Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 3. nóvember 2025 07:14 Róbert segir að þótt ákvörðun FDA valdi vonbrigðum sé hann sannfærður um að hægt verði að leysa málið. Vísir/Alvotech Íslenska líftæknifyrirtækið Alvotech fær ekki að svo stöddu markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir líftæknilyfið AVT05 sem er hliðstæðulyf við Simponi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Alvotech sendi frá sér í gærkvöldi í framhaldi af svarbréfi frá Lyfjastofnun Bandaríkjanna, FDA, sem hafði borist fyrirtækinu. Alvotech segir að FDA veiti ekki markaðsleyfið fyrr en Alvotech hafi brugðist með fullnægjandi hætti við athugasemdum sem eftirlitið veitti félaginu í lok úttektar á framleiðsluaðstöðunni í Reykjavík, í júlí sl. Þá segir að FDA gerir engar aðrar athugasemdir við innihald umsóknarinnar og ítrekað að framleiðsluaðstaða Alvotech sé með öll tilskilin leyfi frá FDA til framleiðslu og að félagið haldi því áfram að framleiða og afhenda hliðstæður sem þegar eru á markaði. Róbert Wessman stjórnarformaður og forstjóri Alvotech segir að þótt viðbrögð FDA valdi vonbrigðum, sé starfsfólk Alvotech sannfært um að hægt verði að leiðrétta öll óleyst atriði og vinna áfram með FDA að því að koma þessari fyrstu hliðstæðu sinnar tegundar í hendur sjúklinga í Bandaríkjunum. „Eftir að svar FDA barst hefur Alvotech endurmetið afkomuspá ársins 2025 sem var kynnt í maí sl. Ný spá um heildartekjur ársins er 570-600 milljónir bandaríkjadollara og spá um aðlagaða EBITDA framlegð er einnig lækkuð í 130-150 milljónir bandaríkjadollara“, segir ennfremur og bætt við að lækkun EBITDA spárinnar megi rekja til fjárfestinga í úrbótum á framleiðsluaðstöðunni, „sem einnig valda því að hægja þarf tímabundið á framleiðslu. Úrbæturnar munu hins vegar einnig styðja við vaxtaráform Alvotech og stuðla að árangursríkri markaðssetningu nýrra hliðstæðna.“ Tekjur af sölu á líftæknilyfinu Simponi í Bandaríkjunum á fyrri hluta ársins 2025 námu um 300 milljónum Bandaríkjadala, samkvæmt gögnum frá IQVIA. FDA hefur ekki veitt markaðsleyfi fyrir neinni hliðstæðu Simponi. Alvotech Lyf Líftækni Tengdar fréttir Mæla með „yfirvigt“ í bréfum Alvotech og segja áhættuna hafa minnkað mikið Stöðug framför í rannsóknum, markaðssetningu og samstarf við alþjóðleg söluaðila hefur minnkað mjög áhættu í rekstrinum og aukið trú á viðskiptalíkani Alvotech, að mati greinenda Morgan Stanley. Fjárfestingabankinn hefur uppfært mat sitt og mælir með því að fjárfestar bæti við sig bréfum í félaginu. 14. október 2025 13:18 „Hagstæð verðlagning“ á Alvotech núna þegar fleiri hliðstæður koma á markað Eftir að hafa lækkað um liðlega þriðjung frá áramótum þá er núverandi verðlagning hlutabréfa Alvotech „hagstæð“ fyrir fjárfesta, að mati greinenda svissneska bankans UBS, sem benda á að félagið sé að koma með nýjar hliðstæðum á markað og eigi í vændum umtalsverðar áfangagreiðslur. 