Um er að ræða úrslitaleikinn í NFL-deildinni, leikurinn um Ofurskálina eða Super Bowl.
New England Patriots er með Tom Brady innanborðs og er hann einn allra besti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar.
Atlanta Falcons hefur aftur á móti verið með eina bestu sóknina á tímabilinu og má búast við spennandi leik.
Falcons hefur skorað flest stig af öllum liðum en Patriots er aftur á móti með bestu vörnina.
Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 22:30 á Stöð 2 Sport og stendur hún yfir í klukkustund. Endilega komið með ástæðuna fyrir ykkar svari í athugasemdarkerfinu hér að neðan.