„Við drögum liðið ekki úr keppni,“ sagði Óli Jóh um Val sem dró svo liðið úr keppni Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2017 13:00 Ólafur fer með strákana sína til Bandaríkjanna á mánudaginn. vísir/eyþór Valsmenn verða ekki með í átta liða úrslitum Lengjubikars karla í fótbolta þrátt fyrir að vinna alla fimm leiki sína í riðli 3 og komast örugglega í útsláttarkeppnina. Valur átti að mæta KR í Reykjavíkurslag í átta liða úrslitunum sunnudaginn 9. apríl en degi síðar fer Valsliðið í æfingaferð til Bandaríkjanna. Valur gæti því aldrei spilað undanúrslitaleik 13. apríl ef liðið kæmist áfram. Það hefur því dregið liðið úr keppni. Hlíðarendapiltar völtuðu yfir sinn riðil og unnu alla fimm leikina með markatölunni 17-7. Þeir luku riðlakeppninni með glæsilegum 3-1 sigri á ÍA sem hafnaði í öðru sæti og tapaði bara fyrir Val. Inkasso-deildarlið Þórs, sem hafnaði í þriðja sæti með sjö stig, tekur sæti Vals í átta liða úrslitunum og mætir KR í vesturbænum á sunnudaginn klukkan 16.00 en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 HD.Ákvörðun Valsmanna að draga liðið úr keppni er nokkuð áhugaverð í ljósi viðtals sem tekið var við þjálfarann Ólaf Jóhannesson á Fótbolti.net eftir 2-1 sigurleik Vals á Víkingi Ólafsvík 19. mars. Þar var Ólafur spurður hvað Valsmenn ætluðu að gera ef þeir kæmust áfram sem var ansi líklegt á þeim tíma. „Einhver hluti af okkur verður erlendis, ég veit ekki hvernig við göngum frá þessu. Ég er ekkert farinn að pæla í því,“ sagði Ólafur og bætti ákveðinn við að Valur myndi ekki draga liðið úr keppni.„Við drögum liðið ekki úr keppni, það kemur ekki til greina.“ Ólafur náði að verjast spurningum Magnús Más Einarssonar, ritstjóra Fótbolti.net, fimlega en endaði svo á því að segja að unnið yrði í því saman að finna leikdag. Átti Ólafur þar væntanlega við væntanlega mótherja og Knattspyrnusambandið en nú er ljóst að besta lið undirbúningstímabilsins, Reykjavíkurmeistarar Vals sem er eina liðið sem vann alla leikina í riðlakeppni Lengjubikarsins, verður ekki með í átta liða úrslitum keppninnar. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu þrennu Sigurðar Egils gegn ÍA | Myndband Sigurður Egill Lárusson var í aðalhlutverki þegar Valur vann ÍA, 3-1, í uppgjöri toppliðanna í riðli 3 í Lengjubikar karla í fótbolta í gær. 31. mars 2017 13:00 Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Valsmenn verða ekki með í átta liða úrslitum Lengjubikars karla í fótbolta þrátt fyrir að vinna alla fimm leiki sína í riðli 3 og komast örugglega í útsláttarkeppnina. Valur átti að mæta KR í Reykjavíkurslag í átta liða úrslitunum sunnudaginn 9. apríl en degi síðar fer Valsliðið í æfingaferð til Bandaríkjanna. Valur gæti því aldrei spilað undanúrslitaleik 13. apríl ef liðið kæmist áfram. Það hefur því dregið liðið úr keppni. Hlíðarendapiltar völtuðu yfir sinn riðil og unnu alla fimm leikina með markatölunni 17-7. Þeir luku riðlakeppninni með glæsilegum 3-1 sigri á ÍA sem hafnaði í öðru sæti og tapaði bara fyrir Val. Inkasso-deildarlið Þórs, sem hafnaði í þriðja sæti með sjö stig, tekur sæti Vals í átta liða úrslitunum og mætir KR í vesturbænum á sunnudaginn klukkan 16.00 en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 HD.Ákvörðun Valsmanna að draga liðið úr keppni er nokkuð áhugaverð í ljósi viðtals sem tekið var við þjálfarann Ólaf Jóhannesson á Fótbolti.net eftir 2-1 sigurleik Vals á Víkingi Ólafsvík 19. mars. Þar var Ólafur spurður hvað Valsmenn ætluðu að gera ef þeir kæmust áfram sem var ansi líklegt á þeim tíma. „Einhver hluti af okkur verður erlendis, ég veit ekki hvernig við göngum frá þessu. Ég er ekkert farinn að pæla í því,“ sagði Ólafur og bætti ákveðinn við að Valur myndi ekki draga liðið úr keppni.„Við drögum liðið ekki úr keppni, það kemur ekki til greina.“ Ólafur náði að verjast spurningum Magnús Más Einarssonar, ritstjóra Fótbolti.net, fimlega en endaði svo á því að segja að unnið yrði í því saman að finna leikdag. Átti Ólafur þar væntanlega við væntanlega mótherja og Knattspyrnusambandið en nú er ljóst að besta lið undirbúningstímabilsins, Reykjavíkurmeistarar Vals sem er eina liðið sem vann alla leikina í riðlakeppni Lengjubikarsins, verður ekki með í átta liða úrslitum keppninnar.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu þrennu Sigurðar Egils gegn ÍA | Myndband Sigurður Egill Lárusson var í aðalhlutverki þegar Valur vann ÍA, 3-1, í uppgjöri toppliðanna í riðli 3 í Lengjubikar karla í fótbolta í gær. 31. mars 2017 13:00 Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Sjáðu þrennu Sigurðar Egils gegn ÍA | Myndband Sigurður Egill Lárusson var í aðalhlutverki þegar Valur vann ÍA, 3-1, í uppgjöri toppliðanna í riðli 3 í Lengjubikar karla í fótbolta í gær. 31. mars 2017 13:00
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn