Glæpnum stolið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 23. september 2017 06:00 Kosningabaráttan þarf að snúast um ósiði í stjórnsýslu sem hafa orðið ráðherrum og ríkisstjórnum að falli skipti eftir skipti á undangengnum árum. Ef ekki tekst að kryfja glappaskotin, læra af þeim og um leið finna leiðir til að koma í veg fyrir að þau endurtaki sig - eða útskýra þau þannig að efasemdum sé eytt, munum við aftur sjá ríkisstjórnir neyðast til að hlaupa frá hálfkláruðum verkum. Draumar um festu í stjórnmálum og langlífar, samstíga ríkisstjórnir rætast varla meðan helstu leikendur sjá enga sök hjá sjálfum sér. Ráðast þarf til atlögu við ósiðina. Veruleikinn hefur breyst. Betur upplýst þjóð krefst skýrra svara. Undanbrögð, pukur, hálfsannleikur eða hreinn tilbúningur verða ráðamönnum frekar að fótakefli, en sjálfur verknaðurinn sem hrindir skriðunni af stað. Glappaskot í ráðuneytum á ábyrgð ráðherra verða ekki umflúin. Slíkt gerist á stórum vinnustöðum. Stjórnmálamenn munu hlaupa á sig hér eftir sem hingað til. Ættingjar þeirra munu tengjast gerningum, sem setja þá í óþægilega stöðu. Svarið er oftast að bregðast við tímanlega og gera hreint fyrir sínum dyrum. Pólitík er ekki lögfræði eins og margar áberandi persónur í atburðum líðandi stundar virðast telja. Pólitík er enn síður lögmennska. Lögmenn þurfa stundum að verja erfiðan málstað í réttarsal með öllum tiltækum ráðum. Slík vinnubrögð geta hreinlega verið bjánaleg í pólitísku ati. Pólitík snýst um hvernig auðlindirnar verða nýttar í allra þágu, hvernig við náum því besta útúr fólki og fyrirtækjum, hvernig við viljum gæta þeirra sem minna mega sín og hvernig við tryggjum heilsufar, læknisþjónustu, heilbrigt réttarfar og góða og fjölbreytta menntun sem mætir kröfum tímans. Hún snýst um leikreglur og hvar við viljum staðsetja okkur í þessari veröld. Pukur og makk eitra andrúmsloftið, valda kollsteypum, trufla leikreglurnar og framgang góðra mála. Í nálægum löndum segja ráðherrar af sér ef þurfa þykir, oft fyrir litlar sakir, án þess að öllu sé hleypt í bál og brand með þingrofi, kosningum og stjórnarskiptum. Stjórnmálamenn sýna auðmýkt en tefla ekki hag heildarinnar í tvísýnu af ótta við að missa sjálfir andlitið um stund. Margir setjast aftur á ráherrastól, tvíefldir. Okkur sárvantar slikar hefðir. Að því leyti erum við frumstæð þjóð. Hér þráast fólk við eins og í því felist ævarandi niðurlæging og skömm, að horfast í augu við yfirsjónir sínar. Leynimakk í stjórnsýslu er fréttaefni. Fjölmiðlum ber að segja frá því þegar ráðamenn hrekjast úr einu víginu í annað og reyna að afvegaleiða umræðuna með ónákvæmni, hálfsannleik eða ósannindum í málum sem fara úr böndunum. Fólk vill slíkar fréttir og á rétt á þeim. Einu sinni voru utanferðir ráðamanna eilíft fréttaefni. Með réttu eða röngu var hneykslast á meintu bruðli og flottræfilshætti. Vörnin gat verið snúin. Einn ráðherrann brá á það ráð að senda út fréttatilkynningar um allar vinnuferðir sínar. Hann stal glæpnum með því að aflétta leyndarhjúpnum. Fréttum af ráðherraferðum fækkaði. Sumum vandræðamálum sem hafa orðið ráðherrum og ríkisstjórnum að falli síðustu misserin hefði sennilega mátt afstýra með því að greina frá málsatvikum á frumstigi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Kosningabaráttan þarf að snúast um ósiði í stjórnsýslu sem hafa orðið ráðherrum og ríkisstjórnum að falli skipti eftir skipti á undangengnum árum. Ef ekki tekst að kryfja glappaskotin, læra af þeim og um leið finna leiðir til að koma í veg fyrir að þau endurtaki sig - eða útskýra þau þannig að efasemdum sé eytt, munum við aftur sjá ríkisstjórnir neyðast til að hlaupa frá hálfkláruðum verkum. Draumar um festu í stjórnmálum og langlífar, samstíga ríkisstjórnir rætast varla meðan helstu leikendur sjá enga sök hjá sjálfum sér. Ráðast þarf til atlögu við ósiðina. Veruleikinn hefur breyst. Betur upplýst þjóð krefst skýrra svara. Undanbrögð, pukur, hálfsannleikur eða hreinn tilbúningur verða ráðamönnum frekar að fótakefli, en sjálfur verknaðurinn sem hrindir skriðunni af stað. Glappaskot í ráðuneytum á ábyrgð ráðherra verða ekki umflúin. Slíkt gerist á stórum vinnustöðum. Stjórnmálamenn munu hlaupa á sig hér eftir sem hingað til. Ættingjar þeirra munu tengjast gerningum, sem setja þá í óþægilega stöðu. Svarið er oftast að bregðast við tímanlega og gera hreint fyrir sínum dyrum. Pólitík er ekki lögfræði eins og margar áberandi persónur í atburðum líðandi stundar virðast telja. Pólitík er enn síður lögmennska. Lögmenn þurfa stundum að verja erfiðan málstað í réttarsal með öllum tiltækum ráðum. Slík vinnubrögð geta hreinlega verið bjánaleg í pólitísku ati. Pólitík snýst um hvernig auðlindirnar verða nýttar í allra þágu, hvernig við náum því besta útúr fólki og fyrirtækjum, hvernig við viljum gæta þeirra sem minna mega sín og hvernig við tryggjum heilsufar, læknisþjónustu, heilbrigt réttarfar og góða og fjölbreytta menntun sem mætir kröfum tímans. Hún snýst um leikreglur og hvar við viljum staðsetja okkur í þessari veröld. Pukur og makk eitra andrúmsloftið, valda kollsteypum, trufla leikreglurnar og framgang góðra mála. Í nálægum löndum segja ráðherrar af sér ef þurfa þykir, oft fyrir litlar sakir, án þess að öllu sé hleypt í bál og brand með þingrofi, kosningum og stjórnarskiptum. Stjórnmálamenn sýna auðmýkt en tefla ekki hag heildarinnar í tvísýnu af ótta við að missa sjálfir andlitið um stund. Margir setjast aftur á ráherrastól, tvíefldir. Okkur sárvantar slikar hefðir. Að því leyti erum við frumstæð þjóð. Hér þráast fólk við eins og í því felist ævarandi niðurlæging og skömm, að horfast í augu við yfirsjónir sínar. Leynimakk í stjórnsýslu er fréttaefni. Fjölmiðlum ber að segja frá því þegar ráðamenn hrekjast úr einu víginu í annað og reyna að afvegaleiða umræðuna með ónákvæmni, hálfsannleik eða ósannindum í málum sem fara úr böndunum. Fólk vill slíkar fréttir og á rétt á þeim. Einu sinni voru utanferðir ráðamanna eilíft fréttaefni. Með réttu eða röngu var hneykslast á meintu bruðli og flottræfilshætti. Vörnin gat verið snúin. Einn ráðherrann brá á það ráð að senda út fréttatilkynningar um allar vinnuferðir sínar. Hann stal glæpnum með því að aflétta leyndarhjúpnum. Fréttum af ráðherraferðum fækkaði. Sumum vandræðamálum sem hafa orðið ráðherrum og ríkisstjórnum að falli síðustu misserin hefði sennilega mátt afstýra með því að greina frá málsatvikum á frumstigi.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun