Gerum kröfu um styttri vinnuviku Guðríður Arnardóttir skrifar 5. júlí 2017 07:00 Íslendingar eru með fjórðu lengstu vinnuviku í Evrópu og hlutfall Íslendinga sem vinna meira en 50 stundir á viku er þriðja hæst í álfunni. Landsframleiðsla er hins vegar ekki í samræmi við lengd vinnuvikunnar sem þýðir að afköst haldast ekkert endilega í hendur við lengd vinnudags. Jákvæð áhrif styttri vinnuviku hafa verið skoðuð bæði hérlendis og erlendis. Reykjavíkurborg átti frumkvæði að tilraunaverkefni vorið 2015 þar sem vinnuvika á völdum vinnustöðum borgarinnar var stytt í 35 stundir. Niðurstöðurnar voru afgerandi þar sem andleg líðan, líkamleg líðan og starfsánægja mældist marktækt betri og meiri á „tilraunavinnustöðunum“ og um leið dró úr langtímaveikindum. Vinnuvikan var stytt úr 44 í 40 stundir með lögum árið 1971. Síðan þá hefur ekkert verið gert og allt of lítið rætt um frekari styttingu vinnuvikunnar. Nú, nærri hálfri öld síðar, þegar smjör virðist aftur farið að drjúpa af hverju strái er lag að stíga fleiri skref í átt til styttingar vinnuvikunnar, til dæmis úr 40 stundum í 35. Þjóð sem bryður þunglyndislyf í meiri mæli en aðrar þjóðir hefði örugglega gott af því að eyða meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Kulnun í starfi og langtímaveikindi kosta samfélagið gríðarlegar fjárhæðir og yrði stytting vinnuvikunnar til þess að auka afköst og gleði þjóðarinnar eru fá rök sem mæla gegn henni. En það sem mestu máli skiptir varðar börnin okkar. Þau myndu svo sannarlega þiggja að komast fyrr heim úr skólanum og eyða meiri tíma með foreldrum sínum. Skóladagurinn í leikskóla og yngstu bekkjum grunnskólans er yfirleitt allt of langur og brýnt að stytta hann. Launþegahreyfingin þarf að taka höndum saman og gera kröfu um styttri vinnuviku í komandi samningalotu. Þetta er verkefni sem við þurfum að vinna saman fyrir alla. Væri ekki gott að stimpla sig út klukkutíma fyrr alla daga og knúsa krakkana? Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðríður Arnardóttir Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Íslendingar eru með fjórðu lengstu vinnuviku í Evrópu og hlutfall Íslendinga sem vinna meira en 50 stundir á viku er þriðja hæst í álfunni. Landsframleiðsla er hins vegar ekki í samræmi við lengd vinnuvikunnar sem þýðir að afköst haldast ekkert endilega í hendur við lengd vinnudags. Jákvæð áhrif styttri vinnuviku hafa verið skoðuð bæði hérlendis og erlendis. Reykjavíkurborg átti frumkvæði að tilraunaverkefni vorið 2015 þar sem vinnuvika á völdum vinnustöðum borgarinnar var stytt í 35 stundir. Niðurstöðurnar voru afgerandi þar sem andleg líðan, líkamleg líðan og starfsánægja mældist marktækt betri og meiri á „tilraunavinnustöðunum“ og um leið dró úr langtímaveikindum. Vinnuvikan var stytt úr 44 í 40 stundir með lögum árið 1971. Síðan þá hefur ekkert verið gert og allt of lítið rætt um frekari styttingu vinnuvikunnar. Nú, nærri hálfri öld síðar, þegar smjör virðist aftur farið að drjúpa af hverju strái er lag að stíga fleiri skref í átt til styttingar vinnuvikunnar, til dæmis úr 40 stundum í 35. Þjóð sem bryður þunglyndislyf í meiri mæli en aðrar þjóðir hefði örugglega gott af því að eyða meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Kulnun í starfi og langtímaveikindi kosta samfélagið gríðarlegar fjárhæðir og yrði stytting vinnuvikunnar til þess að auka afköst og gleði þjóðarinnar eru fá rök sem mæla gegn henni. En það sem mestu máli skiptir varðar börnin okkar. Þau myndu svo sannarlega þiggja að komast fyrr heim úr skólanum og eyða meiri tíma með foreldrum sínum. Skóladagurinn í leikskóla og yngstu bekkjum grunnskólans er yfirleitt allt of langur og brýnt að stytta hann. Launþegahreyfingin þarf að taka höndum saman og gera kröfu um styttri vinnuviku í komandi samningalotu. Þetta er verkefni sem við þurfum að vinna saman fyrir alla. Væri ekki gott að stimpla sig út klukkutíma fyrr alla daga og knúsa krakkana? Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun