Þórsarar eru að missa af lestinni í baráttunni um Pepsi-deildar sæti eftir jafntefli á heimavelli á móti Fram á Þórsvellinum á Akureyri í kvöld í 17. umferð Inkasso deildar karla í fótbolta.
Þórsliðið komst tvisvar yfir í leiknum en Framara jöfnuðu í bæði skiptin.
Þetta er þriðji leikurinn í röð sem Þórsarar tapa stigum og þessi tvö stig í síðustu í þessum þremur leikjum eru varla nóg fyrir liði að vera með fyrir alvöru í baráttunni um tvö efstu sætin.
Þórsarar hafa því kólnað aftur niður eftir að verið eitt allra heitasta lið deildarinnar um mitt sumar. Þórsliðið byrjaði illa í sumar en náði síðan í sextán stig af átján mögulegum í níundu til fjórtándu umferð.
Kristján Örn Sigurðsson kom Þór í 1-0 á 19. mínútu en Sigurpáll Melberg Pálsson jafnaði fyrir Fram þrettán mínútum síðar.
Gunnar Örvar Stefánsson kom Þór aftur yfir á 48. mínútu og þannig var staðan í tæpan hálftíma eða þar til að Ivan Bubalo jafnaði á 76. mínútu.
Mark Ivan Bubalo tryggði Fram stig en liðið er nú taplaust í síðustu fjórum leikjum og hefur skorað tvö mörk eða fleiri í þeim öllum.
Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá úrslitaþjónustunni úrslit.net.
Þórsarar kólnaðir niður í Inkasso deildinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi
Körfubolti


Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann
Handbolti


Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn


Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti