Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2025 13:01 Finnur Oddsson er forstjóri Haga, sem meðal annars Bónus og Hagkaup heyra undir. vísir/samsett Kauphegðun landsmanna virðist hafa tekið breytingum og forstjóri Haga segir fólk fresta matarinnkaupum fram yfir mánaðamót í auknum mæli. Breytingin bendi til þess að buddur séu teknar að tæmast í lok mánaðar. Langvarandi verðbólga og hátt vaxtastig hefur eðlilega ýmis áhrif í þjóðfélaginu og eina líklega afleiðingu má sjá í kauphegðun landsmanna. Finnur Oddsson, forstjóri Haga, sem Bónus og Hagkaup heyra meðal annars undir, segir verslun hafa gengið vel og heilt yfir haldist söm en að ákveðin breyting hafi þó orðið. „Það hefur lengi vel þekkst að í lok mánaðar dempast sala aðeins niður og tekur svo stökk á fyrstu dögum nýs mánaðar og í sjálfu sér er allt eðlilegt við það. En fyrir svona einu og hálfu ári, kannski tveimur, að þá fórum við að veita því athygli að þessi sveifla varð smám saman aðeins meira afgerandi, það er að segja meiri dempun í lok mánaðar og þá meira stökk í byrjun þess næsta,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Vaxtastigið að bíta Fólk sé því í auknum mæli farið að fresta matarinnkaupum fram yfir mánaðamót og bíða eftir útborgun. „Það eru eflaust ýmsir þættir sem geta spilað hér inn í og kannski erfitt að fullyrða nákvæmlega um hverjir þeir eru en manni finnst nærtækt að praktísk áhrif af háu vaxtastigi séu að skila sér í því að það grynnkar hraðar í buddunni en var. Við sáum að fastir vextir á húsnæðislánum hafa losnað í auknum mæli og hækkað þá vextir á húsnæðislánum síðustu misseri og það hefur oftast nær einhver áhrif á ráðstöfunartekjur.“ Kauphegðun landsmanna virðist hafa tekið nokkrum breytingum. Þrátt fyrir að heildarverslun haldist er fólk einnig í auknum mæli að velja ódýrari valkosti.vísir/Vilhelm Þá sé einnig að merkja breytingar á vöruvali fólks. „Ef við horfum aftur til lengri tíma, fjögur til fimm ár aftur í tímann, að þá hefur verðbólga í heiminum verið töluvert mikil og í rauninni allar vestrænar þjóður upplifað hækkun á matvörukörfu. Það sem við sjáum fólk gjarnan gera er að velja kannski aðeins öðruvísi. Það er verið að verja álíka upphæðum í matarinnkaupin en þú kannski velur ódýrari valkosti í staðinn fyrir dýrari valkosti og það eru bara skynsamleg viðbrögð við aukinni dýrtíð og samdrætti í ráðstöfunartekjum,“ segir Finnur. Neytendur Hagar Fjármál heimilisins Verslun Verðlag Matvöruverslun Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Langvarandi verðbólga og hátt vaxtastig hefur eðlilega ýmis áhrif í þjóðfélaginu og eina líklega afleiðingu má sjá í kauphegðun landsmanna. Finnur Oddsson, forstjóri Haga, sem Bónus og Hagkaup heyra meðal annars undir, segir verslun hafa gengið vel og heilt yfir haldist söm en að ákveðin breyting hafi þó orðið. „Það hefur lengi vel þekkst að í lok mánaðar dempast sala aðeins niður og tekur svo stökk á fyrstu dögum nýs mánaðar og í sjálfu sér er allt eðlilegt við það. En fyrir svona einu og hálfu ári, kannski tveimur, að þá fórum við að veita því athygli að þessi sveifla varð smám saman aðeins meira afgerandi, það er að segja meiri dempun í lok mánaðar og þá meira stökk í byrjun þess næsta,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Vaxtastigið að bíta Fólk sé því í auknum mæli farið að fresta matarinnkaupum fram yfir mánaðamót og bíða eftir útborgun. „Það eru eflaust ýmsir þættir sem geta spilað hér inn í og kannski erfitt að fullyrða nákvæmlega um hverjir þeir eru en manni finnst nærtækt að praktísk áhrif af háu vaxtastigi séu að skila sér í því að það grynnkar hraðar í buddunni en var. Við sáum að fastir vextir á húsnæðislánum hafa losnað í auknum mæli og hækkað þá vextir á húsnæðislánum síðustu misseri og það hefur oftast nær einhver áhrif á ráðstöfunartekjur.“ Kauphegðun landsmanna virðist hafa tekið nokkrum breytingum. Þrátt fyrir að heildarverslun haldist er fólk einnig í auknum mæli að velja ódýrari valkosti.vísir/Vilhelm Þá sé einnig að merkja breytingar á vöruvali fólks. „Ef við horfum aftur til lengri tíma, fjögur til fimm ár aftur í tímann, að þá hefur verðbólga í heiminum verið töluvert mikil og í rauninni allar vestrænar þjóður upplifað hækkun á matvörukörfu. Það sem við sjáum fólk gjarnan gera er að velja kannski aðeins öðruvísi. Það er verið að verja álíka upphæðum í matarinnkaupin en þú kannski velur ódýrari valkosti í staðinn fyrir dýrari valkosti og það eru bara skynsamleg viðbrögð við aukinni dýrtíð og samdrætti í ráðstöfunartekjum,“ segir Finnur.
Neytendur Hagar Fjármál heimilisins Verslun Verðlag Matvöruverslun Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Sjá meira