Vilja byggja upp eigin árásagetu Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2017 16:56 Eldflaugavarnarkerfi af gerðinni PAC-3 í Japan. Vísir/AFP Áhrifamiklir ráðamenn í Japan hafa verulegar áhyggjur af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum Norður-Kóreu og vilja byggja upp árásagetu Japan. Þannig geti Japan jafnvel gert eigin árásir á skotstaði Norður-Kóreu. Hingað til hafa yfirvöld í Japan ekki viljað koma upp eigin sprengjuflugvélum og eldflaugum, en slíkt myndi kosta ríkið mjög mikið. Þess í stað hefur Japan treyst á bandamenn sína í Bandaríkjunum. Aukin hernaðarumsvif Norður-Kóreu og þá sérstaklega tilraun þeirra um helgina, sem líkti eftir kjarnorkuárás á herstöðvar Bandaríkjanna í Japan, hafa hins valdið usla í Japan. „Ef ráðist yrði á okkur með flugvélum og skipum myndum við skjóta á móti. Að skjóta á land sem er að skjóta eldflaugum á okkur er ekkert öðruvísi. Tæknin hefur breyst og það sama má segja um eðli átaka,“ segir Itsunori Onodera, fyrrum varnarmálaráðherra Japan, við Reuters fréttaveituna. Það gæti sum sé verið betri áætlun að skjóta bogamanninn, frekar en að skjóta örvarnar hans niður, eins og Reuters orðar það. Eftir seinni heimstyrjöldina var það tekið fram í stjórnarskrá Japan að varnarlið landsins væri einmitt það. Varnarlið. Japanar hafa hins vegar verið að teygja á því ákvæði stjórnarskrárinnar um árabil. Vopn sem gætu verið notuð til að gera árásir á Norður-Kóreu myndu einnig drífa að austurströnd Kína og slíkri uppbyggingu yrði líklega ekki tekið fagnandi í Peking. Ondero segir þó að Kína búi yfir fjölda eldflauga sem þeir geti skotið að Japan. Alþjóðasamfélagið myndi líklega ekki sína mikla samúð. Einn heimildarmaður Reuters segir að ef fleiri en þremur eldflaugum yrði skotið að Japan, væri það of mikið fyrir eldflaugavarnarkerfi landsins. Mikil uppbygging á því kerfi er þó fyrirhuguð. Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Áhrifamiklir ráðamenn í Japan hafa verulegar áhyggjur af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum Norður-Kóreu og vilja byggja upp árásagetu Japan. Þannig geti Japan jafnvel gert eigin árásir á skotstaði Norður-Kóreu. Hingað til hafa yfirvöld í Japan ekki viljað koma upp eigin sprengjuflugvélum og eldflaugum, en slíkt myndi kosta ríkið mjög mikið. Þess í stað hefur Japan treyst á bandamenn sína í Bandaríkjunum. Aukin hernaðarumsvif Norður-Kóreu og þá sérstaklega tilraun þeirra um helgina, sem líkti eftir kjarnorkuárás á herstöðvar Bandaríkjanna í Japan, hafa hins valdið usla í Japan. „Ef ráðist yrði á okkur með flugvélum og skipum myndum við skjóta á móti. Að skjóta á land sem er að skjóta eldflaugum á okkur er ekkert öðruvísi. Tæknin hefur breyst og það sama má segja um eðli átaka,“ segir Itsunori Onodera, fyrrum varnarmálaráðherra Japan, við Reuters fréttaveituna. Það gæti sum sé verið betri áætlun að skjóta bogamanninn, frekar en að skjóta örvarnar hans niður, eins og Reuters orðar það. Eftir seinni heimstyrjöldina var það tekið fram í stjórnarskrá Japan að varnarlið landsins væri einmitt það. Varnarlið. Japanar hafa hins vegar verið að teygja á því ákvæði stjórnarskrárinnar um árabil. Vopn sem gætu verið notuð til að gera árásir á Norður-Kóreu myndu einnig drífa að austurströnd Kína og slíkri uppbyggingu yrði líklega ekki tekið fagnandi í Peking. Ondero segir þó að Kína búi yfir fjölda eldflauga sem þeir geti skotið að Japan. Alþjóðasamfélagið myndi líklega ekki sína mikla samúð. Einn heimildarmaður Reuters segir að ef fleiri en þremur eldflaugum yrði skotið að Japan, væri það of mikið fyrir eldflaugavarnarkerfi landsins. Mikil uppbygging á því kerfi er þó fyrirhuguð.
Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira