Vilja byggja upp eigin árásagetu Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2017 16:56 Eldflaugavarnarkerfi af gerðinni PAC-3 í Japan. Vísir/AFP Áhrifamiklir ráðamenn í Japan hafa verulegar áhyggjur af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum Norður-Kóreu og vilja byggja upp árásagetu Japan. Þannig geti Japan jafnvel gert eigin árásir á skotstaði Norður-Kóreu. Hingað til hafa yfirvöld í Japan ekki viljað koma upp eigin sprengjuflugvélum og eldflaugum, en slíkt myndi kosta ríkið mjög mikið. Þess í stað hefur Japan treyst á bandamenn sína í Bandaríkjunum. Aukin hernaðarumsvif Norður-Kóreu og þá sérstaklega tilraun þeirra um helgina, sem líkti eftir kjarnorkuárás á herstöðvar Bandaríkjanna í Japan, hafa hins valdið usla í Japan. „Ef ráðist yrði á okkur með flugvélum og skipum myndum við skjóta á móti. Að skjóta á land sem er að skjóta eldflaugum á okkur er ekkert öðruvísi. Tæknin hefur breyst og það sama má segja um eðli átaka,“ segir Itsunori Onodera, fyrrum varnarmálaráðherra Japan, við Reuters fréttaveituna. Það gæti sum sé verið betri áætlun að skjóta bogamanninn, frekar en að skjóta örvarnar hans niður, eins og Reuters orðar það. Eftir seinni heimstyrjöldina var það tekið fram í stjórnarskrá Japan að varnarlið landsins væri einmitt það. Varnarlið. Japanar hafa hins vegar verið að teygja á því ákvæði stjórnarskrárinnar um árabil. Vopn sem gætu verið notuð til að gera árásir á Norður-Kóreu myndu einnig drífa að austurströnd Kína og slíkri uppbyggingu yrði líklega ekki tekið fagnandi í Peking. Ondero segir þó að Kína búi yfir fjölda eldflauga sem þeir geti skotið að Japan. Alþjóðasamfélagið myndi líklega ekki sína mikla samúð. Einn heimildarmaður Reuters segir að ef fleiri en þremur eldflaugum yrði skotið að Japan, væri það of mikið fyrir eldflaugavarnarkerfi landsins. Mikil uppbygging á því kerfi er þó fyrirhuguð. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Áhrifamiklir ráðamenn í Japan hafa verulegar áhyggjur af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum Norður-Kóreu og vilja byggja upp árásagetu Japan. Þannig geti Japan jafnvel gert eigin árásir á skotstaði Norður-Kóreu. Hingað til hafa yfirvöld í Japan ekki viljað koma upp eigin sprengjuflugvélum og eldflaugum, en slíkt myndi kosta ríkið mjög mikið. Þess í stað hefur Japan treyst á bandamenn sína í Bandaríkjunum. Aukin hernaðarumsvif Norður-Kóreu og þá sérstaklega tilraun þeirra um helgina, sem líkti eftir kjarnorkuárás á herstöðvar Bandaríkjanna í Japan, hafa hins valdið usla í Japan. „Ef ráðist yrði á okkur með flugvélum og skipum myndum við skjóta á móti. Að skjóta á land sem er að skjóta eldflaugum á okkur er ekkert öðruvísi. Tæknin hefur breyst og það sama má segja um eðli átaka,“ segir Itsunori Onodera, fyrrum varnarmálaráðherra Japan, við Reuters fréttaveituna. Það gæti sum sé verið betri áætlun að skjóta bogamanninn, frekar en að skjóta örvarnar hans niður, eins og Reuters orðar það. Eftir seinni heimstyrjöldina var það tekið fram í stjórnarskrá Japan að varnarlið landsins væri einmitt það. Varnarlið. Japanar hafa hins vegar verið að teygja á því ákvæði stjórnarskrárinnar um árabil. Vopn sem gætu verið notuð til að gera árásir á Norður-Kóreu myndu einnig drífa að austurströnd Kína og slíkri uppbyggingu yrði líklega ekki tekið fagnandi í Peking. Ondero segir þó að Kína búi yfir fjölda eldflauga sem þeir geti skotið að Japan. Alþjóðasamfélagið myndi líklega ekki sína mikla samúð. Einn heimildarmaður Reuters segir að ef fleiri en þremur eldflaugum yrði skotið að Japan, væri það of mikið fyrir eldflaugavarnarkerfi landsins. Mikil uppbygging á því kerfi er þó fyrirhuguð.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira