Robbie Crawford, nýr skoskur leikmaður FH, skoraði fyrsta mark meistarana á 19. mínútu en það gerði hann með góðu skoti eftir sendingu Kristjáns Flóka Finnbogasonar. Þetta var fyrsti leikur Crawford fyrir FH.
Staðan var 1-0 í hálfleik en á tveggja mínútna kafla í seinni hálfleik gerði FH út um leikinn. Kristján Flóki, sem hefur verið afskaplega góður á undirbúningstímabilinu, skoraði á 71. og 73. mínútu og tryggði FH 3-0 sigur.
Flóki er búinn að skora fimm mörk í Lengjubikarnum en hann raðaði einnig inn mörkum í Fótbolti.net-mótinu sem FH vann eftir úrslitaleik á móti Stjörnunni.
FH-ingar mæta KR í undanúrslitunum á fimmtudaginn en KR vann öruggan sigur á Þór, 4-1, í gær. Mörkin úr þeim leik má sjá hér.
Í hinum undanúrslitaleiknum eigast við nýliðar KA og Grindavíkur en undanúrslitin fara fram á fimmtudaginn.
Mörkin úr leik Breiðabliks og FH má sjá í spilaranum hér að ofan en mörkin úr leik KR og Þórs hér að neðan.