7. október 2025 16:56 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Alvotech segir að FDA veiti ekki markaðsleyfið fyrr en Alvotech hafi brugðist með fullnægjandi hætti við athugasemdum sem eftirlitið veitti félaginu í lok úttektar á framleiðsluaðstöðunni í Reykjavík, í júlí sl. Þá segir að FDA gerir engar aðrar athugasemdir við innihald umsóknarinnar og ítrekað að framleiðsluaðstaða Alvotech sé með öll tilskilin leyfi frá FDA til framleiðslu og að félagið haldi því áfram að framleiða og afhenda hliðstæður sem þegar eru á markaði. Róbert Wessman stjórnarformaður og forstjóri Alvotech segir að þótt viðbrögð FDA valdi vonbrigðum, sé starfsfólk Alvotech sannfært um að hægt verði að leiðrétta öll óleyst atriði og vinna áfram með FDA að því að koma þessari fyrstu hliðstæðu sinnar tegundar í hendur sjúklinga í Bandaríkjunum. „Eftir að svar FDA barst hefur Alvotech endurmetið afkomuspá ársins 2025 sem var kynnt í maí sl. Ný spá um heildartekjur ársins er 570-600 milljónir bandaríkjadollara og spá um aðlagaða EBITDA framlegð er einnig lækkuð í 130-150 milljónir bandaríkjadollara“, segir ennfremur og bætt við að lækkun EBITDA spárinnar megi rekja til fjárfestinga í úrbótum á framleiðsluaðstöðunni, „sem einnig valda því að hægja þarf tímabundið á framleiðslu. Úrbæturnar munu hins vegar einnig styðja við vaxtaráform Alvotech og stuðla að árangursríkri markaðssetningu nýrra hliðstæðna.“ Tekjur af sölu á líftæknilyfinu Simponi í Bandaríkjunum á fyrri hluta ársins 2025 námu um 300 milljónum Bandaríkjadala, samkvæmt gögnum frá IQVIA. FDA hefur ekki veitt markaðsleyfi fyrir neinni hliðstæðu Simponi.
Alvotech Lyf Líftækni Tengdar fréttir Mæla með „yfirvigt“ í bréfum Alvotech og segja áhættuna hafa minnkað mikið Stöðug framför í rannsóknum, markaðssetningu og samstarf við alþjóðleg söluaðila hefur minnkað mjög áhættu í rekstrinum og aukið trú á viðskiptalíkani Alvotech, að mati greinenda Morgan Stanley. Fjárfestingabankinn hefur uppfært mat sitt og mælir með því að fjárfestar bæti við sig bréfum í félaginu. 14. október 2025 13:18 „Hagstæð verðlagning“ á Alvotech núna þegar fleiri hliðstæður koma á markað Eftir að hafa lækkað um liðlega þriðjung frá áramótum þá er núverandi verðlagning hlutabréfa Alvotech „hagstæð“ fyrir fjárfesta, að mati greinenda svissneska bankans UBS, sem benda á að félagið sé að koma með nýjar hliðstæðum á markað og eigi í vændum umtalsverðar áfangagreiðslur. 7. október 2025 16:56 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Mæla með „yfirvigt“ í bréfum Alvotech og segja áhættuna hafa minnkað mikið Stöðug framför í rannsóknum, markaðssetningu og samstarf við alþjóðleg söluaðila hefur minnkað mjög áhættu í rekstrinum og aukið trú á viðskiptalíkani Alvotech, að mati greinenda Morgan Stanley. Fjárfestingabankinn hefur uppfært mat sitt og mælir með því að fjárfestar bæti við sig bréfum í félaginu. 14. október 2025 13:18
„Hagstæð verðlagning“ á Alvotech núna þegar fleiri hliðstæður koma á markað Eftir að hafa lækkað um liðlega þriðjung frá áramótum þá er núverandi verðlagning hlutabréfa Alvotech „hagstæð“ fyrir fjárfesta, að mati greinenda svissneska bankans UBS, sem benda á að félagið sé að koma með nýjar hliðstæðum á markað og eigi í vændum umtalsverðar áfangagreiðslur. 7. október 2025 16:56