Hlutafé Kviku verður aukið um allt að tvo milljarða Hörður Ægisson skrifar 12. júlí 2017 08:00 Eigið fé Kviku nam um 7,5 milljörðum í lok mars en bankinn hagnaðist um 400 milljónir á fyrsta ársfjórðungi. Hlutafé Kviku verður aukið um 1.500 til 2.000 milljónir króna til að fjármagna kaupin á Virðingu en hluthafar verðbréfafyrirtækisins samþykktu kauptilboð bankans með miklum meirihluta í lok síðasta mánaðar. Á hluthafafundi Kviku 14. júlí næstkomandi mun stjórn bankans leggja til að núverandi heimild til hækkunar hlutafjár félagsins verði aukin um 200 milljónir að nafnvirði, eða úr 200 milljónum í 400 milljónir hluta, samkvæmt heimildum Markaðarins. Að hve miklu leyti heimildin verður nýtt fer eftir afkomu Kviku á öðrum ársfjórðungi og eins endanlegu samþykki hluthafa bankans og Öldu sjóða en í byrjun júní var undirritaður samningur um kaup Virðingar á Öldu. Hluthafar Kviku hafa forgangsrétt til áskriftar að hinum nýju hlutum í bankanum í hlutfalli við skráða hlutafjáreign sína í félaginu. Ekki er búist við því að áskriftarloforð verði innheimt fyrr en í september eða október á þessu ári. Samkvæmt kauptilboði Kviku, sem stjórn félagsins lagði fram 20. júní, greiðir bankinn 2.560 milljónir fyrir allt hlutafé Virðingar og er greitt með reiðufé. Afar ósennilegt er talið að hluthafar Kviku muni að fullu nýta sér forgangsrétt sinn þegar hlutafé bankans verður aukið næstkomandi haust. Hluthöfum Virðingar mun þá gefast færi á því að taka þátt í hlutafjárhækkuninni og eignast þannig hlut í sameinuðu félagi. Þeir hluthafar sem eru meðal annars sagðir áhugasamir um að endurfjárfesta söluandvirði sitt til kaupa á hlut í Kviku banka eru meðal annarra Kristín Pétursdóttur, stjórnarformaður Virðingar, og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, sem einnig situr í stjórn félagsins, en félög þeirra eru í hópi fimm stærstu hluthafa verðbréfafyrirtækisins.Ármann Þorvaldsson, nýr forstjóri Kviku, á 4,66 prósenta hlut í Virðingu ásamt meðfjárfestum.Vísir/GVAÁ meðal hluthafa Virðingar er Ármann Þorvaldsson, núverandi forstjóri Kviku og fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Virðingar, en félagið MBA Capital, sem er í eigu hans og meðfjárfesta, á 4,66 prósenta hlut í verðbréfafyrirtækinu. Ármann tók formlega til starfa hjá bankanum um miðjan síðasta mánuð og þá mun Marinó Örn Tryggvason, sem var áður aðstoðarframkvæmdastjóri eignastýringar fagfjárfesta í Arion banka, hefja störf sem aðstoðarforstjóri Kviku 1. ágúst. Sigurður Hannesson, sem hafði gegnt starfi framkvæmdastjóra eignastýringar bankans frá 2013, sagði hins vegar starfi sínu lausu undir lok júní en hann hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Langsamlega stærsti hluthafi Kviku er tryggingafélagið VÍS með tæplega 25 prósenta hlut. Aðrir hluthafar eru meðal annars félagið RES II, sem er í eigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis og Gunnars Henriks B. Gunnarssonar, með 9,92 prósent og þá á Lífeyrissjóður verslunarmanna ríflega 9,5 prósenta hlut. Greint var frá því í Markaðnum þann 28. júní síðastliðinn að RES II hefði aukið við hlut sinn um tæplega þrjú prósent með því að kaupa stærstan hluta bréfa TM í Kviku.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Hlutafé Kviku verður aukið um 1.500 til 2.000 milljónir króna til að fjármagna kaupin á Virðingu en hluthafar verðbréfafyrirtækisins samþykktu kauptilboð bankans með miklum meirihluta í lok síðasta mánaðar. Á hluthafafundi Kviku 14. júlí næstkomandi mun stjórn bankans leggja til að núverandi heimild til hækkunar hlutafjár félagsins verði aukin um 200 milljónir að nafnvirði, eða úr 200 milljónum í 400 milljónir hluta, samkvæmt heimildum Markaðarins. Að hve miklu leyti heimildin verður nýtt fer eftir afkomu Kviku á öðrum ársfjórðungi og eins endanlegu samþykki hluthafa bankans og Öldu sjóða en í byrjun júní var undirritaður samningur um kaup Virðingar á Öldu. Hluthafar Kviku hafa forgangsrétt til áskriftar að hinum nýju hlutum í bankanum í hlutfalli við skráða hlutafjáreign sína í félaginu. Ekki er búist við því að áskriftarloforð verði innheimt fyrr en í september eða október á þessu ári. Samkvæmt kauptilboði Kviku, sem stjórn félagsins lagði fram 20. júní, greiðir bankinn 2.560 milljónir fyrir allt hlutafé Virðingar og er greitt með reiðufé. Afar ósennilegt er talið að hluthafar Kviku muni að fullu nýta sér forgangsrétt sinn þegar hlutafé bankans verður aukið næstkomandi haust. Hluthöfum Virðingar mun þá gefast færi á því að taka þátt í hlutafjárhækkuninni og eignast þannig hlut í sameinuðu félagi. Þeir hluthafar sem eru meðal annars sagðir áhugasamir um að endurfjárfesta söluandvirði sitt til kaupa á hlut í Kviku banka eru meðal annarra Kristín Pétursdóttur, stjórnarformaður Virðingar, og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, sem einnig situr í stjórn félagsins, en félög þeirra eru í hópi fimm stærstu hluthafa verðbréfafyrirtækisins.Ármann Þorvaldsson, nýr forstjóri Kviku, á 4,66 prósenta hlut í Virðingu ásamt meðfjárfestum.Vísir/GVAÁ meðal hluthafa Virðingar er Ármann Þorvaldsson, núverandi forstjóri Kviku og fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Virðingar, en félagið MBA Capital, sem er í eigu hans og meðfjárfesta, á 4,66 prósenta hlut í verðbréfafyrirtækinu. Ármann tók formlega til starfa hjá bankanum um miðjan síðasta mánuð og þá mun Marinó Örn Tryggvason, sem var áður aðstoðarframkvæmdastjóri eignastýringar fagfjárfesta í Arion banka, hefja störf sem aðstoðarforstjóri Kviku 1. ágúst. Sigurður Hannesson, sem hafði gegnt starfi framkvæmdastjóra eignastýringar bankans frá 2013, sagði hins vegar starfi sínu lausu undir lok júní en hann hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Langsamlega stærsti hluthafi Kviku er tryggingafélagið VÍS með tæplega 25 prósenta hlut. Aðrir hluthafar eru meðal annars félagið RES II, sem er í eigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis og Gunnars Henriks B. Gunnarssonar, með 9,92 prósent og þá á Lífeyrissjóður verslunarmanna ríflega 9,5 prósenta hlut. Greint var frá því í Markaðnum þann 28. júní síðastliðinn að RES II hefði aukið við hlut sinn um tæplega þrjú prósent með því að kaupa stærstan hluta bréfa TM í Kviku.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun