann sagði að kvikmyndagerðarmennirnir hafi mögulega orðið reiðir þegar þeir túlkuðu orð leikarans um Weinstein sem mögulega vörn. „Fólk er svo viðkvæmt,“ sagði Andy Dick við Hollywood Reporter. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Bruce Dellis. Rene Auberjonios, Amanda Melby, Shannon Whirry og M. Emmet Walsh fara með aðalhlutverk hennar. Myndin segir frá konu sem ákveður að stela líki fyrrum forseta Bandaríkjanna í von um lausnarfé.
MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Sjá meira