Um vanhæfi dómara og endurupptöku mála Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 7. janúar 2017 16:46 Nú er er eðlilega um það rætt hverju varði ef í ljós kemur eftir uppkvaðningu dóms að vanhæfur dómari hafi setið í fjölskipuðum dómi. Í þessu efni ættu menn að líta á dæmi sem getur að líta í dómasafni Hæstaréttar 7. júní 2007 í málinu nr. 400/2006. Í forsendum dómsins er tekið fram að dómur hafi (áður) fallið í málinu 1. mars 2007. Með ákvörðun 24. apríl 2007 hafi verið orðið við beiðni áfrýjanda um endurupptöku málsins. Ekki kemur fram í forsendunum hverjar voru ástæður fyrir þessari óvenjulegu meðferð málsins og skal nú bætt úr því. Við fyrri málflutninginn sat sá sem þetta skrifar ásamt tveimur samdómurum í dómi. Eftir að dómur okkar gekk 1. mars 2007 barst Hæstarétti erindi frá lögmanni áfrýjandans, þar sem til þess var vísað að áfrýjandi hefði komið til viðtals við mig um mál sitt á lögmannsstofu mína á tilgreindum degi nokkrum árum fyrr, meðan ég enn þá starfaði sem málflutningsmaður. Hefði þetta verið eitt samtal þar sem ég hefði tjáð áfrýjandanum að ég teldi ekki vera efni fyrir hann að hafa kröfu sína uppi fyrir dómi. Til þess skorti lagalegar forsendur. Ég mundi ekkert eftir þessu þegar málið var flutt í Hæstarétti hið fyrra skiptið, þar sem ég sat í dómi. Þegar erindið barst Hæstarétti kannaði ég málið og sá að viðkomandi einstaklingur hafði komið til viðtals við mig á skrifstofu mína þann dag sem tilgreindur var í erindinu. Ég sneri mér þá til yfirstjórnar Hæstaréttar og staðfesti að ég yrði að teljast hafa verið vanhæfur til meðferðar málsins. Féllst rétturinn á þetta og var málið því endurupptekið og öllum þremur dómurunum skipt út fyrir aðra þrjá, sem hlustuðu á síðari málflutninginn og kváðu upp nýjan dóm. Þetta voru auðvitað sjálfsögð viðbrögð við þeirri stöðu sem komin var upp. Voru þau byggð á lagareglum um skilyrði fyrir endurupptöku dæmdra mála, sem eru með sama meginefni, hvort sem um einkamál eða sakamál ræðir. Á sama hátt hlýtur að verða að endurupptaka þau mál þar sem í ljós hefur nú komið að dómarar, einn eða fleiri, hafa verið vanhæfir til meðferðar þess, þegar dómur var upp kveðinn. Það á enginn að þurfa að sitja uppi með dóm, þar sem einn eða fleiri dómarar hafa verið vanhæfir. Í fjölskipuðum dómi nægir að einn dómaranna hafi verið vanhæfur. Þá verður að leyfa endurupptöku og skipa allan dóminn á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Nú er er eðlilega um það rætt hverju varði ef í ljós kemur eftir uppkvaðningu dóms að vanhæfur dómari hafi setið í fjölskipuðum dómi. Í þessu efni ættu menn að líta á dæmi sem getur að líta í dómasafni Hæstaréttar 7. júní 2007 í málinu nr. 400/2006. Í forsendum dómsins er tekið fram að dómur hafi (áður) fallið í málinu 1. mars 2007. Með ákvörðun 24. apríl 2007 hafi verið orðið við beiðni áfrýjanda um endurupptöku málsins. Ekki kemur fram í forsendunum hverjar voru ástæður fyrir þessari óvenjulegu meðferð málsins og skal nú bætt úr því. Við fyrri málflutninginn sat sá sem þetta skrifar ásamt tveimur samdómurum í dómi. Eftir að dómur okkar gekk 1. mars 2007 barst Hæstarétti erindi frá lögmanni áfrýjandans, þar sem til þess var vísað að áfrýjandi hefði komið til viðtals við mig um mál sitt á lögmannsstofu mína á tilgreindum degi nokkrum árum fyrr, meðan ég enn þá starfaði sem málflutningsmaður. Hefði þetta verið eitt samtal þar sem ég hefði tjáð áfrýjandanum að ég teldi ekki vera efni fyrir hann að hafa kröfu sína uppi fyrir dómi. Til þess skorti lagalegar forsendur. Ég mundi ekkert eftir þessu þegar málið var flutt í Hæstarétti hið fyrra skiptið, þar sem ég sat í dómi. Þegar erindið barst Hæstarétti kannaði ég málið og sá að viðkomandi einstaklingur hafði komið til viðtals við mig á skrifstofu mína þann dag sem tilgreindur var í erindinu. Ég sneri mér þá til yfirstjórnar Hæstaréttar og staðfesti að ég yrði að teljast hafa verið vanhæfur til meðferðar málsins. Féllst rétturinn á þetta og var málið því endurupptekið og öllum þremur dómurunum skipt út fyrir aðra þrjá, sem hlustuðu á síðari málflutninginn og kváðu upp nýjan dóm. Þetta voru auðvitað sjálfsögð viðbrögð við þeirri stöðu sem komin var upp. Voru þau byggð á lagareglum um skilyrði fyrir endurupptöku dæmdra mála, sem eru með sama meginefni, hvort sem um einkamál eða sakamál ræðir. Á sama hátt hlýtur að verða að endurupptaka þau mál þar sem í ljós hefur nú komið að dómarar, einn eða fleiri, hafa verið vanhæfir til meðferðar þess, þegar dómur var upp kveðinn. Það á enginn að þurfa að sitja uppi með dóm, þar sem einn eða fleiri dómarar hafa verið vanhæfir. Í fjölskipuðum dómi nægir að einn dómaranna hafi verið vanhæfur. Þá verður að leyfa endurupptöku og skipa allan dóminn á ný.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun