Einn besti þjálfari NBA lætur Donald Trump heyra það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2017 19:00 Gregg Popovich og Donald Trump. Vísir/Getty Gregg Popovich, þjálfari San Antionio Spurs, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna og einn besti þjálfari sögunnar í NBA-deildinni, er ekki meðlimur í aðdáendaklúbbi forseta Bandaríkjanna og meira segja langt frá því. Gregg Popovich hefur gagnrýnt Donald Trump áður en þeir sem héldu að hljóðið í Popovich myndi breytast nú þegar Donald Trump væri tekinn við sem forseti, fengu skýr svör við því í gær. Popovich hefur lýst yfir furðu sinni að bandaríska þjóðin hafi kosið sér forseta sem talar fyrir fyrir útlendingahatri, kynþóttahatri, karlrembu og hatri á hinsegin fólki í ræðum sínum. Popovich talaði um hinn hörundssára forseta sem er einbeita sér að umræðunni um hversu margir mættu á inntökuathöfn hans í stað þess að beina kröftum sínum í að sameina þjóðin sem hann hefur sundrað. „Þú getur í rauninni ekki trúað einu orði sem kemur upp úr honum,“ sagði Gregg Popovich og hann er að tala um núverandi háttsettasta mann bandarísku þjóðarinnar. Popovich notaði tækifærið og hrósaði kröfugöngunni „Women’s Marches across North America“ sem fór fram um helgina en hún var mjög fjölmenn og vel heppnuð. „Mér leið vel við það að sjá fólk sameinast við að mótmæla því hvernig hann hefur hagað sér því það segir mér að það sé til fullt af fólki sem er ekki sama," sagði Popovich. Það verður að teljast ólíklegt að Gregg Popovich taki boði forsetans verði hann NBA-meistari í forsetatíð Donald Trump en það er hefð fyrir því að NBA-meistararnir heimsæki Hvíta húsið tímabilið eftir. Gregg Popovich er ekki þekktur fyrir að tala of mikið þegar kemur að fjölmiðlum en hann lét þarna mása um Donald Trump. Þeir sem vilja lesa allt það sem Popovich sagði um Trump geta séð alla „ræðuna“ hans hér á Twittersíðu Rachel Nichols hér fyrir neðan.Spurs' Gregg Popovich on Donald Trump: "you really can't believe anything that comes out of his mouth."Oh...and there was more. A lot more: pic.twitter.com/UIVL0FYtf7— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 22, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum NBA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans Sjá meira
Gregg Popovich, þjálfari San Antionio Spurs, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna og einn besti þjálfari sögunnar í NBA-deildinni, er ekki meðlimur í aðdáendaklúbbi forseta Bandaríkjanna og meira segja langt frá því. Gregg Popovich hefur gagnrýnt Donald Trump áður en þeir sem héldu að hljóðið í Popovich myndi breytast nú þegar Donald Trump væri tekinn við sem forseti, fengu skýr svör við því í gær. Popovich hefur lýst yfir furðu sinni að bandaríska þjóðin hafi kosið sér forseta sem talar fyrir fyrir útlendingahatri, kynþóttahatri, karlrembu og hatri á hinsegin fólki í ræðum sínum. Popovich talaði um hinn hörundssára forseta sem er einbeita sér að umræðunni um hversu margir mættu á inntökuathöfn hans í stað þess að beina kröftum sínum í að sameina þjóðin sem hann hefur sundrað. „Þú getur í rauninni ekki trúað einu orði sem kemur upp úr honum,“ sagði Gregg Popovich og hann er að tala um núverandi háttsettasta mann bandarísku þjóðarinnar. Popovich notaði tækifærið og hrósaði kröfugöngunni „Women’s Marches across North America“ sem fór fram um helgina en hún var mjög fjölmenn og vel heppnuð. „Mér leið vel við það að sjá fólk sameinast við að mótmæla því hvernig hann hefur hagað sér því það segir mér að það sé til fullt af fólki sem er ekki sama," sagði Popovich. Það verður að teljast ólíklegt að Gregg Popovich taki boði forsetans verði hann NBA-meistari í forsetatíð Donald Trump en það er hefð fyrir því að NBA-meistararnir heimsæki Hvíta húsið tímabilið eftir. Gregg Popovich er ekki þekktur fyrir að tala of mikið þegar kemur að fjölmiðlum en hann lét þarna mása um Donald Trump. Þeir sem vilja lesa allt það sem Popovich sagði um Trump geta séð alla „ræðuna“ hans hér á Twittersíðu Rachel Nichols hér fyrir neðan.Spurs' Gregg Popovich on Donald Trump: "you really can't believe anything that comes out of his mouth."Oh...and there was more. A lot more: pic.twitter.com/UIVL0FYtf7— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 22, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum NBA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans Sjá meira