Félag Sigurðar Bolla á 9,9 prósent í Kviku eftir kaup á hlut TM í bankanum Hörður Ægisson skrifar 28. júní 2017 07:30 Á árinu 2016 nam hagnaður Kviku um tveimur milljörðum og arðsemi eigin fjár var 34,7 prósent. Vísir/GVA Félag í meirihlutaeigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis hefur keypt tæplega þriggja prósenta hlut í Kviku banka af Tryggingamiðstöðinni (TM) og á eftir viðskiptin samtals 9,92 prósent í fjárfestingarbankanum. Gengið var frá kaupunum í síðustu viku en félagið RES II, sem er jafnframt að 30 prósenta hluta í eigu Gunnars Henriks B. Gunnarssonar, fjárfestis og eiganda gleraugnaverslunarinnar Prooptik, er nú næststærsti hluthafi Kviku á eftir tryggingafélaginu VÍS sem á um 25 prósenta hlut í bankanum. Eignarhlutur TM, sem átti 3,6 prósenta hlut í Kviku fyrir söluna, er núna tæplega 0,7 prósent en félagið var áður í hópi stærstu hluthafa bankans. Kaup RES II á stærstum hluta bréfa TM í Kviku koma í kjölfar þess að félagið tók yfir fyrr í þessum mánuði sjö prósenta hlut fjárfestingarfélagsins Grandier sem var í jafnri eigu Sigurðar og Dons McCarthy, fyrrverandi stjórnarformanns House of Fraser. Gunnar kom þá nýr inn í hluthafahóp Kviku samhliða því að kaupa hluta af bréfum McCarthys en hann hefur dregið úr fjárfestingum sínum á Íslandi vegna veikinda sem hann hefur glímt við. Auk þess að vera hluthafi í Kviku á Gunnar, ásamt eiginkonu sinni Lovísu Ólafsdóttur, meðal annars 9,5 prósenta hlut í verðbréfafyrirtækinu ALM Verðbréf. Sigurður Bollason kom fyrst inn í eigendahóp Kviku í lok nóvember í fyrra þegar félagið Grandier eignaðist sjö prósenta hlutinn í bankanum. Á sama tíma og Sigurður og McCarthy komu inn í hluthafahóp bankans fyrir um sjö mánuðum keyptu hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, fyrrverandi aðaleigendur Skeljungs, átta prósenta hlut í Kviku í gegnum félagið K2B fjárfestingar. Þau eiga sömuleiðis um átta prósent í VÍS og er Svanhildur Nanna stjórnarformaður félagsins.Sigurður Bollason á 70 prósenta hlut í RES II en félagið er núna næst stærsti hluthafi Kviku banka.Tilkynnt var um það í síðustu viku að stjórn Kviku hefði gert kauptilboð í allt hlutafé Virðingar sem gildir til 30. júní næstkomandi. Kaupverðið samkvæmt tilboðinu nemur 2.560 milljónum og verður greitt með reiðufé. Á árinu 2016 nam hagnaður Kviku um tveimur milljörðum og arðsemi eigin fjár var 34,7 prósent. Þá var hagnaður bankans eftir skatta á fyrsta fjórðungi þessa árs tæplega 400 milljónir, sem var talsvert umfram áætlun. Eigið fé Kviku í lok mars nam tæplega 7,5 milljörðum króna. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Félag í meirihlutaeigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis hefur keypt tæplega þriggja prósenta hlut í Kviku banka af Tryggingamiðstöðinni (TM) og á eftir viðskiptin samtals 9,92 prósent í fjárfestingarbankanum. Gengið var frá kaupunum í síðustu viku en félagið RES II, sem er jafnframt að 30 prósenta hluta í eigu Gunnars Henriks B. Gunnarssonar, fjárfestis og eiganda gleraugnaverslunarinnar Prooptik, er nú næststærsti hluthafi Kviku á eftir tryggingafélaginu VÍS sem á um 25 prósenta hlut í bankanum. Eignarhlutur TM, sem átti 3,6 prósenta hlut í Kviku fyrir söluna, er núna tæplega 0,7 prósent en félagið var áður í hópi stærstu hluthafa bankans. Kaup RES II á stærstum hluta bréfa TM í Kviku koma í kjölfar þess að félagið tók yfir fyrr í þessum mánuði sjö prósenta hlut fjárfestingarfélagsins Grandier sem var í jafnri eigu Sigurðar og Dons McCarthy, fyrrverandi stjórnarformanns House of Fraser. Gunnar kom þá nýr inn í hluthafahóp Kviku samhliða því að kaupa hluta af bréfum McCarthys en hann hefur dregið úr fjárfestingum sínum á Íslandi vegna veikinda sem hann hefur glímt við. Auk þess að vera hluthafi í Kviku á Gunnar, ásamt eiginkonu sinni Lovísu Ólafsdóttur, meðal annars 9,5 prósenta hlut í verðbréfafyrirtækinu ALM Verðbréf. Sigurður Bollason kom fyrst inn í eigendahóp Kviku í lok nóvember í fyrra þegar félagið Grandier eignaðist sjö prósenta hlutinn í bankanum. Á sama tíma og Sigurður og McCarthy komu inn í hluthafahóp bankans fyrir um sjö mánuðum keyptu hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, fyrrverandi aðaleigendur Skeljungs, átta prósenta hlut í Kviku í gegnum félagið K2B fjárfestingar. Þau eiga sömuleiðis um átta prósent í VÍS og er Svanhildur Nanna stjórnarformaður félagsins.Sigurður Bollason á 70 prósenta hlut í RES II en félagið er núna næst stærsti hluthafi Kviku banka.Tilkynnt var um það í síðustu viku að stjórn Kviku hefði gert kauptilboð í allt hlutafé Virðingar sem gildir til 30. júní næstkomandi. Kaupverðið samkvæmt tilboðinu nemur 2.560 milljónum og verður greitt með reiðufé. Á árinu 2016 nam hagnaður Kviku um tveimur milljörðum og arðsemi eigin fjár var 34,7 prósent. Þá var hagnaður bankans eftir skatta á fyrsta fjórðungi þessa árs tæplega 400 milljónir, sem var talsvert umfram áætlun. Eigið fé Kviku í lok mars nam tæplega 7,5 milljörðum króna. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun