Gunnar Heiðar: Draumur síðan ég var lítill peyi Smári Jökull Jónsson skrifar 12. ágúst 2017 19:15 Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði sigurmarkið. mynd/hafliði breiðfjörð „Tilfinningin er hrikalega góð, ég er svo stoltur að það hálfa væri nóg. Þetta er búinn að vera draumur síðan ég var lítill peyi að vinna titil með ÍBV,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson leikmaður ÍBV en tryggði ÍBV bikarmeistaratitilinn með því að skora eina mark leiksins gegn FH í dag. Eyjamenn töpuðu fyrir Val í úrslitum í fyrra og margir sem höfðu ekki trú á Gunnari Heiðari eftir meiðslahrjáðan vetur. Hélt hann eftir leikinn í fyrra að hann fengið annað tækifæri til að vinna titil með ÍBV? „Ef ég á að vera hreinskilinn þá hélt ég ekki. Ég hélt að það hefði verið minn síðasti séns að ná í titil sem leikmaður. Svo byrjaði maður aftur og hugsaði að ég skyldi taka bikar með þessu liði. Þetta er geggjað. Ég er raddlaus, gjörsamlega búinn á því en stuðningurinn hér frá fólkinu okkar sem kom frá Eyjum. Við fáum þennan aukakraft þegar allir standa saman og við sjáum það í dag,“ bætti Gunnar Heiðar við. ÍBV er í fallsæti í Pepsi-deildinni og flestir á því að FH væri sigurstranglegri aðilinn fyrir leikinn í dag. „Það er ekki í fyrsta sinn að allir séu búnir að dæma okkur í eitthvað rugl. Við höfum sýnt að þegar leikmenn og áhorfendur standa saman þá getum við allt. Planið okkar var að virka en auðvitað var þetta erfiðara í seinni hálfleik og þeir komust betur inn í þetta. En mér gæti ekki verið meira sama, við erum bikarmeistarar.“ Eyjamenn hafa verið þekktir fyrir magnaðar móttökur í Vestmannaeyjum þegar íþróttaliðin þeirra koma heim með bikar. Gunnar Heiðar sagðist afar spenntur fyrir kvöldinu. „Ég er búinn að horfa svo oft á handboltaliðið koma heim síðustu ár og hugsa hvað mig langi að gera þetta með fótboltanum. Nú er það að gerast og það verður sko nýtt,“ sagði hetja Eyjamanna að lokum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 1-0 | Eyjapeyjinn Gunnar Heiðar tryggði ÍBV fyrsta titilinn í nítján ár Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri ÍBV gegn FH í úrslitum bikarsins í Laugardalnum en þetta er fyrsti titill ÍBV frá árinu 1998. 12. ágúst 2017 19:30 Kristján: Þjóðhátíð númer tvö og þrjú "Þetta er rosalegt, ég er svo glaður að það er með ólíkindum," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV eftir að hans menn tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu með 1-0 sigri á FH á Laugardalsvelli í dag. 12. ágúst 2017 18:41 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
„Tilfinningin er hrikalega góð, ég er svo stoltur að það hálfa væri nóg. Þetta er búinn að vera draumur síðan ég var lítill peyi að vinna titil með ÍBV,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson leikmaður ÍBV en tryggði ÍBV bikarmeistaratitilinn með því að skora eina mark leiksins gegn FH í dag. Eyjamenn töpuðu fyrir Val í úrslitum í fyrra og margir sem höfðu ekki trú á Gunnari Heiðari eftir meiðslahrjáðan vetur. Hélt hann eftir leikinn í fyrra að hann fengið annað tækifæri til að vinna titil með ÍBV? „Ef ég á að vera hreinskilinn þá hélt ég ekki. Ég hélt að það hefði verið minn síðasti séns að ná í titil sem leikmaður. Svo byrjaði maður aftur og hugsaði að ég skyldi taka bikar með þessu liði. Þetta er geggjað. Ég er raddlaus, gjörsamlega búinn á því en stuðningurinn hér frá fólkinu okkar sem kom frá Eyjum. Við fáum þennan aukakraft þegar allir standa saman og við sjáum það í dag,“ bætti Gunnar Heiðar við. ÍBV er í fallsæti í Pepsi-deildinni og flestir á því að FH væri sigurstranglegri aðilinn fyrir leikinn í dag. „Það er ekki í fyrsta sinn að allir séu búnir að dæma okkur í eitthvað rugl. Við höfum sýnt að þegar leikmenn og áhorfendur standa saman þá getum við allt. Planið okkar var að virka en auðvitað var þetta erfiðara í seinni hálfleik og þeir komust betur inn í þetta. En mér gæti ekki verið meira sama, við erum bikarmeistarar.“ Eyjamenn hafa verið þekktir fyrir magnaðar móttökur í Vestmannaeyjum þegar íþróttaliðin þeirra koma heim með bikar. Gunnar Heiðar sagðist afar spenntur fyrir kvöldinu. „Ég er búinn að horfa svo oft á handboltaliðið koma heim síðustu ár og hugsa hvað mig langi að gera þetta með fótboltanum. Nú er það að gerast og það verður sko nýtt,“ sagði hetja Eyjamanna að lokum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 1-0 | Eyjapeyjinn Gunnar Heiðar tryggði ÍBV fyrsta titilinn í nítján ár Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri ÍBV gegn FH í úrslitum bikarsins í Laugardalnum en þetta er fyrsti titill ÍBV frá árinu 1998. 12. ágúst 2017 19:30 Kristján: Þjóðhátíð númer tvö og þrjú "Þetta er rosalegt, ég er svo glaður að það er með ólíkindum," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV eftir að hans menn tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu með 1-0 sigri á FH á Laugardalsvelli í dag. 12. ágúst 2017 18:41 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 1-0 | Eyjapeyjinn Gunnar Heiðar tryggði ÍBV fyrsta titilinn í nítján ár Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri ÍBV gegn FH í úrslitum bikarsins í Laugardalnum en þetta er fyrsti titill ÍBV frá árinu 1998. 12. ágúst 2017 19:30
Kristján: Þjóðhátíð númer tvö og þrjú "Þetta er rosalegt, ég er svo glaður að það er með ólíkindum," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV eftir að hans menn tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu með 1-0 sigri á FH á Laugardalsvelli í dag. 12. ágúst 2017 18:41