Íslensku fótboltalandsliðin á fámennum lista meðal milljónaþjóða Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. febrúar 2017 07:00 Vísir/Samsett Íslenska karlalandsliðið í fótbolta bætti eigið met á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem gefinn var út í gær. Strákarnir okkar eru komnir upp í 20. sæti listans og hafa aldrei verið ofar. Þeir komust áður hæst í 21. sæti í nóvember en þeir skutust í 22. sætið eftir frábært gengi á EM í Frakklandi síðasta sumar. Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu eru einnig í 20. sæti á FIFA-listanum en ekki hefur verið gefinn út listi hjá konunum síðan í desember. Þær féllu um fjögur sæti á síðasta lista en héldu sér inni á topp 20 þangað sem strákarnir eru nú komnir í fyrsta skipti. Ísland er nú á meðal margra milljónaþjóða sem eru með karla- og kvennalandslið á topp 20 á heimslistanum. Sumar þessara þjóða eru margfaldir heimsmeistarar þannig að þetta er svo sannarlega ekki ónýtur listi sem fótboltafólkið er á.Íslensku stelpurnar fagna sæti á EM 2017.Vísir/AntonÁ meðal þeirra átta fræknuEins og staðan er núna, eftir að karlalistinn var birtur í gær, eru átta þjóðir með karla- og kvennalandslið á topp 20 á heimslistanum. Þetta eru Brasilía, Þýskaland, Frakkland, Spánn, Sviss, England, Ítalía og Ísland. Brassarnir, Þjóðverjarnir og Frakkarnir eru einu þrjár þjóðirnar með lið á topp tíu á báðum listum. Þetta eru engar smáþjóðir í fótboltaheiminum í gegnum söguna.Karlaliðin hafa samtals unnið 16 heimsmeistaratitla af þeim 20 sem í boði hafa verið og kvennamegin er Þýskaland algjört stórveldi með tíu sigra samtals frá heimsmeistara- og Evrópumótum. Árangur íslenska liðsins er ævintýralegur ef horft er til íbúafjölda landanna. Mestur er munurinn á Brasilíu á toppnum og Íslandi á botninum. Í Brasilíu búa 260 milljónir en aðeins 330 þúsund á Íslandi. Samt er Ísland með lið í karla- og kvennaflokki á topp 20. Meðalíbúafjöldi hinna landanna sjö er 81 milljón og ef við tökum út fjölmennustu og fámennustu þjóðirnar af hinum sjö, Brasilíu og Sviss, er meðalíbúafjöldi hinna fimm 52 milljónir. Þaðan er langur vegur í ríflega 330 þúsundin sem búa hér.Grafík/Birgitta Rún SveinbjörnsdóttirFrábær árangur á síðasta áriÁrið 2016 var besta fótboltaár í sögu Íslands eins og flestir þekkja. Strákarnir okkar heilluðu heiminn og komust í átta liða úrslit EM í Frakklandi á meðan stelpurnar okkar gerðu grín að sínum riðli í undankeppni EM 2017. Þar unnu þær alla leiki nema einn, skoruðu 34 mörk og fengu aðeins á sig tvö. Karlalandsliðið hélt svo áfram í undankeppni HM 2018 og fékk sjö stig af tólf mögulegum í fyrstu fjórum leikjunum. Karlalandsliðið er sem fyrr langefst af öllum Norðurlandaþjóðunum og svo sannarlega konungur norðursins en næsta þjóð er Svíar sem eru í 44. sæti, heilum 24 sætum á eftir litla Íslandi. Stelpurnar eru ofar á Evrópulistanum en strákarnir. Þær eru í ellefta sæti Evrópuþjóða en strákarnir eru komnir upp í tólfta sætið. Það yrði stórt fyrir karlalandsliðið að halda sér þar því eins og staðan er núna eru strákarnir inni í A-riðli Þjóðardeildarinnar sem fer af stað haustið 2018. Stóra markmið stelpnanna í ár er að bæta eigin árangur á EM 2017 í Hollandi en strákarnir berjast um að komast á HM 2018. Stóra markmiðið í íslenska fótboltanum gæti svo verið að koma þessum tveimur mögnuðu landsliðum á topp tíu á heimslistanum.Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðsins.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta bætti eigið met á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem gefinn var út í gær. Strákarnir okkar eru komnir upp í 20. sæti listans og hafa aldrei verið ofar. Þeir komust áður hæst í 21. sæti í nóvember en þeir skutust í 22. sætið eftir frábært gengi á EM í Frakklandi síðasta sumar. Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu eru einnig í 20. sæti á FIFA-listanum en ekki hefur verið gefinn út listi hjá konunum síðan í desember. Þær féllu um fjögur sæti á síðasta lista en héldu sér inni á topp 20 þangað sem strákarnir eru nú komnir í fyrsta skipti. Ísland er nú á meðal margra milljónaþjóða sem eru með karla- og kvennalandslið á topp 20 á heimslistanum. Sumar þessara þjóða eru margfaldir heimsmeistarar þannig að þetta er svo sannarlega ekki ónýtur listi sem fótboltafólkið er á.Íslensku stelpurnar fagna sæti á EM 2017.Vísir/AntonÁ meðal þeirra átta fræknuEins og staðan er núna, eftir að karlalistinn var birtur í gær, eru átta þjóðir með karla- og kvennalandslið á topp 20 á heimslistanum. Þetta eru Brasilía, Þýskaland, Frakkland, Spánn, Sviss, England, Ítalía og Ísland. Brassarnir, Þjóðverjarnir og Frakkarnir eru einu þrjár þjóðirnar með lið á topp tíu á báðum listum. Þetta eru engar smáþjóðir í fótboltaheiminum í gegnum söguna.Karlaliðin hafa samtals unnið 16 heimsmeistaratitla af þeim 20 sem í boði hafa verið og kvennamegin er Þýskaland algjört stórveldi með tíu sigra samtals frá heimsmeistara- og Evrópumótum. Árangur íslenska liðsins er ævintýralegur ef horft er til íbúafjölda landanna. Mestur er munurinn á Brasilíu á toppnum og Íslandi á botninum. Í Brasilíu búa 260 milljónir en aðeins 330 þúsund á Íslandi. Samt er Ísland með lið í karla- og kvennaflokki á topp 20. Meðalíbúafjöldi hinna landanna sjö er 81 milljón og ef við tökum út fjölmennustu og fámennustu þjóðirnar af hinum sjö, Brasilíu og Sviss, er meðalíbúafjöldi hinna fimm 52 milljónir. Þaðan er langur vegur í ríflega 330 þúsundin sem búa hér.Grafík/Birgitta Rún SveinbjörnsdóttirFrábær árangur á síðasta áriÁrið 2016 var besta fótboltaár í sögu Íslands eins og flestir þekkja. Strákarnir okkar heilluðu heiminn og komust í átta liða úrslit EM í Frakklandi á meðan stelpurnar okkar gerðu grín að sínum riðli í undankeppni EM 2017. Þar unnu þær alla leiki nema einn, skoruðu 34 mörk og fengu aðeins á sig tvö. Karlalandsliðið hélt svo áfram í undankeppni HM 2018 og fékk sjö stig af tólf mögulegum í fyrstu fjórum leikjunum. Karlalandsliðið er sem fyrr langefst af öllum Norðurlandaþjóðunum og svo sannarlega konungur norðursins en næsta þjóð er Svíar sem eru í 44. sæti, heilum 24 sætum á eftir litla Íslandi. Stelpurnar eru ofar á Evrópulistanum en strákarnir. Þær eru í ellefta sæti Evrópuþjóða en strákarnir eru komnir upp í tólfta sætið. Það yrði stórt fyrir karlalandsliðið að halda sér þar því eins og staðan er núna eru strákarnir inni í A-riðli Þjóðardeildarinnar sem fer af stað haustið 2018. Stóra markmið stelpnanna í ár er að bæta eigin árangur á EM 2017 í Hollandi en strákarnir berjast um að komast á HM 2018. Stóra markmiðið í íslenska fótboltanum gæti svo verið að koma þessum tveimur mögnuðu landsliðum á topp tíu á heimslistanum.Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðsins.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira