Andy Dick rekinn vegna ásakana um kynferðislega áreitni Birgir Olgeirsson skrifar 31. október 2017 19:27 Leikarinn Andy Dick. Leikarinn Andy Dick hefur verið rekinn úr leikaraliði myndarinnar Raising Buchanan vegna ásakana um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun við tökur myndarinnar. Greint er frá þessu á vef Hollywood Reporter en þar hafnar leikarinn ásökunum um að hafa káfað á einhverjum á tökustað en segir þó þetta: „Ég gæti hafa kysst einhverja á kinnina þegar ég var að kveðja þá og síðan sleikt á þeim kinnina. Það er eitt af því sem ég geri.“ Heimildarmenn Hollywood Reporter segja að Dick hafi verið sakaður um að grípa í kynfæri þeirra sem störfuðu á tökustað, kysst einhverja gegn þeirra vilja og óskað eftir að fá að stunda kynlíf með nokkrum þeirra . Hollywood Reporter segir óvitað hvort þetta athæfi leikarans hafi beinst gegn öðrum leikurum myndarinnar eða þeim sem voru hluti af tökuteymi hennar. Dick staðfesti í samtali við Hollywood Reporter að hann hefði verið með lítið hlutverk í myndinni en að ákveðið hefði verið að láta hann fara. Leikarinn hefur áður komist í kast við lögin. Hann er þekktur fyrir sérkennilega kímnigáfu og fyrir að reyna hvað hann getur að ganga fram af fólki. Í samtali við Hollywood Reporter sagðist hann meðvitaður um orðið sem færi af honum og grínaðist með að „ósæmileg hegðun“ væri hans annað nafn. Hann gekkst við því að ástandið í Hollywood væri viðkvæmt vegna Harvey Weinstein-málsins en neitaði því staðfastlega að hafa káfað á einhverjum við tökur myndarinnar eða berað á sér kynfærin. Hann sagði ástandið á tökustað myndarinnar hafa orðið sérlega viðkvæmt, og hann hafi ekki bætt úr skák þegar hann fór að ræða mál Harvey Weinsteins, en hann hefur gert tvær kvikmyndir með honum. Hann sagði að kvikmyndagerðarmennirnir hafi mögulega orðið reiðir þegar þeir túlkuðu orð leikarans um Weinstein sem mögulega vörn. „Fólk er svo viðkvæmt,“ sagði Andy Dick við Hollywood Reporter. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Bruce Dellis. Rene Auberjonios, Amanda Melby, Shannon Whirry og M. Emmet Walsh fara með aðalhlutverk hennar. Myndin segir frá konu sem ákveður að stela líki fyrrum forseta Bandaríkjanna í von um lausnarfé. MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Sjá meira
Leikarinn Andy Dick hefur verið rekinn úr leikaraliði myndarinnar Raising Buchanan vegna ásakana um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun við tökur myndarinnar. Greint er frá þessu á vef Hollywood Reporter en þar hafnar leikarinn ásökunum um að hafa káfað á einhverjum á tökustað en segir þó þetta: „Ég gæti hafa kysst einhverja á kinnina þegar ég var að kveðja þá og síðan sleikt á þeim kinnina. Það er eitt af því sem ég geri.“ Heimildarmenn Hollywood Reporter segja að Dick hafi verið sakaður um að grípa í kynfæri þeirra sem störfuðu á tökustað, kysst einhverja gegn þeirra vilja og óskað eftir að fá að stunda kynlíf með nokkrum þeirra . Hollywood Reporter segir óvitað hvort þetta athæfi leikarans hafi beinst gegn öðrum leikurum myndarinnar eða þeim sem voru hluti af tökuteymi hennar. Dick staðfesti í samtali við Hollywood Reporter að hann hefði verið með lítið hlutverk í myndinni en að ákveðið hefði verið að láta hann fara. Leikarinn hefur áður komist í kast við lögin. Hann er þekktur fyrir sérkennilega kímnigáfu og fyrir að reyna hvað hann getur að ganga fram af fólki. Í samtali við Hollywood Reporter sagðist hann meðvitaður um orðið sem færi af honum og grínaðist með að „ósæmileg hegðun“ væri hans annað nafn. Hann gekkst við því að ástandið í Hollywood væri viðkvæmt vegna Harvey Weinstein-málsins en neitaði því staðfastlega að hafa káfað á einhverjum við tökur myndarinnar eða berað á sér kynfærin. Hann sagði ástandið á tökustað myndarinnar hafa orðið sérlega viðkvæmt, og hann hafi ekki bætt úr skák þegar hann fór að ræða mál Harvey Weinsteins, en hann hefur gert tvær kvikmyndir með honum. Hann sagði að kvikmyndagerðarmennirnir hafi mögulega orðið reiðir þegar þeir túlkuðu orð leikarans um Weinstein sem mögulega vörn. „Fólk er svo viðkvæmt,“ sagði Andy Dick við Hollywood Reporter. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Bruce Dellis. Rene Auberjonios, Amanda Melby, Shannon Whirry og M. Emmet Walsh fara með aðalhlutverk hennar. Myndin segir frá konu sem ákveður að stela líki fyrrum forseta Bandaríkjanna í von um lausnarfé.
MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Sjá meira