Dramatík í Breiðholti og í Laugardal | Fimm leikjum lokið í Inkasso deildinni Elías Orri Njarðarson skrifar 15. júlí 2017 16:00 Fylkismenn halda toppsætinu visir/andri marinó Fimm leikjum er nú lokið í Inkasso deildinni í fótbolta. Fylkismenn halda toppsætinu í deildinni með 26 stig, Keflavík er í öðru sætinu með 24 stig og Þróttarar fylgja fast á eftir einnig með 24 stig.Fram - HK 3-2 Fram og HK mættust í hörkuleik á Laugardalsvelli sem endaði með 2-3 sigri HK. Bjarni Gunnarsson kom HK yfir á 15. mínútu eftir að Halldór Breiðfjörð Jóhannsson dæmdi vítaspyrnu eftir að Ásgeir Marteinsson hafði fallið niður í vítateig Fram. Á 39. mínútu fengu Framarar aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig HK, sem Simon Smidt tók og jafnaði leikinn 1-1. Staðan var jöfn í hálfleik en HK-ingar voru ekki lengi að koma sér yfir og Ásgeir Marteinsson skoraði annað mark HK af 25 metra færi með flottu skoti í nærhornið. Framarar voru ekki lengi að svara en á 56. mínútu jafnaði Guðmundur Magnússon leikinn í 2-2 þegar að hann skoraði í tómt markið eftir mistök hjá Andra Þór Grétarssyni, markmanni HK. Það stefndi allt í jafntefli en á 90. mínútu skoraði Brynjar Jónasson og kom HK 2-3 yfir í leiknum eftir að hann hafði sloppið í gegnum vörn Framara og klárað á milli fóta Hlyns í marki Fram. Alvöru dramatík á Laugardalsvelli.Haukar-Þróttur 0-0 Haukar og Þróttur mættust á Gaman ferða vellinum í Hafnafirði í dag og skildu liðin jöfn. Þróttarar voru betri í leiknum en bæði lið fengu færi til þess að vinna leikinn, en inn vildi boltinn ekki og leiknum lauk 0-0.ÍR-Selfoss 1-3 ÍR fékk Selfoss í heimsókn á Hertz-völlinn. Heimamenn komust yfir á 8. mínútu þegar að Óskar Jónsson skoraði fallegt mark á lofti af löngu færi. ÍR-ingar héldu forskoti sínu framan af í leiknum og það var ekki fyrr en á 66. mínútu þegar að Elvar Ingi Vignisson jafnar leikinn fyrir Selfoss. Það stefndi allt í jafntefli en Selfyssingar komust yfir á 90. mínútu leiksins þegar að Svavar Berg Jóhannsson, leikmaður Selfoss, fékk boltann í sig og þaðan fór hann í netið. Selfyssingar bættu síðan öðru marki við þegar að Ivan Martinez Gutierrez skoraði þriðja markið fyrir Selfoss og leiknum lauk með 1-3 sigri gestanna.Keflavík-Leiknir R. 1-2 Keflvíkingar fengu Leiknismenn frá Reykjavík í heimsókn til Keflavíkur. Leiknismenn komust yfir í leiknum þegar að Ingvar Ásbjörn Ingvarsson skoraði á 24. mínútu leiksins. Staðan var 0-1 fyrir Leikni þegar að fyrri hálfleik lauk. Jeppe Hansen jafnaði síðan metin á 57. mínútu með laglegu marki. 10 mínútum seinna komust Leiknismenn aftur yfir gegn gangi leiksins en þar var á ferðinni Tómas Óli Garðarsson sem skoraði annað mark Leiknismanna. Keflvíkingar fengu færi til þess að jafna leikinn en inn vildi boltinn ekki og leiknum lauk með 1-2 útisigri Leiknis á Keflavík.Þór-Fylkir 1-1 Þórsarar fengu Fylkismenn til sín í heimsókn á Akureyri. Albert Brynjar Ingason kom gestunum yfir á 21. mínútu leiksins, en mark frá Fylki hafði legið í loftinu. á 36. mínútu leiksins fékk Ármann Pétur Ævarsson umdeilt annað gula spjald og þar með rautt. Þórsarar þá einum manni færri restina af leiknum. Fylkismenn fengu færi á að auka forskotið sitt en það gekk ekki eftir í leiknum. Það dró svo til tíðinda á 90. mínútu þegar að Orri Freyr Hjaltalín jafnaði metin fyrir Þórsara og leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Svekkjandi fyrir Fylkismenn en leikmenn Þórs geta verið ánægðir með stigið eftir að hafa verið manni færri í nánast 60. mínútur. Úrslitin og markaskorarar voru fengnir af www.fotbolti.net Íslenski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Fimm leikjum er nú lokið í Inkasso deildinni í fótbolta. Fylkismenn halda toppsætinu í deildinni með 26 stig, Keflavík er í öðru sætinu með 24 stig og Þróttarar fylgja fast á eftir einnig með 24 stig.Fram - HK 3-2 Fram og HK mættust í hörkuleik á Laugardalsvelli sem endaði með 2-3 sigri HK. Bjarni Gunnarsson kom HK yfir á 15. mínútu eftir að Halldór Breiðfjörð Jóhannsson dæmdi vítaspyrnu eftir að Ásgeir Marteinsson hafði fallið niður í vítateig Fram. Á 39. mínútu fengu Framarar aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig HK, sem Simon Smidt tók og jafnaði leikinn 1-1. Staðan var jöfn í hálfleik en HK-ingar voru ekki lengi að koma sér yfir og Ásgeir Marteinsson skoraði annað mark HK af 25 metra færi með flottu skoti í nærhornið. Framarar voru ekki lengi að svara en á 56. mínútu jafnaði Guðmundur Magnússon leikinn í 2-2 þegar að hann skoraði í tómt markið eftir mistök hjá Andra Þór Grétarssyni, markmanni HK. Það stefndi allt í jafntefli en á 90. mínútu skoraði Brynjar Jónasson og kom HK 2-3 yfir í leiknum eftir að hann hafði sloppið í gegnum vörn Framara og klárað á milli fóta Hlyns í marki Fram. Alvöru dramatík á Laugardalsvelli.Haukar-Þróttur 0-0 Haukar og Þróttur mættust á Gaman ferða vellinum í Hafnafirði í dag og skildu liðin jöfn. Þróttarar voru betri í leiknum en bæði lið fengu færi til þess að vinna leikinn, en inn vildi boltinn ekki og leiknum lauk 0-0.ÍR-Selfoss 1-3 ÍR fékk Selfoss í heimsókn á Hertz-völlinn. Heimamenn komust yfir á 8. mínútu þegar að Óskar Jónsson skoraði fallegt mark á lofti af löngu færi. ÍR-ingar héldu forskoti sínu framan af í leiknum og það var ekki fyrr en á 66. mínútu þegar að Elvar Ingi Vignisson jafnar leikinn fyrir Selfoss. Það stefndi allt í jafntefli en Selfyssingar komust yfir á 90. mínútu leiksins þegar að Svavar Berg Jóhannsson, leikmaður Selfoss, fékk boltann í sig og þaðan fór hann í netið. Selfyssingar bættu síðan öðru marki við þegar að Ivan Martinez Gutierrez skoraði þriðja markið fyrir Selfoss og leiknum lauk með 1-3 sigri gestanna.Keflavík-Leiknir R. 1-2 Keflvíkingar fengu Leiknismenn frá Reykjavík í heimsókn til Keflavíkur. Leiknismenn komust yfir í leiknum þegar að Ingvar Ásbjörn Ingvarsson skoraði á 24. mínútu leiksins. Staðan var 0-1 fyrir Leikni þegar að fyrri hálfleik lauk. Jeppe Hansen jafnaði síðan metin á 57. mínútu með laglegu marki. 10 mínútum seinna komust Leiknismenn aftur yfir gegn gangi leiksins en þar var á ferðinni Tómas Óli Garðarsson sem skoraði annað mark Leiknismanna. Keflvíkingar fengu færi til þess að jafna leikinn en inn vildi boltinn ekki og leiknum lauk með 1-2 útisigri Leiknis á Keflavík.Þór-Fylkir 1-1 Þórsarar fengu Fylkismenn til sín í heimsókn á Akureyri. Albert Brynjar Ingason kom gestunum yfir á 21. mínútu leiksins, en mark frá Fylki hafði legið í loftinu. á 36. mínútu leiksins fékk Ármann Pétur Ævarsson umdeilt annað gula spjald og þar með rautt. Þórsarar þá einum manni færri restina af leiknum. Fylkismenn fengu færi á að auka forskotið sitt en það gekk ekki eftir í leiknum. Það dró svo til tíðinda á 90. mínútu þegar að Orri Freyr Hjaltalín jafnaði metin fyrir Þórsara og leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Svekkjandi fyrir Fylkismenn en leikmenn Þórs geta verið ánægðir með stigið eftir að hafa verið manni færri í nánast 60. mínútur. Úrslitin og markaskorarar voru fengnir af www.fotbolti.net
Íslenski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira