Jón Rúnar í 1 á 1 með Gumma Ben: Mikil fjölgun iðkenda getur líka verið mínus fyrir félögin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2017 12:30 Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, er gestur Guðmundar Benediktssonar í þættinum 1 á 1 á Stöð 2 Sport í kvöld. Jón Rúnar talaði meðal annars um framtíðarsýn sína sem formanns FH en draumurinn hefur verið að vera komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar eða riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Þessi draumur hefur verið lengi. Þegar maður dreymir mjög lengi þá fer þetta kannski að vera bara draumur. Það verður eitthvað að halda þér gangandi og það heldur þér gangandi að reyna að vinna nýja sigra,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson í samtalinu við Gumma Ben. „Ég er búin að vera í þessu lengi og til þess að nálgast þessi markmið þá þurfum við að fara að huga að öðrum málum. Við þurfum að bregðast við,“ sagði Jón Rúnar og bætti við: „Ég vil ekki kalla það vandamál en það hefur gerst undanfarin ár að þátttaka barna og unglinga hjá bæðum stelpum og strákum, sérstaklega í fótbolta, hefur aukist gríðarlega. Þetta er auðvitað mjög gott í stóru myndinni en þetta getur líka verið ákveðinn mínus fyrir félög,“ segir Jón Rúnar. „Ég held að aðstaðan á alltof mörgum stöðum, meðal annars hér, ræður ekki orðið við fjöldann. Þá er aðstaðan farin að vera takmarkandi þáttur. Mér finnst vera kominn tími til að fara að horfa á þetta upp á nýtt og skilgreina það,“ segir Jón Rúnar. Sumir eru að æfa fótbolta til að vera í félagsskapnum en aðrir eru að æfa til að ná langt „Báðir þessir hópar eru jafnmikilvægir en þeir eru ólíkir. Við getum kennt ýmislegt í sambandi við unglingastarf en ef við ætlum okkur það að ná afrekum þá verðum við að byrja skilgreina þetta upp á nýtt,“ segir Jón Rúnar. „Menn eru alltaf að tala um mikilvægi þessi að börn og unglingar taki þátt í íþróttastarfi. Það er síðan talað um brottfall eins og það sé eitthvað svakalega mikið skipsbrot. Ég held að stór hluti þess að unglinga hætta er vegna þess að allir eru látnir æfa fjórum sinnum í viku. Ef þú gerir það ekki þá ertu dottinn út úr hópnum. Við þurfum að geta verið með módel fyrir þá sem eru í þessu af félagslegum ástæðum,“ segir Jón Rúnar. Það má sjá brot úr þættinum í spilaranum hér fyrir ofan. 1 á 1 með Gumma Ben með verður sýndur á Stöð 2 Sport klukkan 21.15 í kvöld. Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, er gestur Guðmundar Benediktssonar í þættinum 1 á 1 á Stöð 2 Sport í kvöld. Jón Rúnar talaði meðal annars um framtíðarsýn sína sem formanns FH en draumurinn hefur verið að vera komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar eða riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Þessi draumur hefur verið lengi. Þegar maður dreymir mjög lengi þá fer þetta kannski að vera bara draumur. Það verður eitthvað að halda þér gangandi og það heldur þér gangandi að reyna að vinna nýja sigra,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson í samtalinu við Gumma Ben. „Ég er búin að vera í þessu lengi og til þess að nálgast þessi markmið þá þurfum við að fara að huga að öðrum málum. Við þurfum að bregðast við,“ sagði Jón Rúnar og bætti við: „Ég vil ekki kalla það vandamál en það hefur gerst undanfarin ár að þátttaka barna og unglinga hjá bæðum stelpum og strákum, sérstaklega í fótbolta, hefur aukist gríðarlega. Þetta er auðvitað mjög gott í stóru myndinni en þetta getur líka verið ákveðinn mínus fyrir félög,“ segir Jón Rúnar. „Ég held að aðstaðan á alltof mörgum stöðum, meðal annars hér, ræður ekki orðið við fjöldann. Þá er aðstaðan farin að vera takmarkandi þáttur. Mér finnst vera kominn tími til að fara að horfa á þetta upp á nýtt og skilgreina það,“ segir Jón Rúnar. Sumir eru að æfa fótbolta til að vera í félagsskapnum en aðrir eru að æfa til að ná langt „Báðir þessir hópar eru jafnmikilvægir en þeir eru ólíkir. Við getum kennt ýmislegt í sambandi við unglingastarf en ef við ætlum okkur það að ná afrekum þá verðum við að byrja skilgreina þetta upp á nýtt,“ segir Jón Rúnar. „Menn eru alltaf að tala um mikilvægi þessi að börn og unglingar taki þátt í íþróttastarfi. Það er síðan talað um brottfall eins og það sé eitthvað svakalega mikið skipsbrot. Ég held að stór hluti þess að unglinga hætta er vegna þess að allir eru látnir æfa fjórum sinnum í viku. Ef þú gerir það ekki þá ertu dottinn út úr hópnum. Við þurfum að geta verið með módel fyrir þá sem eru í þessu af félagslegum ástæðum,“ segir Jón Rúnar. Það má sjá brot úr þættinum í spilaranum hér fyrir ofan. 1 á 1 með Gumma Ben með verður sýndur á Stöð 2 Sport klukkan 21.15 í kvöld.
Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira